Körfubolti

Elvar og félagar unnu risasigur gegn eina taplausa liðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elvar Már Friðriðksson og félagar hans í Antwer Giants unnu risasigur í kvöld.
Elvar Már Friðriðksson og félagar hans í Antwer Giants unnu risasigur í kvöld. HLN

Alvar Már Friðriksson og félagar hans í Antwerp Giants urðu ú kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Reggiana í J-riðli Evrópubikarsins í körfubolta. Elvar skoraði tíu stig fyrir Antwerp Giants, en lokatölur urðu 101-59.

Heimamenn í Antwerp Giants settu tóninn strax í upphafi leiks, en eftir fyrsta leikhluta var staðan 28-16. Þrátt fyrir að skora aðeins 16 stig í öðrum leikhluta juku heimamenn samt forskot sitt fyrir hálfleik þar sem þeir héldu gestunum í aðeins níu stigum.

Staðan var því 44-25 þegar gengið var til búningsherbergja, en heimamenn mættu enn ákveðnari til leiks í síðari hálfleik. Þeir skoruðu 32 stig gegn aðeins tíu stigum gestanna og sáu til þess að lokaleikhlutinn yrði aðeins formsatriði.

Niðurstaðan varð því 42 stiga sigur Elvars og félaga, 101-59. Elvar skoraði sem áður segir tíu stig fyrir heimaliðið, en ásamt því tók hann sex fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Þetta var annar sigur Elvars og félaga í röð í Evrópubikarnum, en fyrir það höfðu þeir tapað öllum fjórum leikjum sínum. Liðið situr nú í öðru sæti riðilsins, en hin liðin þrjú eiga öll einn til tvo leiki til góða á þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×