„Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina“ Atli Arason skrifar 17. janúar 2022 21:55 Jordan Semple Vilhelm Jordan Semple, leikmaður ÍR, var besti leikmaður vallarins í 88-77 sigri ÍR á Stjörnunni í kvöld. Jordan var sérstaklega öflugur þegar mest á reyndi á lokamínútum leiksins. Úr stöðunni 78-76 kom Jordan að öllum stigum ÍR, 2 stoðsendingar, 6 stig, 3 fráköst og tveir stolnir boltar á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Ég spilaði ágætlega. Við hreyfðum boltann vel í fyrri hálfleik en undir lok leiksins þá opnaðist smá pláss fyrir mig og þá tókst mér að fá nokkrar auðveld skot. Við spiluðum samt allir vel í dag en við misstum út byrjunarliðsmann rétt fyrir leik og þá stigu aðrir leikmenn upp,“ sagði Jordan í viðtali við Vísi eftir leik og átti þá við Sigvalda Eggertsson sem missti af leiknum vegna sóttkvíar. ÍR leiddi leikin lengst af áður en Stjarnan náði forustunni af þeim í fjórða leikhluta. „Við héldum okkur inn í leiknum. Við náðum miklu forskoti í fyrri hálfleik, alveg eins og í síðasta leik gegn Vestra. Svo komu þeir til baka og náðu forskotinu en við sýndum mikinn karakter þar sem við létum það ekki á okkur fá og héldum áfram að spila og enduðum á því að vinna leikinn.“ Stjarnan er með verstu þriggja stiga nýtinguna í deildinni en þeir hittu vel í kvöld og enduðu leikinn með 41% þriggja stiga nýtingu. „Þeir voru að hitta úr erfiðum skotum. Við vorum ekki að spila lélega vörn heldur voru þeir að hitta úr fáránlegum þriggja stiga skotum. Samkvæmt okkar leikgreiningu á þeim þá ætluðum við að leyfa þeim að taka þriggja stiga skot en þeir voru að hitta úr skotunum sama hvað við gerðum, þrátt fyrir að við vorum með höndina í andlitinu á þeim.“ Það kom ÍR-ingum í opna skjöldu hvað gestirnir úr Garðabænum hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Já það kom okkur á óvart en svona er körfubolti. Þú verður að spila leikinn þrátt fyrir það sem tölfræðin segir. Þeir fóru að hitta úr þessum skotum en þá verður maður bara að aðlagast. Við vissum samt að hvert einasta skot myndi ekki fara ofan í körfuna og þegar skot fór ekki ofan í þá þurftum við bara að vera tilbúnir að ná frákastinu og ná góðri sókn á þá á móti.“ Með sigrinum fer ÍR upp í 8 stig og jafnar Breiðablik af stigum en ÍR á næst leik gegn Blikum og eftir að hafa verið í fallsæti fyrir leikinn í kvöld þá geta Jordan og ÍR-ingar allt í einu leyft sér að dreyma um sæti í úrslitakeppninni. „Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina. Við erum nánast búnir að fá nýtt lið. Nýr þjálfar og nýir leikmenn. Markmiðið okkar er að sýna hvað ÍR stendur fyrir og koma liðinu aftur á þann stall sem það á heima. Einhverjir eru búnir að afskrifa okkur en það skiptir engu máli fyrir okkur. Við munum bara halda áfram,“ sagði Jordan Semple, leikmaður ÍR, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Körfubolti Íslenski körfuboltinn ÍR Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Síðasti séns fyrir deildarmeistarana Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Sópa þær Stólunum út? Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Sjá meira
Úr stöðunni 78-76 kom Jordan að öllum stigum ÍR, 2 stoðsendingar, 6 stig, 3 fráköst og tveir stolnir boltar á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Ég spilaði ágætlega. Við hreyfðum boltann vel í fyrri hálfleik en undir lok leiksins þá opnaðist smá pláss fyrir mig og þá tókst mér að fá nokkrar auðveld skot. Við spiluðum samt allir vel í dag en við misstum út byrjunarliðsmann rétt fyrir leik og þá stigu aðrir leikmenn upp,“ sagði Jordan í viðtali við Vísi eftir leik og átti þá við Sigvalda Eggertsson sem missti af leiknum vegna sóttkvíar. ÍR leiddi leikin lengst af áður en Stjarnan náði forustunni af þeim í fjórða leikhluta. „Við héldum okkur inn í leiknum. Við náðum miklu forskoti í fyrri hálfleik, alveg eins og í síðasta leik gegn Vestra. Svo komu þeir til baka og náðu forskotinu en við sýndum mikinn karakter þar sem við létum það ekki á okkur fá og héldum áfram að spila og enduðum á því að vinna leikinn.“ Stjarnan er með verstu þriggja stiga nýtinguna í deildinni en þeir hittu vel í kvöld og enduðu leikinn með 41% þriggja stiga nýtingu. „Þeir voru að hitta úr erfiðum skotum. Við vorum ekki að spila lélega vörn heldur voru þeir að hitta úr fáránlegum þriggja stiga skotum. Samkvæmt okkar leikgreiningu á þeim þá ætluðum við að leyfa þeim að taka þriggja stiga skot en þeir voru að hitta úr skotunum sama hvað við gerðum, þrátt fyrir að við vorum með höndina í andlitinu á þeim.“ Það kom ÍR-ingum í opna skjöldu hvað gestirnir úr Garðabænum hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Já það kom okkur á óvart en svona er körfubolti. Þú verður að spila leikinn þrátt fyrir það sem tölfræðin segir. Þeir fóru að hitta úr þessum skotum en þá verður maður bara að aðlagast. Við vissum samt að hvert einasta skot myndi ekki fara ofan í körfuna og þegar skot fór ekki ofan í þá þurftum við bara að vera tilbúnir að ná frákastinu og ná góðri sókn á þá á móti.“ Með sigrinum fer ÍR upp í 8 stig og jafnar Breiðablik af stigum en ÍR á næst leik gegn Blikum og eftir að hafa verið í fallsæti fyrir leikinn í kvöld þá geta Jordan og ÍR-ingar allt í einu leyft sér að dreyma um sæti í úrslitakeppninni. „Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina. Við erum nánast búnir að fá nýtt lið. Nýr þjálfar og nýir leikmenn. Markmiðið okkar er að sýna hvað ÍR stendur fyrir og koma liðinu aftur á þann stall sem það á heima. Einhverjir eru búnir að afskrifa okkur en það skiptir engu máli fyrir okkur. Við munum bara halda áfram,“ sagði Jordan Semple, leikmaður ÍR, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Körfubolti Íslenski körfuboltinn ÍR Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Síðasti séns fyrir deildarmeistarana Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Sópa þær Stólunum út? Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti