Þriðji þorrinn sem fer í súginn vegna samkomutakmarkanna og ástandið súrt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2022 20:00 Jóhannes Stefánsson, eða Jói í Múlakaffi eins og hann er iðulega kallaður. egill aðalsteinsson Á föstudaginn hefst þriðji þorrinn sem fer í súginn vegna samkomutakmarkanna. Þetta segir veitingamaður í Múlakaffi. Hann vinnur nú að því að koma fimmtán tonnum af súrmat út, en flest öll íþróttafélög hafa ýmist aflýst eða frestað þorrablótum. Bóndadagurinn er á föstudaginn en dagurinn markar upphaf Þorra. Jóhannes í Múlakaffi græjaði fimmtán til tuttugu tonn af þorramat og svo var samfélaginu skellt í lás. „Þetta er þriðji Þorrinn sem fer í súginn og maður trúir þessu eiginlega ekki enn,“ sagði Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi. Nærðu af koma þessu út? „Við spyrjum að leikslokum. Þetta verður töff, það er búið að taka gríðarlega mikið af okkur en við reynum að berjast.“ Þorramatur.egill aðalsteinsson Til þess að koma matnum út og mæta eftirspurn brá Jóhannes á það ráð að selja fólki þorramat heim. Íþróttafélögin hafa ýmist frestað eða aflýst þorrablótum vegna samkomutakmarkanna sem Jóhannes segir mikið tjón. „Já þetta er vægast sagt verulegt tjón já það eru nánast öll þorrablót farin.“ Hann segist svekktur og ástandið súrt. „Maður trúði þessu eiginlega ekki þegar löppunum var kippt undan okkur í nóvember og þetta hefur bara verið lamað síðan.“ Björn Bergmann Einarsson er umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni.egill aðalsteinsson Í síðustu viku hófst sala á þorramat í Krónunni. „Salan hefur verið alveg stórkostlega góð og er að aukast á milli ára hjá okkur. Fólk fer mikið í hjónabakkana og súrmetið. Þetta eru passlegir bakkar fyrir tvo,“ sagði Björn Bergmann Einarsson, umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni. Finnið þið fyrir því að fólk ætli að halda þorrann heima í ár vegna samkomutakmarkanna? „Já við finnum fyrir því. Það er rosaleg sala og margir að fara að halda þorrann heima.“ Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Þorramatur Þorrablót Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Bóndadagurinn er á föstudaginn en dagurinn markar upphaf Þorra. Jóhannes í Múlakaffi græjaði fimmtán til tuttugu tonn af þorramat og svo var samfélaginu skellt í lás. „Þetta er þriðji Þorrinn sem fer í súginn og maður trúir þessu eiginlega ekki enn,“ sagði Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi. Nærðu af koma þessu út? „Við spyrjum að leikslokum. Þetta verður töff, það er búið að taka gríðarlega mikið af okkur en við reynum að berjast.“ Þorramatur.egill aðalsteinsson Til þess að koma matnum út og mæta eftirspurn brá Jóhannes á það ráð að selja fólki þorramat heim. Íþróttafélögin hafa ýmist frestað eða aflýst þorrablótum vegna samkomutakmarkanna sem Jóhannes segir mikið tjón. „Já þetta er vægast sagt verulegt tjón já það eru nánast öll þorrablót farin.“ Hann segist svekktur og ástandið súrt. „Maður trúði þessu eiginlega ekki þegar löppunum var kippt undan okkur í nóvember og þetta hefur bara verið lamað síðan.“ Björn Bergmann Einarsson er umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni.egill aðalsteinsson Í síðustu viku hófst sala á þorramat í Krónunni. „Salan hefur verið alveg stórkostlega góð og er að aukast á milli ára hjá okkur. Fólk fer mikið í hjónabakkana og súrmetið. Þetta eru passlegir bakkar fyrir tvo,“ sagði Björn Bergmann Einarsson, umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni. Finnið þið fyrir því að fólk ætli að halda þorrann heima í ár vegna samkomutakmarkanna? „Já við finnum fyrir því. Það er rosaleg sala og margir að fara að halda þorrann heima.“
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Þorramatur Þorrablót Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira