Auglýsendur þurfa greiðan aðgang að útbreiddum innlendum miðlum Guðmundur H. Pálsson skrifar 10. febrúar 2022 18:01 Andstætt skoðun ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, er ég þeirrar sannfæringar að RÚV eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. Fyrir því eru margar ástæður og verður farið yfir nokkrar hér á eftir. Það er hinsvegar alveg hægt að vera sammála Lilju að líta til Danmerkur sem fyrirmyndar þar sem ríkið rekur TV 2 sem er öflug sjónvarpsstöð með auglýsingar (um 50% markaðshludeild auglýsinga í sjónvarpi), þó svo þeir reki einnig DR stöðvarnar sem ekki eru með auglýsingar. Svipuð staða er í Bretlandi þar sem ríkið rekur Channel 4 sem er á auglýsingamarkaði með um þriðjung markaðshlutdeildar sjónvarpsauglýsinga. Ekki lítur út fyrir að dönskum og breskum ráðamönnum finnist eignarhaldið „rugla“ markaðinn eins og Lilju finnst eignarhaldið gera. Í þessum löndum er talið mjög mikilvægt að innlendir auglýsendur hafi aðgang að útbreiddum innlendum miðlum. Áhugavert væri að vita hvaða útbreidda miðla Lilja telji að innlendir auglýsendur í sjónvarpi eigi að leita til verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði. Ef RÚV er tekið af auglýsingamarkaði verður sjónvarp ekki lengur áhrifaríkur miðill til að auglýsa í. Aðrar sjónvarpsstöðvar eru ekki með það áhorf sem þarf til að réttlæta kostnað við framleiðslu og birtingar. Áhorf á fréttir RÚV er rúmlega 22% og almennt vinsælasta efnið á RÚV fer yfir 40% á meðan vinsælasta efni Stöðvar 2 er undir 10% og vinsælasta efni Símans er undir 5% (þegar þessir miðlar voru í samræmdum mælingum sem þeir eru ekki lengur hluti af). Þess má geta að handboltastrákarnir okkar á EM fengu yfir 60% uppsafnað áhorf á leikinn við Frakkland. Þetta er í raun skelfilegur raunveruleiki fyrir íslensk fyrirtæki þar sem sjónvarpsauglýsingar eru áhrifaríkasta leiðin til að byggja upp vörumerki þar sem saman fer hljóð og mynd, iðulega á áhrifaríkan hátt með tilfinningum og sterkum áhrifum. Að taka RÚV af auglýsingamarkaði mun ekki auka áhorf á aðrar íslenskar sjónvarpsstöðvar. Sem þýðir að það fjármagn sem nú fer í auglýsingar á RÚV færist ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðvarnar. Líklegasta niðurstaðan er að fjármagn sem nú fer til birtinga á sjónvarpsauglýsingum minnki því framleiðsla á íslenskum sjónvarpsauglýsingum mun dragast saman. Það má ekki gleyma því að fjöldi fólks í mörgum skapandi greinum kemur að framleiðslu íslenskra sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvikmyndagerðafólk, leikarar, stílistar, tónlistarfólk, hljóðfólk og starfsfólk í eftirvinnslu svo einhverjir séu nefndir. Hvert fer þá fjármagnið sem nú fer í birtingar í sjónvarpi? Á síðustu árum hafa auglýsingar á netinu aukist og þar meðfjármagn til erlendra netmiðla (þar af eru Google og Meta/Facebook stærstir). Búast má við að fjármagnið muni að miklu leyti færast þangað ásamt til annarra netmiðla og mögulega útimiðla sem hafa verið í miklum vexti á höfuðborgarsvæðinu. Ekki má gleyma að auglýsingar eru ekki aðeins leiknar sjónvarps- og útvarpsauglýsingar með mikilvægum skilaboðum um vöru og þjónustu. Auglýsingar eru einnig mikilvæg skilaboð til almennings um mikilvæga þjónustu fyrirtækja, stofnana og venjulegs fólks í formi skjáauglýsinga og lesinna auglýsinga, s.s. dánar- og jarðarfaratilkynninga, breytinga á almennri þjónustu opinberra stofnana, samkomuhaldi um land allt o.s.frv. RÚV hefur gegnt mikilvægu hlutverki hér og ekki má gleyma jólakveðjum sem er skemmtileg hefð hér á landi. Í stað þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði ættu aðgerðir frekar að snúast um að auka styrki til dagskrárgerðar á frjálsum fjölmiðlum. Það eru margar leiðir sem hægt er að fara og það vantar ekki hugmyndirnar á auglýsingastofum. Miklar breytingar eiga sér stað á íslenskum auglýsingamarkaði og hvernig fyrirtæki ná athygli á sínum vörum eða þjónustu. Þessar breytingar munu halda áfram næstu ár og að taka RÚV af auglýsingamarkaði bjargar ekkif jölmiðlum hér á landi. Auglýsendur á Íslandi vilja og þurfa sterka íslenska fjölmiðla. Höfundur er formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa og framkvæmdastjóri Pipar\TBWA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Andstætt skoðun ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, er ég þeirrar sannfæringar að RÚV eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. Fyrir því eru margar ástæður og verður farið yfir nokkrar hér á eftir. Það er hinsvegar alveg hægt að vera sammála Lilju að líta til Danmerkur sem fyrirmyndar þar sem ríkið rekur TV 2 sem er öflug sjónvarpsstöð með auglýsingar (um 50% markaðshludeild auglýsinga í sjónvarpi), þó svo þeir reki einnig DR stöðvarnar sem ekki eru með auglýsingar. Svipuð staða er í Bretlandi þar sem ríkið rekur Channel 4 sem er á auglýsingamarkaði með um þriðjung markaðshlutdeildar sjónvarpsauglýsinga. Ekki lítur út fyrir að dönskum og breskum ráðamönnum finnist eignarhaldið „rugla“ markaðinn eins og Lilju finnst eignarhaldið gera. Í þessum löndum er talið mjög mikilvægt að innlendir auglýsendur hafi aðgang að útbreiddum innlendum miðlum. Áhugavert væri að vita hvaða útbreidda miðla Lilja telji að innlendir auglýsendur í sjónvarpi eigi að leita til verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði. Ef RÚV er tekið af auglýsingamarkaði verður sjónvarp ekki lengur áhrifaríkur miðill til að auglýsa í. Aðrar sjónvarpsstöðvar eru ekki með það áhorf sem þarf til að réttlæta kostnað við framleiðslu og birtingar. Áhorf á fréttir RÚV er rúmlega 22% og almennt vinsælasta efnið á RÚV fer yfir 40% á meðan vinsælasta efni Stöðvar 2 er undir 10% og vinsælasta efni Símans er undir 5% (þegar þessir miðlar voru í samræmdum mælingum sem þeir eru ekki lengur hluti af). Þess má geta að handboltastrákarnir okkar á EM fengu yfir 60% uppsafnað áhorf á leikinn við Frakkland. Þetta er í raun skelfilegur raunveruleiki fyrir íslensk fyrirtæki þar sem sjónvarpsauglýsingar eru áhrifaríkasta leiðin til að byggja upp vörumerki þar sem saman fer hljóð og mynd, iðulega á áhrifaríkan hátt með tilfinningum og sterkum áhrifum. Að taka RÚV af auglýsingamarkaði mun ekki auka áhorf á aðrar íslenskar sjónvarpsstöðvar. Sem þýðir að það fjármagn sem nú fer í auglýsingar á RÚV færist ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðvarnar. Líklegasta niðurstaðan er að fjármagn sem nú fer til birtinga á sjónvarpsauglýsingum minnki því framleiðsla á íslenskum sjónvarpsauglýsingum mun dragast saman. Það má ekki gleyma því að fjöldi fólks í mörgum skapandi greinum kemur að framleiðslu íslenskra sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvikmyndagerðafólk, leikarar, stílistar, tónlistarfólk, hljóðfólk og starfsfólk í eftirvinnslu svo einhverjir séu nefndir. Hvert fer þá fjármagnið sem nú fer í birtingar í sjónvarpi? Á síðustu árum hafa auglýsingar á netinu aukist og þar meðfjármagn til erlendra netmiðla (þar af eru Google og Meta/Facebook stærstir). Búast má við að fjármagnið muni að miklu leyti færast þangað ásamt til annarra netmiðla og mögulega útimiðla sem hafa verið í miklum vexti á höfuðborgarsvæðinu. Ekki má gleyma að auglýsingar eru ekki aðeins leiknar sjónvarps- og útvarpsauglýsingar með mikilvægum skilaboðum um vöru og þjónustu. Auglýsingar eru einnig mikilvæg skilaboð til almennings um mikilvæga þjónustu fyrirtækja, stofnana og venjulegs fólks í formi skjáauglýsinga og lesinna auglýsinga, s.s. dánar- og jarðarfaratilkynninga, breytinga á almennri þjónustu opinberra stofnana, samkomuhaldi um land allt o.s.frv. RÚV hefur gegnt mikilvægu hlutverki hér og ekki má gleyma jólakveðjum sem er skemmtileg hefð hér á landi. Í stað þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði ættu aðgerðir frekar að snúast um að auka styrki til dagskrárgerðar á frjálsum fjölmiðlum. Það eru margar leiðir sem hægt er að fara og það vantar ekki hugmyndirnar á auglýsingastofum. Miklar breytingar eiga sér stað á íslenskum auglýsingamarkaði og hvernig fyrirtæki ná athygli á sínum vörum eða þjónustu. Þessar breytingar munu halda áfram næstu ár og að taka RÚV af auglýsingamarkaði bjargar ekkif jölmiðlum hér á landi. Auglýsendur á Íslandi vilja og þurfa sterka íslenska fjölmiðla. Höfundur er formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa og framkvæmdastjóri Pipar\TBWA.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar