Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Snorri Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. febrúar 2022 09:26 Í myndbandinu má sjá sérsveitarmenn í bílastæðahúsi ofan við Ingólfsstræti, þar sem árásin varð. Twitter Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Á myndböndum af netinu má sjá þungvopnaða sérsveitarmenn við aðgerðir í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti og Ingólfsstræti. Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni tilkynnti hana sjálfur til lögreglu og var hann fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Mikill viðbúnaður var vegna málsins en mennirnir þrír voru handteknir fljótlega eftir að rannsóknin hófst. Lagt hefur verið hald á skotvopn og bifreið í þágu rannsóknarinnar. Við aðgerðirnar í nótt naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar. Við athugun fréttastofu í Ingólfsstræti í morgun var engin ummerki árásinnar að sjá. Karlmaður var skotinn í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þar var ekkert að sjá þegar fréttastofa fór á svæðið í morgun.Vísir/Vésteinn Aðeins tveir dagar liðu á milli þessarar árásar og skotárásar sem varð í Grafarholti á fimmtudag, þar sem skotið var á karl og konu. Þar slasaðist konan alvarlega en þau eru ekki talin í lífshættu. Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt, þá sérstaklega í miðborginni. Sjö gistu fangageymslur í nótt. „Mjög skrítið að vera spila cod, heyra síðan í flugeldum?/byssuskotum? úti, kíkja útum gluggan og sjá mann með vélbyssu í bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti. Hringdi í 112 og staðurinn leit út eins og góður csi þáttur í smá stund. Sérsveitin og allskonar skemmtilegt,“ skrifar íbúi í götunni á Twitter um klukkan 1.40 í nótt. Lögreglan hyggst ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en búast má við annarri fréttatilkynningu frá lögreglu eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Fréttin var uppfærð klukkan 9:50 eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Á myndböndum af netinu má sjá þungvopnaða sérsveitarmenn við aðgerðir í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti og Ingólfsstræti. Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni tilkynnti hana sjálfur til lögreglu og var hann fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Mikill viðbúnaður var vegna málsins en mennirnir þrír voru handteknir fljótlega eftir að rannsóknin hófst. Lagt hefur verið hald á skotvopn og bifreið í þágu rannsóknarinnar. Við aðgerðirnar í nótt naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar. Við athugun fréttastofu í Ingólfsstræti í morgun var engin ummerki árásinnar að sjá. Karlmaður var skotinn í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þar var ekkert að sjá þegar fréttastofa fór á svæðið í morgun.Vísir/Vésteinn Aðeins tveir dagar liðu á milli þessarar árásar og skotárásar sem varð í Grafarholti á fimmtudag, þar sem skotið var á karl og konu. Þar slasaðist konan alvarlega en þau eru ekki talin í lífshættu. Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt, þá sérstaklega í miðborginni. Sjö gistu fangageymslur í nótt. „Mjög skrítið að vera spila cod, heyra síðan í flugeldum?/byssuskotum? úti, kíkja útum gluggan og sjá mann með vélbyssu í bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti. Hringdi í 112 og staðurinn leit út eins og góður csi þáttur í smá stund. Sérsveitin og allskonar skemmtilegt,“ skrifar íbúi í götunni á Twitter um klukkan 1.40 í nótt. Lögreglan hyggst ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en búast má við annarri fréttatilkynningu frá lögreglu eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Fréttin var uppfærð klukkan 9:50 eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira