Pat Bowlen sjóðurinn tilkynnti í gær að félagið væri til sölu en hann hefur séð um rekstur félagsins síðan að eigandinn Pat Bowlen hætti afskiptum af daglegum rekstri eftir að hann greindist með Alzheimer sjúkdóminn.
The Denver Broncos are looking for a new owner in what s expected to be the most expensive team sale in U.S. sports history.https://t.co/hZBj0cLOok
— Sportsnet (@Sportsnet) February 1, 2022
Denver Broncos er metið á rétt undir fjóra milljarða Bandaríkjadala eða um 510 milljarða íslenskra króna.
Það mesta sem hefur verið borgað fyrir bandarískt íþróttafélag voru 2,35 milljarði dala sem Joseph Tsai borgaði fyrir Brooklyn Nets í tveimur skömmtun, fyrst einn milljarða dala fyrir 49 prósent hlut árið 2017 og svo 1,35 milljarða til viðbótar fyrir hin 51 prósentin tveimur árum síðar.
Síðasta NFL-félag sem gekk kaupum og sölum var lið Carolina Panthers en keypti það fyrir 2,275 milljarða dala árið 2018.
The Pat Bowlen Trust announced today the beginning of a sale process for the Denver Broncos.
— Denver Broncos (@Broncos) February 1, 2022
Joe Ellis: Whoever emerges as the new owner will certainly understand what the team means to our great fans and this community. pic.twitter.com/ubfPc4TjID
Samkvæmt reglum NFL þarf meirihluta eigandi að eiga að minnsta kosti þrjátíu prósent í félaginu sem þýddi að lágmarki að borga 1,2 milljarða dali.
Pat Bowlen lést árið 2019 en hann hafði átt Denver Broncos frá árinu 1984. Hann fékk hjálpa frá systkinum sínum, John, Bill og Marybeth, til að kaupa félagið fyrir 38 árum síðan.
Denver Broncos varð þrisvar NFL-meistari í tíð Bowlen, fyrst tvö ár í röð frá 1997 til 1998 þegar John Elway var leikstjórnandi og svo aftur árið 2015 með Peyton Manning í fararbroddi.