Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 14:58 Oddur Árnason á vettvangi í gær. V'isir Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Það er langtímaspá og á þessum árstíma er erfitt að treysta á hana, en fyrsta gisk er seinni hluti næstu viku.“ Lögregla og Landhelgisgæslan hafa gefið það út að til þess að hægt verði að ná vélinni upp þurfi minnst tveggja sólarhringa glugga af hagstæðum veðurskilyrðum, ef vel á að ganga. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að um sé að ræða tæknilega erfiða aðgerð og að henni fylgi umtalsverðar hættur fyrir björgunarfólk. Aðstandendur komnir til landsins Aðstandendur erlendu ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni eru komnir hingað til lands eða á leiðinni. Oddur segir lögreglu vera með tengilið við aðstandendurna og að vel sé haldið utan um þá af fagaðilum. „Þannig að það er í farvegi bara,“ segir Oddur en kvaðst ekki geta greint frá þjóðerni ferðamannanna. „Við ætlum að eiga samtalið við þessar fjölskyldur og gefa upplýsingar í samræmi við þeirra óskir. Sjáum bara til hvert það leiðir okkur.“ Ferðamennirnir þrír, sem voru í vélinni ásamt íslenskum flugmanni, voru hluti af stærri hópi sem ferðaðist hingað til lands. Oddur hefur hins vegar ekki upplýsingar um hvort hópurinn sem ferðamennirnir tilheyrðu sé farinn af landi brott, í heild eða hluta. Fréttir af flugi Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Samgönguslys Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Það er langtímaspá og á þessum árstíma er erfitt að treysta á hana, en fyrsta gisk er seinni hluti næstu viku.“ Lögregla og Landhelgisgæslan hafa gefið það út að til þess að hægt verði að ná vélinni upp þurfi minnst tveggja sólarhringa glugga af hagstæðum veðurskilyrðum, ef vel á að ganga. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að um sé að ræða tæknilega erfiða aðgerð og að henni fylgi umtalsverðar hættur fyrir björgunarfólk. Aðstandendur komnir til landsins Aðstandendur erlendu ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni eru komnir hingað til lands eða á leiðinni. Oddur segir lögreglu vera með tengilið við aðstandendurna og að vel sé haldið utan um þá af fagaðilum. „Þannig að það er í farvegi bara,“ segir Oddur en kvaðst ekki geta greint frá þjóðerni ferðamannanna. „Við ætlum að eiga samtalið við þessar fjölskyldur og gefa upplýsingar í samræmi við þeirra óskir. Sjáum bara til hvert það leiðir okkur.“ Ferðamennirnir þrír, sem voru í vélinni ásamt íslenskum flugmanni, voru hluti af stærri hópi sem ferðaðist hingað til lands. Oddur hefur hins vegar ekki upplýsingar um hvort hópurinn sem ferðamennirnir tilheyrðu sé farinn af landi brott, í heild eða hluta.
Fréttir af flugi Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Samgönguslys Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira