Iva Georgieva sökuð um fjársvik | Leikur ekki aftur fyrir Breiðablik Atli Arason skrifar 13. febrúar 2022 12:35 Iva Georgieva, fjórða frá vinstri, á varamannabekk Breiðabliks. Myndin er frá því í október á síðasta ári, þegar allt lék í lyndi. Bára Dröfn Búlgarinn Iva Georgieva hefur yfirgefið Breiðablik fyrir fullt og allt. Samningur Georgieva við félagið verður ekki framlengdur vegna mögulegra lögbrota. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Georgieva undanfarið reynt að selja fólki innan sem utan Breiðabliks vörur líkt og flugmiða, líkamsræktartæki og Playstation-leikjatölvur. Vörur sem ekki voru afhentar þrátt fyrir að greitt hafi verið fyrir þær. Vísir heyrði í Heimi Snæ Jónssyni, stjórnarmanni í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem staðfesti að þetta mál væri til skoðunar innan stjórnar Breiðabliks en gat ekki farið út í smáatriði. „Við fréttum fyrst af þessu máli um miðjan janúar frá stelpunum í liðinu. Við vitum líka af kvörtunum utan félagsins,“ sagði Heimir Snær. Iva Georgieva sagði sjálf samningi sínum við Breiðablik upp áður en hún vildi svo koma aftur í Kópavoginn. „Hún segir upp samningi í lok desember og það var bara allt í góðu og við bókum fyrir hana flug út,“ svaraði Heimir, aðspurður út í samningsstöðu Georgieva hjá Breiðablik áður en hann bætti við. „Svo hefur hún samband við okkur aftur um miðjan janúar og langar að koma aftur. Sem hún gerir. Þegar við ætluðum að endursemja við hana höfðum við heyrt af þessu máli þar sem farnar voru að renna tvær grímur á fólk varðandi þessi viðskipti við Ivu.“ Iva Georgieva hefur verið á Íslandi síðustu tvö ár. Fyrst kom hún til hingað til lands til að leika með Snæfelli en skipti fljótlega yfir til Breiðabliks og hefur verið þar undanfarin tvö tímabil og spilaði hún alls 32 leiki fyrir Kópavogsliðið. Georgieva var ekki í leikmannahóp Breiðabliks í síðasta leik liðsins gegn Njarðvík. Vísir heyrði einnig í Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Breiðabliks, en hann gat á sama hátt ekki farið út í smáatriði þar sem málið er á viðkvæmu stigi. „Iva hefur yfirgefið Breiðablik og hún mun ekki spila aftur fyrir félagið eins lengi og ég, þessi stjórn og aðrir erum hér. Ég hef á mínum rúmlega 35 ára ferli aldrei upplifað eitthvað svona áður. Við vonumst bara til þess að vörurnar skili sér á endanum þrátt fyrir að þetta hafi nú þegar tekið upp undir fjóra mánuði,“ svaraði Ívar þegar leitast var eftir viðbrögðum hans við málinu. Það hefur verið mikill stígandi í leik Breiðabliks undanfarið en liðið er búið að lyfta sér úr botnsætinu með tveimur sigurleikjum í röð á liðunum sem eru í efstu sætum deildarinnar. Blikar eiga leik gegn Haukum í Ólafssal klukkan 18.30 í dag en Ívar er viss um að þetta leiðindamál muni ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld. Iva Georgieva vildi ekki veita viðtal við vinnslu fréttarinnar. Breiðablik Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hefur Georgieva undanfarið reynt að selja fólki innan sem utan Breiðabliks vörur líkt og flugmiða, líkamsræktartæki og Playstation-leikjatölvur. Vörur sem ekki voru afhentar þrátt fyrir að greitt hafi verið fyrir þær. Vísir heyrði í Heimi Snæ Jónssyni, stjórnarmanni í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem staðfesti að þetta mál væri til skoðunar innan stjórnar Breiðabliks en gat ekki farið út í smáatriði. „Við fréttum fyrst af þessu máli um miðjan janúar frá stelpunum í liðinu. Við vitum líka af kvörtunum utan félagsins,“ sagði Heimir Snær. Iva Georgieva sagði sjálf samningi sínum við Breiðablik upp áður en hún vildi svo koma aftur í Kópavoginn. „Hún segir upp samningi í lok desember og það var bara allt í góðu og við bókum fyrir hana flug út,“ svaraði Heimir, aðspurður út í samningsstöðu Georgieva hjá Breiðablik áður en hann bætti við. „Svo hefur hún samband við okkur aftur um miðjan janúar og langar að koma aftur. Sem hún gerir. Þegar við ætluðum að endursemja við hana höfðum við heyrt af þessu máli þar sem farnar voru að renna tvær grímur á fólk varðandi þessi viðskipti við Ivu.“ Iva Georgieva hefur verið á Íslandi síðustu tvö ár. Fyrst kom hún til hingað til lands til að leika með Snæfelli en skipti fljótlega yfir til Breiðabliks og hefur verið þar undanfarin tvö tímabil og spilaði hún alls 32 leiki fyrir Kópavogsliðið. Georgieva var ekki í leikmannahóp Breiðabliks í síðasta leik liðsins gegn Njarðvík. Vísir heyrði einnig í Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Breiðabliks, en hann gat á sama hátt ekki farið út í smáatriði þar sem málið er á viðkvæmu stigi. „Iva hefur yfirgefið Breiðablik og hún mun ekki spila aftur fyrir félagið eins lengi og ég, þessi stjórn og aðrir erum hér. Ég hef á mínum rúmlega 35 ára ferli aldrei upplifað eitthvað svona áður. Við vonumst bara til þess að vörurnar skili sér á endanum þrátt fyrir að þetta hafi nú þegar tekið upp undir fjóra mánuði,“ svaraði Ívar þegar leitast var eftir viðbrögðum hans við málinu. Það hefur verið mikill stígandi í leik Breiðabliks undanfarið en liðið er búið að lyfta sér úr botnsætinu með tveimur sigurleikjum í röð á liðunum sem eru í efstu sætum deildarinnar. Blikar eiga leik gegn Haukum í Ólafssal klukkan 18.30 í dag en Ívar er viss um að þetta leiðindamál muni ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld. Iva Georgieva vildi ekki veita viðtal við vinnslu fréttarinnar.
Breiðablik Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira