Óttast frekari hækkun verðbólgu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2022 11:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafa áhyggjur af hækkun verðbólgu. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. Sjá einnig: Verðbólga í hæstu hæðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að krefjandi verði að takast á við ný viðfangsefni í efnahagslífinu á næstu misserum. Kórónuveiran hafi eðli málsins samkvæmt sett strik í reikninginn; ekki bara hér á landi heldur í heiminum öllum. „Þetta er áhyggjuefni. Það góða er að við erum að sjá að þetta er ekki séríslensk staða eins og stundum hefur verið heldur er þetta alþjóðleg þróun. En það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökumst á við þetta,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur í sama streng og segist óttast frekari hækkun á verðbólgu: „Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því á hvaða grunni þessar verðbólgutölur byggja. Við erum töluvert mikið að fá til okkar kostnaðarhækkanir að utan.“ Hann bendir á að kostnaður fyrir framleiðendur í Evrópu hafi hækkað snarpt. Það gæti verið vísbending um að frekari hækkanir kunni að koma til og þeirri þróun þurfi að fylgjast vel með. Nýjar spár geri þó ráð fyrir því að „verðbólguskotinu“ ljúki eftir nokkra mánuði. „Ríkisfjármálin verða að taka mið af þessari stöðu í heild sinni og við verðum að gæta að því að við séu ekki á sama tíma og hér er einhver vaxandi verðabólga að auka á spennuna í samfélaginu með því að vera með óþarfa, viðbótar ríkisútgjöld á röngum tíma,“ segir Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. 28. janúar 2022 13:15 Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00 Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. Sjá einnig: Verðbólga í hæstu hæðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að krefjandi verði að takast á við ný viðfangsefni í efnahagslífinu á næstu misserum. Kórónuveiran hafi eðli málsins samkvæmt sett strik í reikninginn; ekki bara hér á landi heldur í heiminum öllum. „Þetta er áhyggjuefni. Það góða er að við erum að sjá að þetta er ekki séríslensk staða eins og stundum hefur verið heldur er þetta alþjóðleg þróun. En það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökumst á við þetta,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur í sama streng og segist óttast frekari hækkun á verðbólgu: „Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því á hvaða grunni þessar verðbólgutölur byggja. Við erum töluvert mikið að fá til okkar kostnaðarhækkanir að utan.“ Hann bendir á að kostnaður fyrir framleiðendur í Evrópu hafi hækkað snarpt. Það gæti verið vísbending um að frekari hækkanir kunni að koma til og þeirri þróun þurfi að fylgjast vel með. Nýjar spár geri þó ráð fyrir því að „verðbólguskotinu“ ljúki eftir nokkra mánuði. „Ríkisfjármálin verða að taka mið af þessari stöðu í heild sinni og við verðum að gæta að því að við séu ekki á sama tíma og hér er einhver vaxandi verðabólga að auka á spennuna í samfélaginu með því að vera með óþarfa, viðbótar ríkisútgjöld á röngum tíma,“ segir Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. 28. janúar 2022 13:15 Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00 Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. 28. janúar 2022 13:15
Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29