LaVert var nýverið sendur til Cleveland Cavaliers og hann átti fínan leik er Cavaliers vann Indiana Pacers 120-113. LaVert skoraði 22 stig í liði Cleveland líkt og Jarrett Allen en sá síðarnefndi tók einnig 14 fráköst.
Caris LeVert came up big in just his second game as a member of the @cavs, scoring 8 points late in the 4th to lift them to victory against his old squad! #LetEmKnow@CarisLeVert: 22 PTS, 5 AST, 3 STL pic.twitter.com/QySr7GPiPs
— NBA (@NBA) February 12, 2022
Hjá Pacers var Tyrese Haliburton stigahæstur með 23 stig.
Jokić var frábær í liði Denver Nuggets sem mátti samt sem áður þola tap gegn Boston Celtics, lokatölur 108-102. Jokić gerði sitt besta og bauð upp á tvöfalda þrennu. Hann skoraði 23 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 16 fráköst.
Það dugði ekki til að þessu sinni en Jayson Tatum skoraði 24 stig í liði Boston. Þar á eftir kom Marcus Smart með 22 stig.
Í öðrum leikjum var það helst að frétta að Donavan Mitchell skoraði 24 stig í öruggum sigri Utah Jazz á Orlando Magic, lokatölur 114-99.
LaMelo Ball skoraði 31 stig og gaf 12 stoðsendingar er Charlotte Hornets unnu Detroit Pistons 141-119.
LaMelo Ball dropped 31 points and added 12 assists to lift the @hornets to the win on the road! #AllFly@MELOD1P: 31 PTS, 5 REB, 12 AST, 4 STL pic.twitter.com/se5OS6DrQz
— NBA (@NBA) February 12, 2022
Terry Rozier bætti við 25 stigum, 11 stoðsendingum og 10 fráköstum í liði Charlotte á meðan Saddiq Bey var stigahæstur í liði Detroit.
DeMar DeRozan skoraði 35 stig í stórskemmtilegum leik Chicago Bulls og Minnesota Timberwolves. Nautin frá Chicago unnu tólf stiga sigur, lokatölur 134-122.
@DeMar_DeRozan is on FIRE
— NBA (@NBA) February 12, 2022
DeMar DeRozan is only the second @chicagobulls player to score 30 points in 5 straight games.
Who is the other @chicagobulls player to accomplish this? pic.twitter.com/NWYiLCNkXG
Þetta var fimmti leikurinn í röð sem DeRozan skorar 30 stig eða meira. Anthony Edwards skoraði 31 stig í liði Timberwolves.
Dejounte Murray var með tvöfalda þrennu með 32 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst í góðum sigri San Antonio Spurs á Atlanta Hawks, lokatölur 136-121.
Dejounte Murray notched his 15th career triple-double to become the @spurs all-time franchise leader in triple-doubles!@DejounteMurray: 32 PTS, 10 REB, 15 AST, 4 STL pic.twitter.com/2Um91PCcmX
— NBA (@NBA) February 12, 2022
Þá vann Philadelphia 76ers fínan sigur á Oklahoma City Thunder, lokatölur 100-87.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.