Vandræði Lakers halda áfram og aftur lágu Nautin í valnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 09:30 LeBron var ekki sáttur. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Vandræði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta halda áfram en liðið steinlá gegn Denver Nuggets í nótt. Þá hafði Boston Celtics betur gegn Chicago Bulls. Alls fóru 10 leikir fram í deildinni í nótt. Leikur Denver og Lakers var mögulega smá áhugaverður í fyrsta leikhluta en svo kafsigldi Denver einfaldlega yfir LeBron James og félaga, lokatölur 133-96. Nikola Jokic var að venju í fantaformi hjá Denver með þrefalda tvennu. Hann skoraði 17 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Stigahæstur hjá Denver var samt Nah‘Shon Hyland með 27 stig en hann tók einnig 10 fráköst. Þá skoraði Jeff Green 26 stig. Hjá Lakers var LeBron með 25 stig, Russell Westbrook 19 og aðrir minna. Eftir að hafa unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá töpuðu Nautin frá Chicago með 41 stigs mun gegn Golden State Warriors í síðasta leik. Þeim tókst ekki að bæta upp fyrir það er þeir heimsóttu Boston þar sem heimamenn í Celtics unnu 114-112. Boston byrjaði betur og leiddi framan af leik en í 4. leikhluta náðu gestirnir forystunni. Boston náði forystunni þökk sé fjölda vítaskota undir lok leiks en Bulls átti síðustu sókn leiksins. Skot Nikola Vucevic fór af hringnum, frákastið féll í hendur DeMar DeRozan sem skaut er flautan gall. Skot hans hitti ekki hringinn. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Celtics með 23 stig en alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 15 stig eða meira. Vucevic var stigahæstur hinum megin með 27 stig en DeRozan kom þar á eftir með 23 stig. Pascal Siakam skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 103-96 sigri Toronto Raptors á Milwaukee Bucks. Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig fyrir Milwaukee. Pascal Siakam comes up BIG in the CLUTCH for the @Raptors! 30 PTS 10 AST 10 REB pic.twitter.com/O4yFOaDWx5— NBA (@NBA) January 16, 2022 Joel Embiid skoraði 32 stig og tók 12 fráköst í 109-98 sigri Philadelphia 76ers á Miami Heat. Önnur úrslit Washington Wizards 110-115 Portland Trail Blazers New Jersey Nets 120-New Orleans Pelicans Atlanta Hawks 108-117 New York Knicks Oklahoma City Thunder 102-107 Cleveland Cavaliers San Antonio Spurs 101-94 Los Angeles Clippers Dallas Mavericks 108-92 Orlando Magic NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Leikur Denver og Lakers var mögulega smá áhugaverður í fyrsta leikhluta en svo kafsigldi Denver einfaldlega yfir LeBron James og félaga, lokatölur 133-96. Nikola Jokic var að venju í fantaformi hjá Denver með þrefalda tvennu. Hann skoraði 17 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Stigahæstur hjá Denver var samt Nah‘Shon Hyland með 27 stig en hann tók einnig 10 fráköst. Þá skoraði Jeff Green 26 stig. Hjá Lakers var LeBron með 25 stig, Russell Westbrook 19 og aðrir minna. Eftir að hafa unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá töpuðu Nautin frá Chicago með 41 stigs mun gegn Golden State Warriors í síðasta leik. Þeim tókst ekki að bæta upp fyrir það er þeir heimsóttu Boston þar sem heimamenn í Celtics unnu 114-112. Boston byrjaði betur og leiddi framan af leik en í 4. leikhluta náðu gestirnir forystunni. Boston náði forystunni þökk sé fjölda vítaskota undir lok leiks en Bulls átti síðustu sókn leiksins. Skot Nikola Vucevic fór af hringnum, frákastið féll í hendur DeMar DeRozan sem skaut er flautan gall. Skot hans hitti ekki hringinn. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Celtics með 23 stig en alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 15 stig eða meira. Vucevic var stigahæstur hinum megin með 27 stig en DeRozan kom þar á eftir með 23 stig. Pascal Siakam skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 103-96 sigri Toronto Raptors á Milwaukee Bucks. Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig fyrir Milwaukee. Pascal Siakam comes up BIG in the CLUTCH for the @Raptors! 30 PTS 10 AST 10 REB pic.twitter.com/O4yFOaDWx5— NBA (@NBA) January 16, 2022 Joel Embiid skoraði 32 stig og tók 12 fráköst í 109-98 sigri Philadelphia 76ers á Miami Heat. Önnur úrslit Washington Wizards 110-115 Portland Trail Blazers New Jersey Nets 120-New Orleans Pelicans Atlanta Hawks 108-117 New York Knicks Oklahoma City Thunder 102-107 Cleveland Cavaliers San Antonio Spurs 101-94 Los Angeles Clippers Dallas Mavericks 108-92 Orlando Magic NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira