Ráðherrar fortíðarinnar? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. febrúar 2022 13:30 Ég hjó eftir því að bæði innviðaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að sveitarfélögin eigi bara alls ekki að hafa orð á því að tveir stærstu málaflokkarnir sem þeim ber að sinna vaxi svo hratt að það fjármagn sem var ætlað í þá fyrir áratugum síðan dugi ekki lengur. Það eigi bara alls ekki að ræða kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga þegar lagðar eru meiri skyldur á sveitarfélögin um að veita betri þjónustu. Rekstur grunnskóla færðist yfir til sveitarfélaga árið 1996 til sælla minninga og þjónusta við fatlað fólk árið 2011. Við erum flest sammála um að þar sem sveitarfélögin eru næst fólkinu, þá liggi beinast við að þjónustan sé veitt í nærsamfélaginu, til þess að tryggja betri þjónustu. Næst fólkinu sjálfu. Kerfi í þágu manneskjunnar Þessir málaflokkar hafa þróast mikið frá yfirfærslu til sveitarfélaganna í afar breyttu samfélagi fjölmenningar. Við erum ekki lengur einsleit þjóð og krafan á þjónustu hefur breyst. Með því þarf að endurskoða hvað það kostar að halda uppi samfélagi nútímans í stað fortíðar. Að auki hefur aldrei verið sátt um mat ríkisins á kostnaði við þjónustu við fatlað fólk. Við sem samfélag viljum tryggja velsæld allra. Við ætlum okkur að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem hlúð er sérstaklega að börnum og ungmennum, þeim veittur sá stuðningur sem þarf á hverjum tíma. Við tölum fyrir snemmtækri íhlutun í skólakerfinu og viljum framúrskarandi menntun allt frá leikskólaaldri. Við höfum ákveðið sem þjóð að framfylgja samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja þannig fötluðu fólki tækifæri til sjálfstæðs lífs. Það er stór og mikilvæg ákvörðun sem hefur mikilvægar breytingar í för með sér sem er gríðarlega mikilvægt að allir átti sig á. Líka ráðherrar. Samfélag virðingar og réttlætis Við höfum ákveðið að fara frá því að ætla fötluðu fólki að tilheyra stofnunum þar sem þeirra persónulegu þarfir, þrár og væntingar hafa orðið undir. Um slíkt fyrirkomulag eigum við ljótar skýrslur. Yfir í að tryggja mannréttindi þeirra, virða réttinn til sjálfstæðis og tryggja fötluðu fólki þátttöku í samfélaginu. Það þýðir einfaldlega að bæta þarf þjónustu sem verður einstaklingsmiðaðri og í takt við væntingar fólks til lífsins til jafns á við aðra. Því er það afar sérstakt að sjá ráðherra tala um að það þýði ekkert að koma mörgum áratugum seinna og vilja samtal um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaganna. En einmitt á þessum áratugum höfum við tekið risa stórar ákvarðanir til að bæta grunnskóla og þjónustu við fatlaða. Stórar ákvarðanir sem kosta fé, til þess að geta staðið við þær skuldbindingar sem ríkið hefur sett okkur sem þjóð og mun gera áfram. Þessi sýn ráðherranna tveggja er ekki beint til þess fallin að styðja við mikilvægi nýrra farsældarlaga sem ráðherra í þeirra eigin ríkisstjórn lagði til og eiga að taka gildi um þessar mundir. Laga sem mun leggja mikinn kostnað á herðar sveitarfélaga. Þar á nú heldur betur að taka til hendinni og bæta þjónustu og það á ábyrgð sveitarfélaganna. Nema hvað! Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ég hjó eftir því að bæði innviðaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að sveitarfélögin eigi bara alls ekki að hafa orð á því að tveir stærstu málaflokkarnir sem þeim ber að sinna vaxi svo hratt að það fjármagn sem var ætlað í þá fyrir áratugum síðan dugi ekki lengur. Það eigi bara alls ekki að ræða kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga þegar lagðar eru meiri skyldur á sveitarfélögin um að veita betri þjónustu. Rekstur grunnskóla færðist yfir til sveitarfélaga árið 1996 til sælla minninga og þjónusta við fatlað fólk árið 2011. Við erum flest sammála um að þar sem sveitarfélögin eru næst fólkinu, þá liggi beinast við að þjónustan sé veitt í nærsamfélaginu, til þess að tryggja betri þjónustu. Næst fólkinu sjálfu. Kerfi í þágu manneskjunnar Þessir málaflokkar hafa þróast mikið frá yfirfærslu til sveitarfélaganna í afar breyttu samfélagi fjölmenningar. Við erum ekki lengur einsleit þjóð og krafan á þjónustu hefur breyst. Með því þarf að endurskoða hvað það kostar að halda uppi samfélagi nútímans í stað fortíðar. Að auki hefur aldrei verið sátt um mat ríkisins á kostnaði við þjónustu við fatlað fólk. Við sem samfélag viljum tryggja velsæld allra. Við ætlum okkur að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem hlúð er sérstaklega að börnum og ungmennum, þeim veittur sá stuðningur sem þarf á hverjum tíma. Við tölum fyrir snemmtækri íhlutun í skólakerfinu og viljum framúrskarandi menntun allt frá leikskólaaldri. Við höfum ákveðið sem þjóð að framfylgja samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja þannig fötluðu fólki tækifæri til sjálfstæðs lífs. Það er stór og mikilvæg ákvörðun sem hefur mikilvægar breytingar í för með sér sem er gríðarlega mikilvægt að allir átti sig á. Líka ráðherrar. Samfélag virðingar og réttlætis Við höfum ákveðið að fara frá því að ætla fötluðu fólki að tilheyra stofnunum þar sem þeirra persónulegu þarfir, þrár og væntingar hafa orðið undir. Um slíkt fyrirkomulag eigum við ljótar skýrslur. Yfir í að tryggja mannréttindi þeirra, virða réttinn til sjálfstæðis og tryggja fötluðu fólki þátttöku í samfélaginu. Það þýðir einfaldlega að bæta þarf þjónustu sem verður einstaklingsmiðaðri og í takt við væntingar fólks til lífsins til jafns á við aðra. Því er það afar sérstakt að sjá ráðherra tala um að það þýði ekkert að koma mörgum áratugum seinna og vilja samtal um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaganna. En einmitt á þessum áratugum höfum við tekið risa stórar ákvarðanir til að bæta grunnskóla og þjónustu við fatlaða. Stórar ákvarðanir sem kosta fé, til þess að geta staðið við þær skuldbindingar sem ríkið hefur sett okkur sem þjóð og mun gera áfram. Þessi sýn ráðherranna tveggja er ekki beint til þess fallin að styðja við mikilvægi nýrra farsældarlaga sem ráðherra í þeirra eigin ríkisstjórn lagði til og eiga að taka gildi um þessar mundir. Laga sem mun leggja mikinn kostnað á herðar sveitarfélaga. Þar á nú heldur betur að taka til hendinni og bæta þjónustu og það á ábyrgð sveitarfélaganna. Nema hvað! Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar