Nýtt undirafbrigði ómíkron sagt smitast auðveldar manna á milli Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2022 14:15 Grímuskylda hefur verið felld niður í Danmörku. EPA/LISELOTTE SABROE Danskir vísindamenn segja nýtt undir-afbrigði ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar sem greinst hefur þar í landi smitast enn auðveldar manna á milli. Undirafbrigðið nefnist BA.2 og vísindamennirnir segja það vera um þriðjungi líklegra til að smitast manna á milli en BA.1. 45.366 manns greindust smituð af Covid-19 síðasta sólarhringinn í Danmörku. Þar af höfðu 2.515 smitast áður og samkvæmt frétt DR var hlutfall jákvæðra sýna 28,52 prósent. Þá kemur einnig fram í frétt DR að nýgengi í Danmörku mælist 1,0. Haft er eftir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, að það sé mögulega til marks um að faraldurinn hafi náð hámarki í Danmörku. Hann segir það þó óvíst. Nýgengi var í síðustu viku 1,2. Kontakttallet er i dag beregnet til 1. Dvs tegn på en stabil epidemi på landsplan, men interessante udviklinger regionalt: Kurverne ser ud til at være ved at knække, epidemien kan på nuværende tidspunkt have toppet i Region Sjælland og Hovedstaden. Dog stadig usikkert #COVID19dk pic.twitter.com/XAlt6HfXXR— Magnus Heunicke (@Heunicke) February 1, 2022 Yfirvöld í Danmörku skilgreina Covid-19 ekki lengur sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi og var í morgun fari í víðtækar afléttingar sóttvarnarreglna. Danir hafa þurft að búa við grímuskyldu á opinberum stöðum, í almenningssamgöngum og víðar allt frá ágúst 2020, með hléum þó. Grímuskyldan er þó ekki lengur í gildi og notkun kórónupassans svokallaða hefur verið hætt. Sjá einnig: Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Undirafbrigðið BA.2 er orðið ráðandi í Danmörku og náði efsta sæti, ef svo má að orði komast, í annarri viku janúar, samkvæmt frétt Reuters. Nú smitast um 82 prósent Dana sem fá Covid-19 af BA.2. Danskir vísindamenn skoðuðu rúmlega 8.500 heimili þar sem kórónuveiran greindist milli desember og janúar og komust að þeirri niðurstöðu að BA.2 smitast auðveldar manna á milli an BA.1. Samkvæmt vísindamönnunum virka bóluefni einnig verr á undirafbrigðið en á BA.1 og eigi auðveldar með að smita fólk sem hefur smitast áður. Reuters segir þó að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki verið ritrýndar enn. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af neyðarstigi niður á hættustig Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn. 1. febrúar 2022 13:43 Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. 1. febrúar 2022 12:35 Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 í Sunnuhlíð Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um helgina. 1. febrúar 2022 11:17 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 1. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
45.366 manns greindust smituð af Covid-19 síðasta sólarhringinn í Danmörku. Þar af höfðu 2.515 smitast áður og samkvæmt frétt DR var hlutfall jákvæðra sýna 28,52 prósent. Þá kemur einnig fram í frétt DR að nýgengi í Danmörku mælist 1,0. Haft er eftir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, að það sé mögulega til marks um að faraldurinn hafi náð hámarki í Danmörku. Hann segir það þó óvíst. Nýgengi var í síðustu viku 1,2. Kontakttallet er i dag beregnet til 1. Dvs tegn på en stabil epidemi på landsplan, men interessante udviklinger regionalt: Kurverne ser ud til at være ved at knække, epidemien kan på nuværende tidspunkt have toppet i Region Sjælland og Hovedstaden. Dog stadig usikkert #COVID19dk pic.twitter.com/XAlt6HfXXR— Magnus Heunicke (@Heunicke) February 1, 2022 Yfirvöld í Danmörku skilgreina Covid-19 ekki lengur sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi og var í morgun fari í víðtækar afléttingar sóttvarnarreglna. Danir hafa þurft að búa við grímuskyldu á opinberum stöðum, í almenningssamgöngum og víðar allt frá ágúst 2020, með hléum þó. Grímuskyldan er þó ekki lengur í gildi og notkun kórónupassans svokallaða hefur verið hætt. Sjá einnig: Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Undirafbrigðið BA.2 er orðið ráðandi í Danmörku og náði efsta sæti, ef svo má að orði komast, í annarri viku janúar, samkvæmt frétt Reuters. Nú smitast um 82 prósent Dana sem fá Covid-19 af BA.2. Danskir vísindamenn skoðuðu rúmlega 8.500 heimili þar sem kórónuveiran greindist milli desember og janúar og komust að þeirri niðurstöðu að BA.2 smitast auðveldar manna á milli an BA.1. Samkvæmt vísindamönnunum virka bóluefni einnig verr á undirafbrigðið en á BA.1 og eigi auðveldar með að smita fólk sem hefur smitast áður. Reuters segir þó að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki verið ritrýndar enn.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af neyðarstigi niður á hættustig Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn. 1. febrúar 2022 13:43 Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. 1. febrúar 2022 12:35 Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 í Sunnuhlíð Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um helgina. 1. febrúar 2022 11:17 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 1. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Af neyðarstigi niður á hættustig Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn. 1. febrúar 2022 13:43
Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. 1. febrúar 2022 12:35
Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 í Sunnuhlíð Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um helgina. 1. febrúar 2022 11:17
1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14
31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 1. febrúar 2022 10:00