Daglegum notendum Facebook fækkar í fyrsta sinn í sögunni Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 08:40 Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, segir að vöxtur félagsins hafi dregist saman þar sem stórir hópar, sér í lagi í yngsta aldurshópnum, hafi frekar leitað til samkeppnisaðila. EPA Daglegum notendum Facebook hefur fækkað í fyrsta sinn í átján ára sögu samfélagsmiðilsins. Móðurfélag Facebook, Meta, greindi frá því í gær að daglegir notendir hafi farið úr 1.930 milljónum í lok þriðja ársfjórðungs 2021 í 1.929 milljónir notenda í lok fjórða ársfjórðungs. Félagið gaf sömuleiðis út viðvörun vegna samdráttar í vexti vegna aukinnar samkeppni frá samfélagsmiðlum á borð við TikTok og YouTube. Á sama tíma séu auglýsendur í auknum mæli að halda að sér höndum. Hlutabréf Meta lækkuðu um heil 20 prósent eftir viðskipti á hlutabréfamarkaði í New York í gær. Hlutabréf í öðrum samfélagsmiðlum líkt og Twitter, Snap og Pintrest lækkuðu sömuleiðis verulega eftir viðskipti dagsins. Í frétt BBC kemur fram að Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, segi að vöxtur félagsins hafi dregist saman þar sem stórir hópar fólks, sér í lagi í yngsta aldurshópnum, leiti frekar til samkeppnisaðila. Zuckerberg segir að Meta, sem er næststærsti stafræni auglýsingavettvangur heims á eftir Google, hafi einnig átt í vandræðum vegna nýrra breytinga á einkastillingingum hjá Apple, sem torveldi vinnu við auglýsingasölu. Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Móðurfélag Facebook, Meta, greindi frá því í gær að daglegir notendir hafi farið úr 1.930 milljónum í lok þriðja ársfjórðungs 2021 í 1.929 milljónir notenda í lok fjórða ársfjórðungs. Félagið gaf sömuleiðis út viðvörun vegna samdráttar í vexti vegna aukinnar samkeppni frá samfélagsmiðlum á borð við TikTok og YouTube. Á sama tíma séu auglýsendur í auknum mæli að halda að sér höndum. Hlutabréf Meta lækkuðu um heil 20 prósent eftir viðskipti á hlutabréfamarkaði í New York í gær. Hlutabréf í öðrum samfélagsmiðlum líkt og Twitter, Snap og Pintrest lækkuðu sömuleiðis verulega eftir viðskipti dagsins. Í frétt BBC kemur fram að Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, segi að vöxtur félagsins hafi dregist saman þar sem stórir hópar fólks, sér í lagi í yngsta aldurshópnum, leiti frekar til samkeppnisaðila. Zuckerberg segir að Meta, sem er næststærsti stafræni auglýsingavettvangur heims á eftir Google, hafi einnig átt í vandræðum vegna nýrra breytinga á einkastillingingum hjá Apple, sem torveldi vinnu við auglýsingasölu.
Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf