Gerðu hlé vegna yfirliðs spyrils Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2022 21:27 Sævar Helgi hljóp í skarðið fyrir Kristjönu. RÚV Skipta þurfti yfir í auglýsingar í miðri Gettu betur keppni kvöldsins þar sem Kristjana Arnarsdóttir spyrill féll í yfirlið. „Ég verð að fá að setjast aðeins niður, afsakið þetta. Er hægt að gera smá hlé?“ sagði Kristjana á meðan dómarar réðu ráðum sínum eftir hraðaspurningar. Í frétt RÚV segir að sex mínútna hlé hafi þá verið gert á útsendingu á meðan hlúð var að Kristjönu. Sævar Helgi Bragason dómari hljóp í skarðið fyrir Kristjönu og tilkynnti að liðið hefði yfir hana en að hún væri heil heilsu. Hann benti réttilega á að allt geti gerst í beinni sjónvarpsútsendingu. Í frétt RÚV segir að Kristjana hafi leitað á bráðamóttöku til skoðunar en að henni hafi liðið vel miðað við aðstæður. Kristjana greindi frá því í byrjun janúar að þau Haraldur Franklín Magnús ættu von á sínu fyrsta barni. Mikið álag á starfsfólki Anna Fríða Gísladóttir, yfirmaður stafrænnar markaðssetningar hjá BIOEFFECT og vinkona Kristjönu, sagði á Twittersíðu sinni eftir atvikið að RÚV ætti að taka ábyrgð og huga að álagi á starfsfólk sitt og að önnur eins atvik hafi komið upp áður. #gettubetur@RUVohf takið ábyrgð og hugið að álagi á fólkinu ykkar. Þetta er ekki fyrsta skipti sem svona gerist. En látið þetta vera það seinasta.— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) February 4, 2022 Þórhildur Þorkelsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á RÚV virðist taka undir með Önnu Fríðu en hún endurtísti færslu hennar. Fyrir nánast sléttum tíu árum kom álíka atvik upp þegar leið yfir Guðrúnu Dís Emilsdóttur við tökur á Gettu betur. Greint var frá því í dag að Gunna Dís hefur snúið aftur á Ríkisútvarpið á ný eftir að hafa kvatt vinnustaðinn 2019 og flutt til Húsavíkur. Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Gettu betur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
„Ég verð að fá að setjast aðeins niður, afsakið þetta. Er hægt að gera smá hlé?“ sagði Kristjana á meðan dómarar réðu ráðum sínum eftir hraðaspurningar. Í frétt RÚV segir að sex mínútna hlé hafi þá verið gert á útsendingu á meðan hlúð var að Kristjönu. Sævar Helgi Bragason dómari hljóp í skarðið fyrir Kristjönu og tilkynnti að liðið hefði yfir hana en að hún væri heil heilsu. Hann benti réttilega á að allt geti gerst í beinni sjónvarpsútsendingu. Í frétt RÚV segir að Kristjana hafi leitað á bráðamóttöku til skoðunar en að henni hafi liðið vel miðað við aðstæður. Kristjana greindi frá því í byrjun janúar að þau Haraldur Franklín Magnús ættu von á sínu fyrsta barni. Mikið álag á starfsfólki Anna Fríða Gísladóttir, yfirmaður stafrænnar markaðssetningar hjá BIOEFFECT og vinkona Kristjönu, sagði á Twittersíðu sinni eftir atvikið að RÚV ætti að taka ábyrgð og huga að álagi á starfsfólk sitt og að önnur eins atvik hafi komið upp áður. #gettubetur@RUVohf takið ábyrgð og hugið að álagi á fólkinu ykkar. Þetta er ekki fyrsta skipti sem svona gerist. En látið þetta vera það seinasta.— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) February 4, 2022 Þórhildur Þorkelsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á RÚV virðist taka undir með Önnu Fríðu en hún endurtísti færslu hennar. Fyrir nánast sléttum tíu árum kom álíka atvik upp þegar leið yfir Guðrúnu Dís Emilsdóttur við tökur á Gettu betur. Greint var frá því í dag að Gunna Dís hefur snúið aftur á Ríkisútvarpið á ný eftir að hafa kvatt vinnustaðinn 2019 og flutt til Húsavíkur.
Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Gettu betur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira