Er ímyndin ímyndun? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. janúar 2022 07:32 Í Garðabæ hefur um langt skeið verið staðið undir afar metnaðarfullu loforði fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Þannig viljum við einfaldlega hafa það áfram. Því skiptir máli að halda fókus, með þarfir íbúa í forgrunni. Það á ekki síst við nú þegar Garðabær er í gríðarlega örum vexti, með nýtt hverfi í uppbyggingu, þéttingu í öðru sem sérstaklega á að höfða til ungs fólks og enn annað hverfi í undirbúningi. Til að svo verði þarf fólk í forystu sem hefur kjark og vilja til að mæta þörfum nýrra íbúa. Fólk sem skilur að svona mikilli uppbyggingu þarf að fylgja sú þjónusta sem skiptir nýjum íbúum, sem að megninu til eru ungar barnafjölskyldur, mestu máli. Það þarf að tryggja leikskólapláss og gott rými í grunnskólum. Garðabær hefur alla burði til þess að vera samfélag þar sem áhersla er lögð á íbúa og nauðsynlega grunnþjónustu sem styður við velsæld allra af metnaði. Af hverju lágt útsvar en há leikskólagjöld? Nýverið var tekið gríðarlega mikilvægt skref til þess að mæta barnafjölskyldum í Garðabæ með tekjutengingu við leikskólagjöld, gjaldskrá frístundaheimila og dagforeldra. Þessi ákvörðun byggir á hugmynd frá okkur í Garðabæjarlistanum, sem við höfum rætt á þessu kjörtímabili. Tekjutenging við stærstu útgjöld barnafjölskyldna er gríðarlega mikilvægt skref í átt til samfélagslegrar ábyrgðar í sveitarfélagi sem allir eiga að geta valið til búsetu, óháð efnahag. Í Garðabæ er sérstök ástæða til að stíga þetta skref, þar sem sú stefna hefur ríkt að gott sé að hafa sem hæstar álögur á barnafjölskyldur á meðan almennu útsvari er haldið eins lágu og mögulegt er. Sú stefna kristallast einna best í því að leikskólagjöld þekkjast varla hærri í nokkru sveitarfélagi landsins. Við viljum sameiginlega ábyrgð allra þegar kemur að þátttöku við að tryggja þjónustu og trausta innviði. Með því að fela barnafjölskyldum að standa undir hæstu álögunum og bjóða þannig upp á lægra útsvar en gengur og gerist er dæmi um forgangsröðun meirihlutans. Dæmi um ákvörðun sem kemur niður á barnafjölskyldum. Leikskólagjöld borga ekki byggingu leikskóla en það gera útsvarstekjur. Því skiptir máli þegar staðið er frammi fyrir brýnum verkefnum líkt og byggingu leikskóla að stilla innkomu eftir vexti. Ábyrg fjármálastjórn Í sveitarfélögum er farið með skattfé íbúa og bæjarfulltrúar eiga því að tryggja ábyrga fjármálastjórn. Takmarkað fé er til fjárfestinga og því þarf að forgangsraða því til verkefna sem snúa að uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Við upphaf kjörtímabilsins var verið að ljúka við kostnaðarsama framkvæmd, fjölnota fundasal, hvar bæjarstjórn fundar meðal annars og er staðsettur á Garðatorgi. Framkvæmd sem kostaði um 500 milljónir eða sem nemur helming þess kostnaðar sem einn leikskóli kostar. Við tók svo önnur tilkomumikil framkvæmd fjölnota íþróttahúss sem nú sér fyrir endan á og kostað hefur um 5 milljarða í byggingu eða um 5 góða leikskóla. Framkvæmdirnar á síðastliðnum fjórum árum segja sína sögu um fjárhagslega stöðu og getu sveitarfélagsins til þes að tryggja íbúum þá mikilvægu þjónustu sem leik- og grunnskólar eru, ef forgangsröðunin er rétt. Þess í stað eru grunnskólar sprungnir og við sjáum fram á áframhaldandi óþægindi fyrir barnafjölskyldur vegna skorts á leikskólaplássum. Forgangsröðunin hefur haft í för með sér lélegri þjónustu við íbúa. Á meðan meirihlutinn hefur sett fókusinn á gæluverkefni hefur samfélagið sprungið út á ógnahraða. Íbúum hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, fjölgað meira en einmitt á þessu kjörtímabili og ungar barnafjölskyldur hafa streymt í Garðabæinn. Vegna þess að fókusinn hefur ekki verið réttur eru nýir íbúar ekki að fá þá þjónustu sem það vænti þegar þau ákváðu að flytja til Garðabæjar. Tryggjum innviði í Garðabæ fyrir barnafjölskyldur. Fyrir framtíðina. Höfundur er bæjarfulltrúi