Hjarðónæmi fyrir páska Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. janúar 2022 17:47 Kári vill afléttingar innanlands sem allra fyrst. vísir/einar Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. Niðurstöður fyrsta hluta mótefnarannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar liggja fyrir. Próteinið sem líkaminn myndar eftir að hafa smitast af kórónuveirunni kemur ekki fram fyrr en þremur vikum eftir sýkingu og því gefur rannsóknin mynd af stöðunni eins og hún var rétt í byrjun ómíkron-bylgjunnar. Því mun sami hópur fara aftur í mótefnamælingu að þremur vikum liðnum til að sjá hversu margir smituðust í millitíðinni. „Ég hugsa að það væri ekkert fáránlegt að álykta sem svo að við séum með tvisvar til þrisvar sinnum fleiri sem hafa sýkst heldur en hafa greinst,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Nálgumst hálfa leið að hjarðónæmi Gefum okkur þá að varfærnari spá Kára sé rétt, það er að segja að tvöfalt fleiri hafi smitast af veirunni en greinst með hana. Það þýddi að um 32 prósent þjóðarinnar hefði þegar fengið Covid-19. Vonir standa til að hjarðónæmi náist þegar 70 til 80 prósent þjóðarinnar hafa smitast. Og ef tvöfalt fleiri smitast daglega en greinast í sýnatöku gera það um tvö þúsund manns á dag Þá verðum við komin upp í 70 prósent hlutfall þjóðarinnar þann 28. mars og 80 prósent þann 15. apríl. Það er að segja að við óbreytt ástand ætti hér að nást þokkalegt hjarðónæmi fyri páska. Hjarðónæmi ætti að nást í kring um 28. mars til 15. apríl ef áfram heldur sem horfir. Ætla má að um tvö þúsund eða fleiri smitist daglega af veirunni.vísir „Ég held að við klárum þennan faraldur í byrjun aprílmánaðar, sem er þess vegna og í því ljósi besti mánuður ársins,,“ segir Kári. Og þetta þykir sóttvarnalækni sem fréttastofa ræddi við í dag ekki endilega ólíkleg tímalína. „Ég hef sagt það áður að þetta ferli sem við erum að leggja af stað með núna það muni taka einhverjar vikur. Við erum hérna að byggja upp ónæmi, veiran er að ganga og smita fólk og þannig fáum við aukið ónæmi í samfélagið og það mun draga þróttinn úr veirunni. Við vitum ekki hvað það mun taka langan tíma nákvæmlega,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Það muni taka nokkrar vikur að komast út úr ómíkron-bylgjunni sem sé vonandi sú síðasta. „Það tekur ákveðinn tíma að ná þessu. Og við megum ekki missa móðinn og flýta okkur um of og halda að þetta gangi of hratt. Það verður kannski stóra áskorunin á næstunni að halda mönnum á þeirri línu en menn hafa svo sem misjafnar skoðanir á því eins og svo mörgu öðru,“ segir Þórólfur. Vill aflétta öllu innanlands og afnema einangrun Og þar hefur hann rétt fyrir sér. Vegna vægra veikinda ómíkron-afbrigðisins telur Kári nefnilega skynsamlegast að leyfa veirunni að flakka, svo að segja. Allavega að ráðast í miklar tilslakanir sem fyrst. „Ég er að tala fyrir því að við förum að afnema sóttkví og einangrun. Ég held að forsendur fyrir því að halda því áfram séu afar veikar. En samt enn þá forsendur fyrir samkomutakmörkunum eða hvað? Nei, ég held að við eigum að afnema allar samkomutakmarkanir innanlands en halda áfram að vera vökul fyrir því hvernig veiran streymir inn í landið á landamærunum,“ segir Kári. Þórólfur tók ekkert illa í þessar hugmyndir Kára þegar fréttastofa bar þær undir hann í morgun en taldi reynsluna hafa sýnt að það væri skynsamlegast að fara frekar varlega í afléttingar heldur en að