Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 14:49 Angela er sögð hafa verið að bjarga hundunum sínum þegar flóðbylgjan skall á. Angela rak dýrahjálparsamtök sem reyndu að finna flækingshundum heimili. South Pacific Animal Welfare Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. Stór flóðbylgja skall á Tonga á laugardagsmorgun sem fór af stað eftir að neðansjávareldgos hófst skammt frá eyjunum. Mikilvægir innviðir skemmdust í flóðbylgjunni, internet- og símasamband hefur víða fallið niður en ekki var talið að nokkur hefði farist í bylgjunni. Nick Eleini hefur þó tilkynnt að systir hans, Angela Glover, hafi farist í bylgjunni við að reyna að bjarga hundunum sínum. Samkvæmt hans bestu vitund var það eiginmaður Angelu, James, sem fann lík hennar. „Angela og James elskuðu líf sitt á Tonga og elskuðu fólkið á Tonga,“ sagði Eleini í samtali við fréttamenn fyrir utan heimili móður þeirra í Hove á Bretlandi. Eins og áður segir er andlát Angelu það fyrsta sem hefur verið staðfest í tengslum við neðansjávareldgosið sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag, um 65 kílómetra norður af Nuku'alofa, höfuðborg Tonga þar sem Glover hjónin bjuggu. Samskipti við eyríkið rofnuðu þegar flóðbylgjan skall á og því enn óvitað hve mikil eyðilegging varð. Angela, sem var fimmtug, fluttist til Tonga þegar hún giftist eiginmanni sínum. James rekur þar húðflúrstofuna Happy Sailor en Angela rak dýrahjálparsamtökin Tongan Animal Welfare Society. Að sögn bróður hennar tóku samtökin að sér flækingshunda, reyndu að koma þeim í betra horf og finna þeim heimili. Tonga Bretland Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36 Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Stór flóðbylgja skall á Tonga á laugardagsmorgun sem fór af stað eftir að neðansjávareldgos hófst skammt frá eyjunum. Mikilvægir innviðir skemmdust í flóðbylgjunni, internet- og símasamband hefur víða fallið niður en ekki var talið að nokkur hefði farist í bylgjunni. Nick Eleini hefur þó tilkynnt að systir hans, Angela Glover, hafi farist í bylgjunni við að reyna að bjarga hundunum sínum. Samkvæmt hans bestu vitund var það eiginmaður Angelu, James, sem fann lík hennar. „Angela og James elskuðu líf sitt á Tonga og elskuðu fólkið á Tonga,“ sagði Eleini í samtali við fréttamenn fyrir utan heimili móður þeirra í Hove á Bretlandi. Eins og áður segir er andlát Angelu það fyrsta sem hefur verið staðfest í tengslum við neðansjávareldgosið sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag, um 65 kílómetra norður af Nuku'alofa, höfuðborg Tonga þar sem Glover hjónin bjuggu. Samskipti við eyríkið rofnuðu þegar flóðbylgjan skall á og því enn óvitað hve mikil eyðilegging varð. Angela, sem var fimmtug, fluttist til Tonga þegar hún giftist eiginmanni sínum. James rekur þar húðflúrstofuna Happy Sailor en Angela rak dýrahjálparsamtökin Tongan Animal Welfare Society. Að sögn bróður hennar tóku samtökin að sér flækingshunda, reyndu að koma þeim í betra horf og finna þeim heimili.
Tonga Bretland Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36 Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36
Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45
Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23
Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54