Handbolti

Tímasetningar íslensku leikjanna í milliriðli EM eru klárar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon fagna saman sigrinum á Ungverjum en þeir voru með sautján mörk saman í leiknum.
Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon fagna saman sigrinum á Ungverjum en þeir voru með sautján mörk saman í leiknum. HSÍ

Evrópska handknattleikssambandið hefur nú gengið frá leikjadagskrá milliriðlanna á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Íslenska landsliðið er í milliriðli með Danmörku, Frakklandi, Króatíu og Svartfjallalandi en leikirnir halda áfram að fara fram á tveggja daga fresti eins og í riðlinum.

Íslensku strákarnir spila á öllum tímum í milliriðlinum. Fyrsti leikurinn verður á móti Dönum klukkan 19.30 á fimmtudagskvöldið en liðið spilar síðan við Frakka klukkan 17.00 á laugardaginn.

Tveir síðustu leikir íslenska liðsins fara síðan báðir fram klukkan 14.30 í næstu viku, sá fyrri á móti Króatía á mánudaginn 24. janúar og sá síðari á sama tíma á miðvikudaginn 26. janúar.

Það er spurning hvort fyrirtæki geri starfsmönnum sínum mögulegt að horfa á leikina í næstu viku en þar gæti mögulega verið sæti í undanúrslitum keppninnar í húfi.

  • Leikir Íslands í milliriðli EM eru eftirfarandi:
  • --

  • 20. janúar:
  • Danmörk – Ísland
  • Klukkan 19.30
  • --
  • 22. janúar:
  • Frakkland – Ísland
  • Klukkan 17.00
  • --
  • 24. janúar:
  • Ísland – Króatía
  • Klukkan 14.30
  • --
  • 26. janúar:
  • Ísland – Svartfjallaland
  • Klukkan 14.30



Fleiri fréttir

Sjá meira


×