er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ hefur um langt skeið verið staðið undir afar metnaðarfullu loforði fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Þannig viljum við einfaldlega hafa það áfram. Því skiptir máli að halda fókus, með þarfir íbúa í forgrunni. Það á ekki síst við nú þegar Garðabær er í gríðarlega örum vexti, með nýtt hverfi í uppbyggingu, þéttingu í öðru sem sérstaklega á að höfða til ungs fólks og enn annað hverfi í undirbúningi. Til að svo verði þarf fólk í forystu sem hefur kjark og vilja til að mæta þörfum nýrra íbúa. Fólk sem skilur að svona mikilli uppbyggingu þarf að fylgja sú þjónusta sem skiptir nýjum íbúum, sem að megninu til eru ungar barnafjölskyldur, mestu máli. Það þarf að tryggja leikskólapláss og gott rými í grunnskólum. Garðabær hefur alla burði til þess að vera samfélag þar sem áhersla er lögð á íbúa og nauðsynlega grunnþjónustu sem styður við velsæld allra af metnaði. Af hverju lágt útsvar en há leikskólagjöld? Nýverið var tekið gríðarlega mikilvægt skref til þess að mæta barnafjölskyldum í Garðabæ með tekjutengingu við leikskólagjöld, gjaldskrá frístundaheimila og dagforeldra. Þessi ákvörðun byggir á hugmynd frá okkur í Garðabæjarlistanum, sem við höfum rætt á þessu kjörtímabili. Tekjutenging við stærstu útgjöld barnafjölskyldna er gríðarlega mikilvægt skref í átt til samfélagslegrar ábyrgðar í sveitarfélagi sem allir eiga að geta valið til búsetu, óháð efnahag. Í Garðabæ er sérstök ástæða til að stíga þetta skref, þar sem sú stefna hefur ríkt að gott sé að hafa sem hæstar álögur á barnafjölskyldur á meðan almennu útsvari er haldið eins lágu og mögulegt er. Sú stefna kristallast einna best í því að leikskólagjöld þekkjast varla hærri í nokkru sveitarfélagi landsins. Við viljum sameiginlega ábyrgð allra þegar kemur að þátttöku við að tryggja þjónustu og trausta innviði. Með því að fela barnafjölskyldum að standa undir hæstu álögunum og bjóða þannig upp á lægra útsvar en gengur og gerist er dæmi um forgangsröðun meirihlutans. Dæmi um ákvörðun sem kemur niður á barnafjölskyldum. Leikskólagjöld borga ekki byggingu leikskóla en það gera útsvarstekjur. Því skiptir máli þegar staðið er frammi fyrir brýnum verkefnum líkt og byggingu leikskóla að stilla innkomu eftir vexti. Ábyrg fjármálastjórn Í sveitarfélögum er farið með skattfé íbúa og bæjarfulltrúar eiga því að tryggja ábyrga fjármálastjórn. Takmarkað fé er til fjárfestinga og því þarf að forgangsraða því til verkefna sem snúa að uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Við upphaf kjörtímabilsins var verið að ljúka við kostnaðarsama framkvæmd, fjölnota fundasal, hvar bæjarstjórn fundar meðal annars og er staðsettur á Garðatorgi. Framkvæmd sem kostaði um 500 milljónir eða sem nemur helming þess kostnaðar sem einn leikskóli kostar. Við tók svo önnur tilkomumikil framkvæmd fjölnota íþróttahúss sem nú sér fyrir endan á og kostað hefur um 5 milljarða í byggingu eða um 5 góða leikskóla. Framkvæmdirnar á síðastliðnum fjórum árum segja sína sögu um fjárhagslega stöðu og getu sveitarfélagsins til þes að tryggja íbúum þá mikilvægu þjónustu sem leik- og grunnskólar eru, ef forgangsröðunin er rétt. Þess í stað eru grunnskólar sprungnir og við sjáum fram á áframhaldandi óþægindi fyrir barnafjölskyldur vegna skorts á leikskólaplássum. Forgangsröðunin hefur haft í för með sér lélegri þjónustu við íbúa. Á meðan meirihlutinn hefur sett fókusinn á gæluverkefni hefur samfélagið sprungið út á ógnahraða. Íbúum hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, fjölgað meira en einmitt á þessu kjörtímabili og ungar barnafjölskyldur hafa streymt í Garðabæinn. Vegna þess að fókusinn hefur ekki verið réttur eru nýir íbúar ekki að fá þá þjónustu sem það vænti þegar þau ákváðu að flytja til Garðabæjar. Tryggjum innviði í Garðabæ fyrir barnafjölskyldur. Fyrir framtíðina. Höfundur er bæjarfulltrúi er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun