Framfarir í Garðabær byggja á nýsköpun Stella Stefánsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 11:00 Ég hef skýra framtíðarsýn fyrir Garðabæ. Hún byggir á traustum fjárhag og nýsköpun í þjónustu og rekstri – sem kristallast í framsækinni þjónustu, velsæld íbúa á öllum aldri og fjölbreyttum lífsgæðum í nærumhverfinu. Mikilvægi nýsköpunar er óumdeilt og þarf að gera hátt undir höfði. Sveitarfélög þurfa líkt og aðrir að huga að nýsköpun í rekstri og þjónustu. Ég tel að nýsköpun ásamt traustum fjárhag séu lykilforsendur framfara í Garðabæ. Sveitarfélagið Garðabær hefur verið framsækið og leiðandi á ýmsum sviðum, en það er alltaf hægt að gera betur. Það þarf að hvetja til og styðja nýsköpun í rekstri og þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Ekki aðeins í átaksverkefnum heldur þarf að skapa nýsköpunarmenningu og hvatningu í stjórnsýslunni. Nýsköpun getur ýtt undir framsækna þjónustu, aukið skilvirkni og bætt lausnir í stjórnsýslu, stutt við betri nýtingu skattfjár, velsæld íbúa og lífsgæði í nærumhverfinu. Samstarf um nýsköpun skilar oft hraðari ávinningi og skoða þarf tækifæri um samstarf með opnum huga. Skýrt dæmi um samstarf um nýsköpun er t.d. samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga um starfræna umbreytingu sveitarfélaga sem er komin vel á veg. Það eru fjölmörg ónýtt tækifæri til að beita hugmyndafræði nýsköpunar hjá sveitarfélaginu, Garðabæ. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu sem leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir sem auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Nýsköpun getur stutt við framsækna þjónustu sveitarfélagsins með stuttum og skilvirkum boðleiðum í samskiptum og samtali. Nýsköpun getur ýtt undir framfarir í skólastarfi. Bæði til hagræðingar og umbóta í skólastarfi til að mæta þörfum framtíðarinnar og með innleiðingu nýsköpunar í námsefnið. Samstarf um nýsköpun gæti einnig stutt við framfarir í skipulagsmálum og við hönnun skóla, íþróttamannvirkja og opinna svæða. Þá getur nýsköpun stutt við þróun grænna lausna. Ýmsar áskoranir felast í ört vaxandi sveitarfélagi. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Skýrir nýsköpunarferlar geta stytt viðbragðstíma þegar bregðast þarf við breyttum aðstæðum. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stella Stefánsdóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Ég hef skýra framtíðarsýn fyrir Garðabæ. Hún byggir á traustum fjárhag og nýsköpun í þjónustu og rekstri – sem kristallast í framsækinni þjónustu, velsæld íbúa á öllum aldri og fjölbreyttum lífsgæðum í nærumhverfinu. Mikilvægi nýsköpunar er óumdeilt og þarf að gera hátt undir höfði. Sveitarfélög þurfa líkt og aðrir að huga að nýsköpun í rekstri og þjónustu. Ég tel að nýsköpun ásamt traustum fjárhag séu lykilforsendur framfara í Garðabæ. Sveitarfélagið Garðabær hefur verið framsækið og leiðandi á ýmsum sviðum, en það er alltaf hægt að gera betur. Það þarf að hvetja til og styðja nýsköpun í rekstri og þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Ekki aðeins í átaksverkefnum heldur þarf að skapa nýsköpunarmenningu og hvatningu í stjórnsýslunni. Nýsköpun getur ýtt undir framsækna þjónustu, aukið skilvirkni og bætt lausnir í stjórnsýslu, stutt við betri nýtingu skattfjár, velsæld íbúa og lífsgæði í nærumhverfinu. Samstarf um nýsköpun skilar oft hraðari ávinningi og skoða þarf tækifæri um samstarf með opnum huga. Skýrt dæmi um samstarf um nýsköpun er t.d. samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga um starfræna umbreytingu sveitarfélaga sem er komin vel á veg. Það eru fjölmörg ónýtt tækifæri til að beita hugmyndafræði nýsköpunar hjá sveitarfélaginu, Garðabæ. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu sem leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir sem auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Nýsköpun getur stutt við framsækna þjónustu sveitarfélagsins með stuttum og skilvirkum boðleiðum í samskiptum og samtali. Nýsköpun getur ýtt undir framfarir í skólastarfi. Bæði til hagræðingar og umbóta í skólastarfi til að mæta þörfum framtíðarinnar og með innleiðingu nýsköpunar í námsefnið. Samstarf um nýsköpun gæti einnig stutt við framfarir í skipulagsmálum og við hönnun skóla, íþróttamannvirkja og opinna svæða. Þá getur nýsköpun stutt við þróun grænna lausna. Ýmsar áskoranir felast í ört vaxandi sveitarfélagi. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Skýrir nýsköpunarferlar geta stytt viðbragðstíma þegar bregðast þarf við breyttum aðstæðum. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun