Fjölbreytt vistkerfi í ónotuðu landi Atli Guðjónsson skrifar 18. janúar 2022 10:31 Við Reykvíkingar búum svo sannarlega í fallegri borg þar sem við erum svo heppin að búa að fjölbreyttri menningu og náttúru. Samt sem áður eyðum við miklum tíma og pening í að viðhalda einhæfum vistkerfum á stórum landsvæðum án þess að fá út úr þeim þá virkni sem getur nýst okkur betur. Þessi svæði eru hljóðmanir, umferðareyjur og önnur græn svæði. Þessi gras svæði eru afar einhæf vistkerfi sem styðja ekki líffræðilegan fjölbreytileika ásamt því að kosta borgarbúa háar fjárhæðir ár hvert í slætti, eftirliti, losun úrgangs og svo framvegis. Jákvæðar afleiðingar þess að gróðursetja trjágróður á þessum gras svæðum eru margþættar. Trjágróður stuðlar að betri hljóðvist þar sem svæðin liggja að umferðaræðum ásamt því að draga úr mengun með bindingu kolefnis og dreifingu ryks frá vegum. Líffræðilegur fjölbreytileiki eykst og styður betur við fugla og skordýra flóru. Þéttur trjágróður á þessum svæðum getur líka dregið úr vindi í hverfum borgarinnar og stuðlað að fleiri, fjölbreyttari og skjólsamari útivistarsvæðum borgarbúa. Jákvæð aukaverkun trjágróðurs á þessum grassvæðum felst líka í lægri viðhalds- og rekstrarkostnaði fyrir Reykjavíkurborg. Sláttur á landsvæði sem nemur mörgum tugum ferkílómetra gæti fallið niður að miklu leiti. Þar að auki þarf ekki lengur að ferja gras í flutningabíla förmum til meðhöndlunar sem eitt og sér dregur úr mengun og kostnaði en afleiddar áhrif væru meðal annar minna álag á sorphirðustöðvar. Nýtum landið okkar betur og búum til vistfræðilega fjölbreytt græn svæði innan Reykjavíkur sem hafa víðtæk jákvæð áhrif og stuðla að betra umhverfi bæði fyrir okkur íbúana og umhverfið okkar allt í heild. Höfundur er landfræðingur og Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Skipulag Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Við Reykvíkingar búum svo sannarlega í fallegri borg þar sem við erum svo heppin að búa að fjölbreyttri menningu og náttúru. Samt sem áður eyðum við miklum tíma og pening í að viðhalda einhæfum vistkerfum á stórum landsvæðum án þess að fá út úr þeim þá virkni sem getur nýst okkur betur. Þessi svæði eru hljóðmanir, umferðareyjur og önnur græn svæði. Þessi gras svæði eru afar einhæf vistkerfi sem styðja ekki líffræðilegan fjölbreytileika ásamt því að kosta borgarbúa háar fjárhæðir ár hvert í slætti, eftirliti, losun úrgangs og svo framvegis. Jákvæðar afleiðingar þess að gróðursetja trjágróður á þessum gras svæðum eru margþættar. Trjágróður stuðlar að betri hljóðvist þar sem svæðin liggja að umferðaræðum ásamt því að draga úr mengun með bindingu kolefnis og dreifingu ryks frá vegum. Líffræðilegur fjölbreytileiki eykst og styður betur við fugla og skordýra flóru. Þéttur trjágróður á þessum svæðum getur líka dregið úr vindi í hverfum borgarinnar og stuðlað að fleiri, fjölbreyttari og skjólsamari útivistarsvæðum borgarbúa. Jákvæð aukaverkun trjágróðurs á þessum grassvæðum felst líka í lægri viðhalds- og rekstrarkostnaði fyrir Reykjavíkurborg. Sláttur á landsvæði sem nemur mörgum tugum ferkílómetra gæti fallið niður að miklu leiti. Þar að auki þarf ekki lengur að ferja gras í flutningabíla förmum til meðhöndlunar sem eitt og sér dregur úr mengun og kostnaði en afleiddar áhrif væru meðal annar minna álag á sorphirðustöðvar. Nýtum landið okkar betur og búum til vistfræðilega fjölbreytt græn svæði innan Reykjavíkur sem hafa víðtæk jákvæð áhrif og stuðla að betra umhverfi bæði fyrir okkur íbúana og umhverfið okkar allt í heild. Höfundur er landfræðingur og Reykvíkingur.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun