Framfarir í Garðabær byggja á nýsköpun Stella Stefánsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 11:00 Ég hef skýra framtíðarsýn fyrir Garðabæ. Hún byggir á traustum fjárhag og nýsköpun í þjónustu og rekstri – sem kristallast í framsækinni þjónustu, velsæld íbúa á öllum aldri og fjölbreyttum lífsgæðum í nærumhverfinu. Mikilvægi nýsköpunar er óumdeilt og þarf að gera hátt undir höfði. Sveitarfélög þurfa líkt og aðrir að huga að nýsköpun í rekstri og þjónustu. Ég tel að nýsköpun ásamt traustum fjárhag séu lykilforsendur framfara í Garðabæ. Sveitarfélagið Garðabær hefur verið framsækið og leiðandi á ýmsum sviðum, en það er alltaf hægt að gera betur. Það þarf að hvetja til og styðja nýsköpun í rekstri og þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Ekki aðeins í átaksverkefnum heldur þarf að skapa nýsköpunarmenningu og hvatningu í stjórnsýslunni. Nýsköpun getur ýtt undir framsækna þjónustu, aukið skilvirkni og bætt lausnir í stjórnsýslu, stutt við betri nýtingu skattfjár, velsæld íbúa og lífsgæði í nærumhverfinu. Samstarf um nýsköpun skilar oft hraðari ávinningi og skoða þarf tækifæri um samstarf með opnum huga. Skýrt dæmi um samstarf um nýsköpun er t.d. samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga um starfræna umbreytingu sveitarfélaga sem er komin vel á veg. Það eru fjölmörg ónýtt tækifæri til að beita hugmyndafræði nýsköpunar hjá sveitarfélaginu, Garðabæ. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu sem leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir sem auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Nýsköpun getur stutt við framsækna þjónustu sveitarfélagsins með stuttum og skilvirkum boðleiðum í samskiptum og samtali. Nýsköpun getur ýtt undir framfarir í skólastarfi. Bæði til hagræðingar og umbóta í skólastarfi til að mæta þörfum framtíðarinnar og með innleiðingu nýsköpunar í námsefnið. Samstarf um nýsköpun gæti einnig stutt við framfarir í skipulagsmálum og við hönnun skóla, íþróttamannvirkja og opinna svæða. Þá getur nýsköpun stutt við þróun grænna lausna. Ýmsar áskoranir felast í ört vaxandi sveitarfélagi. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Skýrir nýsköpunarferlar geta stytt viðbragðstíma þegar bregðast þarf við breyttum aðstæðum. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stella Stefánsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég hef skýra framtíðarsýn fyrir Garðabæ. Hún byggir á traustum fjárhag og nýsköpun í þjónustu og rekstri – sem kristallast í framsækinni þjónustu, velsæld íbúa á öllum aldri og fjölbreyttum lífsgæðum í nærumhverfinu. Mikilvægi nýsköpunar er óumdeilt og þarf að gera hátt undir höfði. Sveitarfélög þurfa líkt og aðrir að huga að nýsköpun í rekstri og þjónustu. Ég tel að nýsköpun ásamt traustum fjárhag séu lykilforsendur framfara í Garðabæ. Sveitarfélagið Garðabær hefur verið framsækið og leiðandi á ýmsum sviðum, en það er alltaf hægt að gera betur. Það þarf að hvetja til og styðja nýsköpun í rekstri og þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Ekki aðeins í átaksverkefnum heldur þarf að skapa nýsköpunarmenningu og hvatningu í stjórnsýslunni. Nýsköpun getur ýtt undir framsækna þjónustu, aukið skilvirkni og bætt lausnir í stjórnsýslu, stutt við betri nýtingu skattfjár, velsæld íbúa og lífsgæði í nærumhverfinu. Samstarf um nýsköpun skilar oft hraðari ávinningi og skoða þarf tækifæri um samstarf með opnum huga. Skýrt dæmi um samstarf um nýsköpun er t.d. samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga um starfræna umbreytingu sveitarfélaga sem er komin vel á veg. Það eru fjölmörg ónýtt tækifæri til að beita hugmyndafræði nýsköpunar hjá sveitarfélaginu, Garðabæ. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu sem leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir sem auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Nýsköpun getur stutt við framsækna þjónustu sveitarfélagsins með stuttum og skilvirkum boðleiðum í samskiptum og samtali. Nýsköpun getur ýtt undir framfarir í skólastarfi. Bæði til hagræðingar og umbóta í skólastarfi til að mæta þörfum framtíðarinnar og með innleiðingu nýsköpunar í námsefnið. Samstarf um nýsköpun gæti einnig stutt við framfarir í skipulagsmálum og við hönnun skóla, íþróttamannvirkja og opinna svæða. Þá getur nýsköpun stutt við þróun grænna lausna. Ýmsar áskoranir felast í ört vaxandi sveitarfélagi. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Skýrir nýsköpunarferlar geta stytt viðbragðstíma þegar bregðast þarf við breyttum aðstæðum. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun