Búið að finna öll fjögur líkin Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2022 19:29 Aðgerðum hefur verið hætt við Þingvallavatn í bili. Vísir/Bjarni Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag. Oddur vildi ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu en fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi að öllum aðgerðum á Þingvallavatni hafi verið hætt vegna veðurs. Búið sé að finna og staðsetja líkamsleifar fjögurra einstaklinga á botni vatnsins á 37 metra dýpi eða neðar. Til stóð að kafa eftir þeim en þar sem veður versnar nú hratt var ákveðið að hætta aðgerðum þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi kafaranna við þær aðstæður sem eru núna. Að sögn lögreglu er þegar hafin skipulagning á björgunaraðgerðum og verður gengið í þær um leið og veður leyfir. „Aðstandendur hafa verið upplýstir um þessa stöðu mála. Þeir hafa beðið fyrir kærar kveðjur til björgunaraðila allra fyrir þeirra störf undanfarna daga og er þeim hér með komið til skila. Jafnframt þakkar lögreglan á Suðurlandi öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn fram að þessu enda þó stór og krefjandi verkefni sé framundan ennþá við úrlausn þessa máls,“ segir jafnframt í tilkynningu. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni.Vísir/Bjarni Flakið heillegt Greint var frá því fyrr í dag að flak flugvélarinnar sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag væri mjög heillegt. Skoðun kafara í gær leiddi í ljós að enginn væri inni í flakinu en talið er að fólkið hafi komist út úr flugvélinni að sjálfsdáðum. Leit hófst að flugmanninum og þremur erlendum ferðamönnum, sem voru farþegar hans, í birtingu í morgun. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Oddur sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að reynt hafi verið að ná líkamsleifum eins farþegans upp á yfirborðið en hætt við þegar veður versnaði. Útlit sé fyrir að aðgerðir muni ekki hefjast á ný fyrr en á fimmtudag hið fyrsta vegna veðurs. „Það er nauðsynlegt að tryggja öryggi kafaranna. Köfun niður á þessu dýpi getur varið í hámark tuttugu mínútur á hvern kafara og þá hefur þú sex mínútur til að vinna á botninum. Það er aðgerð sem þarfnast undirbúnings, þarf að framkvæma við bestu aðstæður og allt að ganga upp.“ Lík flugmannsins og farþeganna þriggja fundust um það bil 300 metrum frá flugvélaflakinu. Líkamsleifarnar voru staðsettar með sónarkafbát en stuðst var við gögn úr farsímum og upplýsingar um leið flugvélarinnar til að afmarka leitarsvæðið við Ölfusvatnsvík. Aðspurður um það hvort eitthvað liggi fyrir um orsök slyssins segir Oddur að það sé efni yfirstandandi rannsóknar. Engin ástæða sé til að geta sér til um hvað hafi gerst fyrr en allar upplýsingar og gögn liggi fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Tengdar fréttir Reyna ekki að ná líkunum upp fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag Lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB fundust um það bil 300 metrum frá flugvélaflakinu og á minnst 37 metra dýpi. 6. febrúar 2022 22:20 Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. 6. febrúar 2022 17:40 Fjallað um farþega vélarinnar í erlendum miðlum Tveir ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudagskvöld voru áhrifavaldar, en sá þriðji var starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. 6. febrúar 2022 12:29 Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Oddur vildi ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu en fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi að öllum aðgerðum á Þingvallavatni hafi verið hætt vegna veðurs. Búið sé að finna og staðsetja líkamsleifar fjögurra einstaklinga á botni vatnsins á 37 metra dýpi eða neðar. Til stóð að kafa eftir þeim en þar sem veður versnar nú hratt var ákveðið að hætta aðgerðum þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi kafaranna við þær aðstæður sem eru núna. Að sögn lögreglu er þegar hafin skipulagning á björgunaraðgerðum og verður gengið í þær um leið og veður leyfir. „Aðstandendur hafa verið upplýstir um þessa stöðu mála. Þeir hafa beðið fyrir kærar kveðjur til björgunaraðila allra fyrir þeirra störf undanfarna daga og er þeim hér með komið til skila. Jafnframt þakkar lögreglan á Suðurlandi öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn fram að þessu enda þó stór og krefjandi verkefni sé framundan ennþá við úrlausn þessa máls,“ segir jafnframt í tilkynningu. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni.Vísir/Bjarni Flakið heillegt Greint var frá því fyrr í dag að flak flugvélarinnar sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag væri mjög heillegt. Skoðun kafara í gær leiddi í ljós að enginn væri inni í flakinu en talið er að fólkið hafi komist út úr flugvélinni að sjálfsdáðum. Leit hófst að flugmanninum og þremur erlendum ferðamönnum, sem voru farþegar hans, í birtingu í morgun. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Oddur sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að reynt hafi verið að ná líkamsleifum eins farþegans upp á yfirborðið en hætt við þegar veður versnaði. Útlit sé fyrir að aðgerðir muni ekki hefjast á ný fyrr en á fimmtudag hið fyrsta vegna veðurs. „Það er nauðsynlegt að tryggja öryggi kafaranna. Köfun niður á þessu dýpi getur varið í hámark tuttugu mínútur á hvern kafara og þá hefur þú sex mínútur til að vinna á botninum. Það er aðgerð sem þarfnast undirbúnings, þarf að framkvæma við bestu aðstæður og allt að ganga upp.“ Lík flugmannsins og farþeganna þriggja fundust um það bil 300 metrum frá flugvélaflakinu. Líkamsleifarnar voru staðsettar með sónarkafbát en stuðst var við gögn úr farsímum og upplýsingar um leið flugvélarinnar til að afmarka leitarsvæðið við Ölfusvatnsvík. Aðspurður um það hvort eitthvað liggi fyrir um orsök slyssins segir Oddur að það sé efni yfirstandandi rannsóknar. Engin ástæða sé til að geta sér til um hvað hafi gerst fyrr en allar upplýsingar og gögn liggi fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Tengdar fréttir Reyna ekki að ná líkunum upp fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag Lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB fundust um það bil 300 metrum frá flugvélaflakinu og á minnst 37 metra dýpi. 6. febrúar 2022 22:20 Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. 6. febrúar 2022 17:40 Fjallað um farþega vélarinnar í erlendum miðlum Tveir ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudagskvöld voru áhrifavaldar, en sá þriðji var starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. 6. febrúar 2022 12:29 Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Reyna ekki að ná líkunum upp fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag Lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB fundust um það bil 300 metrum frá flugvélaflakinu og á minnst 37 metra dýpi. 6. febrúar 2022 22:20
Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. 6. febrúar 2022 17:40
Fjallað um farþega vélarinnar í erlendum miðlum Tveir ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudagskvöld voru áhrifavaldar, en sá þriðji var starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. 6. febrúar 2022 12:29
Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01