fara of geyst í þær og þurfa síðan draga þær til baka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Niðurstöður fyrsta hluta mótefnarannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar liggja fyrir. Próteinið sem líkaminn myndar eftir að hafa smitast af kórónuveirunni kemur ekki fram fyrr en þremur vikum eftir sýkingu og því gefur rannsóknin mynd af stöðunni eins og hún var rétt í byrjun ómíkron-bylgjunnar. Því mun sami hópur fara aftur í mótefnamælingu að þremur vikum liðnum til að sjá hversu margir smituðust í millitíðinni. „Ég hugsa að það væri ekkert fáránlegt að álykta sem svo að við séum með tvisvar til þrisvar sinnum fleiri sem hafa sýkst heldur en hafa greinst,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Nálgumst hálfa leið að hjarðónæmi Gefum okkur þá að varfærnari spá Kára sé rétt, það er að segja að tvöfalt fleiri hafi smitast af veirunni en greinst með hana. Það þýddi að um 32 prósent þjóðarinnar hefði þegar fengið Covid-19. Vonir standa til að hjarðónæmi náist þegar 70 til 80 prósent þjóðarinnar hafa smitast. Og ef tvöfalt fleiri smitast daglega en greinast í sýnatöku gera það um tvö þúsund manns á dag Þá verðum við komin upp í 70 prósent hlutfall þjóðarinnar þann 28. mars og 80 prósent þann 15. apríl. Það er að segja að við óbreytt ástand ætti hér að nást þokkalegt hjarðónæmi fyri páska. Hjarðónæmi ætti að nást í kring um 28. mars til 15. apríl ef áfram heldur sem horfir. Ætla má að um tvö þúsund eða fleiri smitist daglega af veirunni.vísir „Ég held að við klárum þennan faraldur í byrjun aprílmánaðar, sem er þess vegna og í því ljósi besti mánuður ársins,,“ segir Kári. Og þetta þykir sóttvarnalækni sem fréttastofa ræddi við í dag ekki endilega ólíkleg tímalína. „Ég hef sagt það áður að þetta ferli sem við erum að leggja af stað með núna það muni taka einhverjar vikur. Við erum hérna að byggja upp ónæmi, veiran er að ganga og smita fólk og þannig fáum við aukið ónæmi í samfélagið og það mun draga þróttinn úr veirunni. Við vitum ekki hvað það mun taka langan tíma nákvæmlega,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Það muni taka nokkrar vikur að komast út úr ómíkron-bylgjunni sem sé vonandi sú síðasta. „Það tekur ákveðinn tíma að ná þessu. Og við megum ekki missa móðinn og flýta okkur um of og halda að þetta gangi of hratt. Það verður kannski stóra áskorunin á næstunni að halda mönnum á þeirri línu en menn hafa svo sem misjafnar skoðanir á því eins og svo mörgu öðru,“ segir Þórólfur. Vill aflétta öllu innanlands og afnema einangrun Og þar hefur hann rétt fyrir sér. Vegna vægra veikinda ómíkron-afbrigðisins telur Kári nefnilega skynsamlegast að leyfa veirunni að flakka, svo að segja. Allavega að ráðast í miklar tilslakanir sem fyrst. „Ég er að tala fyrir því að við förum að afnema sóttkví og einangrun. Ég held að forsendur fyrir því að halda því áfram séu afar veikar. En samt enn þá forsendur fyrir samkomutakmörkunum eða hvað? Nei, ég held að við eigum að afnema allar samkomutakmarkanir innanlands en halda áfram að vera vökul fyrir því hvernig veiran streymir inn í landið á landamærunum,“ segir Kári. Þórólfur tók ekkert illa í þessar hugmyndir Kára þegar fréttastofa bar þær undir hann í morgun en taldi reynsluna hafa sýnt að það væri skynsamlegast að fara frekar varlega í afléttingar heldur en að fara of geyst í þær og þurfa síðan draga þær til baka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira