Hvar á fólk að búa? Indriði Ingi Stefánsson skrifar 11. febrúar 2022 08:01 Vandi húsnæðiskerfisins á Íslandi er í senn afar flókinn og mjög einfaldur. Hann er flókinn því lausnin krefst aðkomu margra aðila en á sama tíma einfaldur í því að hann liggur í aðeins tveimur þáttum. Húsnæði er of dýrt og eigið fé fólks er of lítið. Húsnæði er of dýrt Algengt húsnæði hins meðal Íslendings er íbúð í fjölbýli. Í dag er erfitt að finna fjölskylduíbúð fyrir minna en 50 milljónir á höfuðborgarsvæðinu. Hvað þýða þessar tölur fyrir einstakling sem fær 400 þúsund krónur útborgaðar á mánuði? Jú, ef honum tækist að leggja 25% af laununum sínum til hliðar um hver mánaðamót þá tæki það marga áratugi að skrapa saman 50 milljónum. Það verður að teljast nokkuð óraunhæft. Ekki aðeins er hæpið að einhver geti lagt fjórðung af laununum sínum til hliðar í hverjum einasta mánuði heldur verður að teljast líklegt að að þeim tíma liðnum hafi þarfir einstaklingsins breyst - svo ekki sé talað um húsnæðisverðið. Svo er hinn nýji veruleiki að ásett verð nægir ekki til að kaupa húsnæðið heldur verður fólk í mörgum tilfellum að yfirbjóða, margir eru hættir að reyna bjóða ásett verð heldur byrja á yfirboðum sem þó duga ekki til og æ fleiri upplifa algert vonleysi með stöðuna og sjá enga möguleika að öðlast öryggi í húsnæðismálum. Skuldsetning er nauðsynleg Þar sem það er óraunhæft að spara fyrir húsnæði neyðumst við til að skuldsetja okkur og á Íslandi er skuldsetning dýr. Áratugum saman voru einu lánin sem almenningi stóðu til boða verðtryggð jafngreiðslulán. Þau tryggja ágætlega hagsmuni lánveitenda en hafa fyrir lántakandann þann ókost að eigið fé lántakenda minnkar við að að höfuðstóllinn er uppreiknaður, nær alltaf til hækkunar, um hver mánaðamót. Einnig getur útborgun verið stór hindrun, í dæminu að ofan tæki 4-7 ár að safna fyrir útborgun sem er varla minni en 5 milljónir og sennilega nær 8 milljónum. Aðrir kostir eru í boði í dag, en í lánstími er áfram langur og fyrir vikið lækkar höfuðstóllinn hægt og lántakendur þá útsettir fyrir vaxtahækkunum. Frá aldamótum hefur húsnæði hækkað langt umfram verðlag, 2003 kostaði sérhæð við Mávahlíð um 16 milljónir, í dag væri verðið sennilega um 80 milljónir. Þetta misvægi hefur farið vaxandi og þrátt fyrir að ungt fólk í dag sé að mörgu leiti með hærri laun en fyrri kynslóðir duga þau ekki til að kaupa fyrstu eign. Því þarf að treysta á aðstoð frá tam foreldrum en þeirra svigrúm fer líka minnkandi með hækkandi húsnæðisverði. Hvað er til ráða? Eins og áður sagði er ekki nein einföld lausn til, við erum einfaldlega að súpa seyðið af rándýrum ákvörðunum fyrri tíma um að koma á misgáfulegum lausnum um lánshlutfall, verðtryggingu og fleira. Þessar ákvarðanir eru enn þann dag í dag að valda okkur vandræðum. Því miður er það svo að í þessu spili situr einhver uppi með Svarta Pétur. Annað hvort verður það fólkið sem er nýbúið að skuldsetja sig og sem endar yfirskuldsett. Eða fólkið utan íbúðamarkaðarins sem krefst alltaf meiri og meiri skuldsetningar. Eða lánveitendur sem hafa verið að lána til húsnæðiskaupa eða þeir sem hafa verið að fjárfesta í húsnæði. Síðustu áratugi höfum verið ákveðið að fólkið utan íbúðamarkaðarins fái Svarta Pétur og fyrir vikið heldur verðið áfram að hækka umfram verðlag. Það er hlutverk stjórnmálafólks að rjúfa þennan hring og tryggja hag almennings. Fyrsta skrefið er að viðurkenna að öruggt húsnæði séu algjör grunnréttindi fólks. Þegar stjórnmálafólk hefur horfst í augu við þá staðreynd er auðvelt að færa rök fyrir því að það þurfii að beita sér fyrir því að fólk hafi þak yfir höfuðið. Það þarf líka að finna leiðir til að bankar og fjármálastofnanir geti ekki hægt á framkvæmdum þegar mikil þörf er á uppbyggingu til að verja eigin eignastöðu í húsnæði. Þegar hagsmunaaðilar nota húsnæðismarkaðinn sem leikvöll til að hagnast þá er það almenningur sem er boltinn og við það getum við ekki unað. Það er einfaldlega ljóst að Ísland verður ekki samkeppnishæft við önnur lönd sem þrátt fyrir verðhækkanir hafa brugðist við með ódýrum lánamöguleikum og öðrum valkostum. Við þurfum að finna fleiri búsetuúrræði en séreignarstefnu eða leigu: búseturétt, óhagnaðardrifin leigufélög eða aðra kosti. Þannig getum við byrjað að vinda ofan af þessum fortíðarvanda. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Píratar Indriði Stefánsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vandi húsnæðiskerfisins á Íslandi er í senn afar flókinn og mjög einfaldur. Hann er flókinn því lausnin krefst aðkomu margra aðila en á sama tíma einfaldur í því að hann liggur í aðeins tveimur þáttum. Húsnæði er of dýrt og eigið fé fólks er of lítið. Húsnæði er of dýrt Algengt húsnæði hins meðal Íslendings er íbúð í fjölbýli. Í dag er erfitt að finna fjölskylduíbúð fyrir minna en 50 milljónir á höfuðborgarsvæðinu. Hvað þýða þessar tölur fyrir einstakling sem fær 400 þúsund krónur útborgaðar á mánuði? Jú, ef honum tækist að leggja 25% af laununum sínum til hliðar um hver mánaðamót þá tæki það marga áratugi að skrapa saman 50 milljónum. Það verður að teljast nokkuð óraunhæft. Ekki aðeins er hæpið að einhver geti lagt fjórðung af laununum sínum til hliðar í hverjum einasta mánuði heldur verður að teljast líklegt að að þeim tíma liðnum hafi þarfir einstaklingsins breyst - svo ekki sé talað um húsnæðisverðið. Svo er hinn nýji veruleiki að ásett verð nægir ekki til að kaupa húsnæðið heldur verður fólk í mörgum tilfellum að yfirbjóða, margir eru hættir að reyna bjóða ásett verð heldur byrja á yfirboðum sem þó duga ekki til og æ fleiri upplifa algert vonleysi með stöðuna og sjá enga möguleika að öðlast öryggi í húsnæðismálum. Skuldsetning er nauðsynleg Þar sem það er óraunhæft að spara fyrir húsnæði neyðumst við til að skuldsetja okkur og á Íslandi er skuldsetning dýr. Áratugum saman voru einu lánin sem almenningi stóðu til boða verðtryggð jafngreiðslulán. Þau tryggja ágætlega hagsmuni lánveitenda en hafa fyrir lántakandann þann ókost að eigið fé lántakenda minnkar við að að höfuðstóllinn er uppreiknaður, nær alltaf til hækkunar, um hver mánaðamót. Einnig getur útborgun verið stór hindrun, í dæminu að ofan tæki 4-7 ár að safna fyrir útborgun sem er varla minni en 5 milljónir og sennilega nær 8 milljónum. Aðrir kostir eru í boði í dag, en í lánstími er áfram langur og fyrir vikið lækkar höfuðstóllinn hægt og lántakendur þá útsettir fyrir vaxtahækkunum. Frá aldamótum hefur húsnæði hækkað langt umfram verðlag, 2003 kostaði sérhæð við Mávahlíð um 16 milljónir, í dag væri verðið sennilega um 80 milljónir. Þetta misvægi hefur farið vaxandi og þrátt fyrir að ungt fólk í dag sé að mörgu leiti með hærri laun en fyrri kynslóðir duga þau ekki til að kaupa fyrstu eign. Því þarf að treysta á aðstoð frá tam foreldrum en þeirra svigrúm fer líka minnkandi með hækkandi húsnæðisverði. Hvað er til ráða? Eins og áður sagði er ekki nein einföld lausn til, við erum einfaldlega að súpa seyðið af rándýrum ákvörðunum fyrri tíma um að koma á misgáfulegum lausnum um lánshlutfall, verðtryggingu og fleira. Þessar ákvarðanir eru enn þann dag í dag að valda okkur vandræðum. Því miður er það svo að í þessu spili situr einhver uppi með Svarta Pétur. Annað hvort verður það fólkið sem er nýbúið að skuldsetja sig og sem endar yfirskuldsett. Eða fólkið utan íbúðamarkaðarins sem krefst alltaf meiri og meiri skuldsetningar. Eða lánveitendur sem hafa verið að lána til húsnæðiskaupa eða þeir sem hafa verið að fjárfesta í húsnæði. Síðustu áratugi höfum verið ákveðið að fólkið utan íbúðamarkaðarins fái Svarta Pétur og fyrir vikið heldur verðið áfram að hækka umfram verðlag. Það er hlutverk stjórnmálafólks að rjúfa þennan hring og tryggja hag almennings. Fyrsta skrefið er að viðurkenna að öruggt húsnæði séu algjör grunnréttindi fólks. Þegar stjórnmálafólk hefur horfst í augu við þá staðreynd er auðvelt að færa rök fyrir því að það þurfii að beita sér fyrir því að fólk hafi þak yfir höfuðið. Það þarf líka að finna leiðir til að bankar og fjármálastofnanir geti ekki hægt á framkvæmdum þegar mikil þörf er á uppbyggingu til að verja eigin eignastöðu í húsnæði. Þegar hagsmunaaðilar nota húsnæðismarkaðinn sem leikvöll til að hagnast þá er það almenningur sem er boltinn og við það getum við ekki unað. Það er einfaldlega ljóst að Ísland verður ekki samkeppnishæft við önnur lönd sem þrátt fyrir verðhækkanir hafa brugðist við með ódýrum lánamöguleikum og öðrum valkostum. Við þurfum að finna fleiri búsetuúrræði en séreignarstefnu eða leigu: búseturétt, óhagnaðardrifin leigufélög eða aðra kosti. Þannig getum við byrjað að vinda ofan af þessum fortíðarvanda. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar