Slys vegna rafskútu hafi verið fyrirsjáanlegt Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2022 18:36 Rafskúta sem lagt hefur verið almennilega. Vísir/Vilhelm Einstaklingur var fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að hafa hjólað á rafhlaupahjól á níunda tímanum í morgun. Formaður Reiðhjólabænda segir slysið hafa verið fyrirsjáanlegt. Birgir Birgisson, formaður félagsins Reiðhjólabændur, greindi frá slysinu í færslu í Facebookhópi félagsins í dag. Þar segir hann ástæðu slyssins hafa verið að rafskúta hafi legið á hliðinni á reiðhjólastíg með þeim afleiðingum að reiðhjólamaður hjólaði á það og kastaðist af hjóli sínu. Starfsmaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi verið fluttur slasaður frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar við Kirkjusand á níunda tímanum í morgun. Athygli vekur að það er sami staður og ökumaður rafhlaupahjóls lést á í nóvember síðastliðnum. Í atvikalýsingu í skrá slökkviliðsins segir að hjólað hafi verið á kyrrstætt rafhlaupahjól en ekki er ljóst hvort það hafi verið á reiðhjóli eða öðru rafhlaupahjóli. Ítrekað varað við slysahættu „Það er margbúið að vara rekstraraðila þessarar ákveðnu rafhjólaleigu við þessari hættu, en nánast ekkert hefur verið gert til að ala notendurna upp. Sérstöku átaki var lofað fyrir rúmu ári síðan en ekkert hefur til þess spurst síðan,“ segir Birgir í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann umrædda rafhjólaleigu vera Hopp, sem fer með stóra markaðshlutdeild á rafhlaupahjólamarkaði. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík, frábiður sér fullyrðingar um að fyrirtækið virði öryggi notenda sinna og annarra að vettugi. „Við hvetjum til öryggis í hverjum einasta pósti og erum með markpósta þar sem við hvetjum okkar notendur til að leggja skútunum rétt. Leggðu eins og sannur Hoppari, ekki vera fyrir á göngustígum, ekki vera fyrir snjómokstri. Við látum fólk taka myndir af skútunni, okkur er mjög annt um það,“ segir hún. Hún segir þó ómögulegt að hringja í einstaka notendur sem leigt hafa skútur sem enda illa lagðar. „Það gæti alveg eins verið að einhver annar hafi fært skútuna, við myndum aldrei gera okkar notendum það.“ Hún segir að Birgir hafi ítrekað krafist þess af fyrirtækinu og henni persónulega. Ekki fengið veður af slysinu Þá segist hún ekki hafa fengið neinar fyrirspurnir varðandi slysið í morgun en að lögreglan hafi alltaf samband við sig þegar rafskútur fyrirtækisins tengjast slysum. Hún útilokar þó ekki að rafskúta á vegum fyrirtækisins hafi tengst slysi í morgun enda séu þær víða í borgarlandinu. „Hvert slys er einu slysi of mikið og við leggjum mjög mikla áherslu á það að okkar notendur séu öruggir og að skúturnar okkar séu ekki fyrir. Við erum stöðugt, allan sólarhringinn, að gæta að skútunum okkar.“ segir Sæunn Ósk að lokum. Reykjavík Rafhlaupahjól Hjólreiðar Umferðaröryggi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Birgir Birgisson, formaður félagsins Reiðhjólabændur, greindi frá slysinu í færslu í Facebookhópi félagsins í dag. Þar segir hann ástæðu slyssins hafa verið að rafskúta hafi legið á hliðinni á reiðhjólastíg með þeim afleiðingum að reiðhjólamaður hjólaði á það og kastaðist af hjóli sínu. Starfsmaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi verið fluttur slasaður frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar við Kirkjusand á níunda tímanum í morgun. Athygli vekur að það er sami staður og ökumaður rafhlaupahjóls lést á í nóvember síðastliðnum. Í atvikalýsingu í skrá slökkviliðsins segir að hjólað hafi verið á kyrrstætt rafhlaupahjól en ekki er ljóst hvort það hafi verið á reiðhjóli eða öðru rafhlaupahjóli. Ítrekað varað við slysahættu „Það er margbúið að vara rekstraraðila þessarar ákveðnu rafhjólaleigu við þessari hættu, en nánast ekkert hefur verið gert til að ala notendurna upp. Sérstöku átaki var lofað fyrir rúmu ári síðan en ekkert hefur til þess spurst síðan,“ segir Birgir í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann umrædda rafhjólaleigu vera Hopp, sem fer með stóra markaðshlutdeild á rafhlaupahjólamarkaði. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík, frábiður sér fullyrðingar um að fyrirtækið virði öryggi notenda sinna og annarra að vettugi. „Við hvetjum til öryggis í hverjum einasta pósti og erum með markpósta þar sem við hvetjum okkar notendur til að leggja skútunum rétt. Leggðu eins og sannur Hoppari, ekki vera fyrir á göngustígum, ekki vera fyrir snjómokstri. Við látum fólk taka myndir af skútunni, okkur er mjög annt um það,“ segir hún. Hún segir þó ómögulegt að hringja í einstaka notendur sem leigt hafa skútur sem enda illa lagðar. „Það gæti alveg eins verið að einhver annar hafi fært skútuna, við myndum aldrei gera okkar notendum það.“ Hún segir að Birgir hafi ítrekað krafist þess af fyrirtækinu og henni persónulega. Ekki fengið veður af slysinu Þá segist hún ekki hafa fengið neinar fyrirspurnir varðandi slysið í morgun en að lögreglan hafi alltaf samband við sig þegar rafskútur fyrirtækisins tengjast slysum. Hún útilokar þó ekki að rafskúta á vegum fyrirtækisins hafi tengst slysi í morgun enda séu þær víða í borgarlandinu. „Hvert slys er einu slysi of mikið og við leggjum mjög mikla áherslu á það að okkar notendur séu öruggir og að skúturnar okkar séu ekki fyrir. Við erum stöðugt, allan sólarhringinn, að gæta að skútunum okkar.“ segir Sæunn Ósk að lokum.
Reykjavík Rafhlaupahjól Hjólreiðar Umferðaröryggi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira