Kjósum formann sem berst fyrir félagsfólk Eflingar Anna Ólafía Grétarsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 14:02 Ég byrjaði að vinna á leikskóla árið 2014 eftir að hafa unnið á fjármálamarkaði í tugi ára. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu mikil og erfið vinna fer fram á leikskólum borgarinnar, við bág kjör og oft lélegan húsakost. Ég lenti til dæmis í mygluhúsnæði, sem ég varð mjög veik af. Þegar kom svo að fyrstu launaútborguninni þá fékk ég áfall, ég trúði ekki staðreyndinni að þetta gætu virkilega verið launin fyrir alla þessa vinnu. Ég upplifði mikla höfnun og ég skammaðist mín fyrir að fá þessi lúsarlaun. Mér fannst engin virðing borin fyrir vinnunni sem ég vann, né fyrir sjálfri mér sem starfsmanni. Mér fannst þetta til skammar fyrir utan það að þetta dugði ekki fyrir framfærslu. En viti menn, svo var Sólveig Anna kosin formaður Eflingar. Hún hafði unnið á leikskóla og önnur láglaunastörf og vissi hvernig líf þetta var. Loksins kom einhver sem barðist fyrir okkur. Það var fyrir hennar dugnað sem að loksins eftir kjarasamningana 2019- 2020 urðu launin sæmileg. Því til viðbótar skipti líka miklu máli að finna virðinguna sem barátta okkar gaf okkur. Ég kynntist Sólveigu Önnu Jónsdóttur þegar ég var í samninganefnd Eflingar við Reykjavíkurborg veturinn 2019-2020. Að sjá baráttuhugann í henni, eljuna og seigluna í því að berjast fyrir láglaunafólkið um leiðréttingu launa og aðbúnað þeirra á vinnustað var ótrúlegt. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum, alveg sama hvað á gekk þá stóð hún keik. Þótt Sólveig væri í víglínunni fyrir okkar hönd þá vorum við, óbreyttir Eflingarfélagar í samninganefndinni, alltaf með í ráðum. Við vorum nær alltaf viðstödd sjálfa samningafundina og við ræddum allar tillögur í smáatriðum á okkar eigin fundum. Okkar rödd í öllu ferlinu var sterk. Það var magnað að sjá láglaunafólk úr fjölbreyttum störfum í borginni taka virkan þátt og hafa áhrif á gang eigin kjaraviðræðna. Þetta var mjög erfið barátta. Það er mín skoðun að við hefðum aldrei náð þessum frábæru samningum nema vegna þess hvernig Sólveig leiddi þessar viðræður og vann með samninganefndinni og öðru félagsfólki. Sólveig sá líka til þess að kraftar skrifstofunnar væru nýttir í allri þessari vinnu sem átti stóran þátt í árangrinum. Loksins var einhver kominn við völd í Eflingu sem stóð upp og barðist fram í rauðan dauðann fyrir verkafólkið í Eflingu og vildi nota félagið í þeim tilgangi. Við Eflingarfélaga vil ég segja: Kjósum Sólveigu Önnu og Baráttulistann. Með því að merkja við B á kjörseðlinum tryggjum við að félagið okkar vinni áfram af krafti fyrir verkafólk. Það skiptir máli hver er formaður Eflingar og þar er Sólveig Anna færust. Munum að kjósa fyrir klukkan 20 á þriðjudaginn! Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég byrjaði að vinna á leikskóla árið 2014 eftir að hafa unnið á fjármálamarkaði í tugi ára. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu mikil og erfið vinna fer fram á leikskólum borgarinnar, við bág kjör og oft lélegan húsakost. Ég lenti til dæmis í mygluhúsnæði, sem ég varð mjög veik af. Þegar kom svo að fyrstu launaútborguninni þá fékk ég áfall, ég trúði ekki staðreyndinni að þetta gætu virkilega verið launin fyrir alla þessa vinnu. Ég upplifði mikla höfnun og ég skammaðist mín fyrir að fá þessi lúsarlaun. Mér fannst engin virðing borin fyrir vinnunni sem ég vann, né fyrir sjálfri mér sem starfsmanni. Mér fannst þetta til skammar fyrir utan það að þetta dugði ekki fyrir framfærslu. En viti menn, svo var Sólveig Anna kosin formaður Eflingar. Hún hafði unnið á leikskóla og önnur láglaunastörf og vissi hvernig líf þetta var. Loksins kom einhver sem barðist fyrir okkur. Það var fyrir hennar dugnað sem að loksins eftir kjarasamningana 2019- 2020 urðu launin sæmileg. Því til viðbótar skipti líka miklu máli að finna virðinguna sem barátta okkar gaf okkur. Ég kynntist Sólveigu Önnu Jónsdóttur þegar ég var í samninganefnd Eflingar við Reykjavíkurborg veturinn 2019-2020. Að sjá baráttuhugann í henni, eljuna og seigluna í því að berjast fyrir láglaunafólkið um leiðréttingu launa og aðbúnað þeirra á vinnustað var ótrúlegt. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum, alveg sama hvað á gekk þá stóð hún keik. Þótt Sólveig væri í víglínunni fyrir okkar hönd þá vorum við, óbreyttir Eflingarfélagar í samninganefndinni, alltaf með í ráðum. Við vorum nær alltaf viðstödd sjálfa samningafundina og við ræddum allar tillögur í smáatriðum á okkar eigin fundum. Okkar rödd í öllu ferlinu var sterk. Það var magnað að sjá láglaunafólk úr fjölbreyttum störfum í borginni taka virkan þátt og hafa áhrif á gang eigin kjaraviðræðna. Þetta var mjög erfið barátta. Það er mín skoðun að við hefðum aldrei náð þessum frábæru samningum nema vegna þess hvernig Sólveig leiddi þessar viðræður og vann með samninganefndinni og öðru félagsfólki. Sólveig sá líka til þess að kraftar skrifstofunnar væru nýttir í allri þessari vinnu sem átti stóran þátt í árangrinum. Loksins var einhver kominn við völd í Eflingu sem stóð upp og barðist fram í rauðan dauðann fyrir verkafólkið í Eflingu og vildi nota félagið í þeim tilgangi. Við Eflingarfélaga vil ég segja: Kjósum Sólveigu Önnu og Baráttulistann. Með því að merkja við B á kjörseðlinum tryggjum við að félagið okkar vinni áfram af krafti fyrir verkafólk. Það skiptir máli hver er formaður Eflingar og þar er Sólveig Anna færust. Munum að kjósa fyrir klukkan 20 á þriðjudaginn! Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun