Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi? Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 20. janúar 2022 14:00 Ég á afa sem eyddi meirihluta ævi sinnar sem kúabóndi upp í sveit og eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman er að spjalla um fortíðina. Hann þekkti hverja kú með nafni og börnin í sveitinni áttu iðulega sína uppáhalds kú. Hann upplifði það frá fyrstu hendi þegar mjólkin varð söluvara og peningar fóru að berast inn á bæinn. Það er stundum erfitt að ímynda sér hvað það er stutt síðan hlutirnir voru allt öðruvísi. Fyrir 100 árum var líf á Íslandi allt annað en það er í dag. Mataræðið í sveitinni hjá afa samanstóð af því sem kom frá býlinu ásamt einstaka munaðarvörum eins og sykri og kaffi. Fjölbreytnin var ekki mikil miðað við það sem þekkist í dag og það er ekki hægt að segja að það hefði verið auðvelt að vera vegan á þeim tíma. Í dag get ég skroppið í búðina og fengið mat frá öllum heimshornum. Úrvalið er gífurlegt og virðist aukast með hverju árinu. Ég er þakklát þessu úrvali en ókosturinn er án efa sá að erfiðara er að rekja uppruna matvælanna. Það er nánast engin leið fyrir neytendur að tryggja að allt sem þeir kaupa hafi verið framleitt með siðferðislegum hætti. Á meðan stóðu flest matvæli nærri heimilunum hér í denn. Fólk fann bragðmun á smjöri eftir því hvaðan það kom og var gjarnan meðvitað um það í sveitunum ef einhver fór illa með dýrin sín. Litlum býlum hefur fækkað á landinu og nú eru þau orðin stærri, með afkastameiri framleiðslu og eru minni hluti af lífum margra í sveitum landsins. Erfitt er að rekja uppruna mjólkurinnar til ákveðinna búa. Fyrir neytendur er erfiðara að fylgjast með því hvernig staðið er að framleiðslunni og því hefur eftirlit með dýravelferð aldrei verið mikilvægara. Ég velti stundum fyrir mér hvort viðhorf okkar til dýranna hafi breyst á þessum tíma. Flest okkar erum við fjarlæg þeim og sjáum aldrei hvernig þau enda á disknum okkar. Ég trúi því að við viljum flest að vel sé farið með dýr. Lögin okkar um dýravelferð eru falleg en endurspegla engan veginn raunveruleika dýra á Íslandi í dag. Við höfum séð ný mál koma upp á yfirborðið trekk í trekk. Blóðmerahaldið, legusárin í svínabúum landsins, brúneggjamálið, slæm meðferð eldisfiska og fleira. En hver er staðan? Verksmiðjubúum á Íslandi fjölgar og erfitt er að afla sér upplýsinga um þann iðnað. Það er lágmarkskrafa að almenningur sé upplýstur um velferð dýra í landinu. Ég vil að farið sé eftir lögum um dýravelferð og þau orðuð á þann hátt að þau geri raunverulega gagn. Ég vil að upplýsingar um dýravelferð séu aðgengilegar almenningi og að öllum sé ljóst hvaða aðferðum er beitt innan veggja verksmiðjubúa á Íslandi. Í kvöld stýri ég málþinginu “Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi?” sem haldið er af Samtökum grænkera á Íslandi og Landvernd í tilefni af Veganúar. Málþingið hefst kl. 20 og verður aðgengilegt öllum rafrænt á Facebook. Ég hvet ykkur eindregið til þess að mæta, hlýða á umræðurnar, spyrja spurninga og kynna ykkur málefnið. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Veganúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Ég á afa sem eyddi meirihluta ævi sinnar sem kúabóndi upp í sveit og eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman er að spjalla um fortíðina. Hann þekkti hverja kú með nafni og börnin í sveitinni áttu iðulega sína uppáhalds kú. Hann upplifði það frá fyrstu hendi þegar mjólkin varð söluvara og peningar fóru að berast inn á bæinn. Það er stundum erfitt að ímynda sér hvað það er stutt síðan hlutirnir voru allt öðruvísi. Fyrir 100 árum var líf á Íslandi allt annað en það er í dag. Mataræðið í sveitinni hjá afa samanstóð af því sem kom frá býlinu ásamt einstaka munaðarvörum eins og sykri og kaffi. Fjölbreytnin var ekki mikil miðað við það sem þekkist í dag og það er ekki hægt að segja að það hefði verið auðvelt að vera vegan á þeim tíma. Í dag get ég skroppið í búðina og fengið mat frá öllum heimshornum. Úrvalið er gífurlegt og virðist aukast með hverju árinu. Ég er þakklát þessu úrvali en ókosturinn er án efa sá að erfiðara er að rekja uppruna matvælanna. Það er nánast engin leið fyrir neytendur að tryggja að allt sem þeir kaupa hafi verið framleitt með siðferðislegum hætti. Á meðan stóðu flest matvæli nærri heimilunum hér í denn. Fólk fann bragðmun á smjöri eftir því hvaðan það kom og var gjarnan meðvitað um það í sveitunum ef einhver fór illa með dýrin sín. Litlum býlum hefur fækkað á landinu og nú eru þau orðin stærri, með afkastameiri framleiðslu og eru minni hluti af lífum margra í sveitum landsins. Erfitt er að rekja uppruna mjólkurinnar til ákveðinna búa. Fyrir neytendur er erfiðara að fylgjast með því hvernig staðið er að framleiðslunni og því hefur eftirlit með dýravelferð aldrei verið mikilvægara. Ég velti stundum fyrir mér hvort viðhorf okkar til dýranna hafi breyst á þessum tíma. Flest okkar erum við fjarlæg þeim og sjáum aldrei hvernig þau enda á disknum okkar. Ég trúi því að við viljum flest að vel sé farið með dýr. Lögin okkar um dýravelferð eru falleg en endurspegla engan veginn raunveruleika dýra á Íslandi í dag. Við höfum séð ný mál koma upp á yfirborðið trekk í trekk. Blóðmerahaldið, legusárin í svínabúum landsins, brúneggjamálið, slæm meðferð eldisfiska og fleira. En hver er staðan? Verksmiðjubúum á Íslandi fjölgar og erfitt er að afla sér upplýsinga um þann iðnað. Það er lágmarkskrafa að almenningur sé upplýstur um velferð dýra í landinu. Ég vil að farið sé eftir lögum um dýravelferð og þau orðuð á þann hátt að þau geri raunverulega gagn. Ég vil að upplýsingar um dýravelferð séu aðgengilegar almenningi og að öllum sé ljóst hvaða aðferðum er beitt innan veggja verksmiðjubúa á Íslandi. Í kvöld stýri ég málþinginu “Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi?” sem haldið er af Samtökum grænkera á Íslandi og Landvernd í tilefni af Veganúar. Málþingið hefst kl. 20 og verður aðgengilegt öllum rafrænt á Facebook. Ég hvet ykkur eindregið til þess að mæta, hlýða á umræðurnar, spyrja spurninga og kynna ykkur málefnið. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Veganúar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun