Rússland-Úkraína: samningar frekar en stríð Michelle Yerkin skrifar 15. febrúar 2022 09:00 Heimurinn fylgist með tilefnislausum yfirgangi Rússa gagnvart Úkraínu. Aðgerðir Rússa ógna ekki aðeins Úkraínu heldur Evrópu allri og alþjóðafriði sem byggist á ákveðnum reglum. Markmið okkar eru einföld. Við stöndum með bandamönnum okkar og samstarfsaðilum til að styðja við evrópska samheldni, styrkja tengsl okkar yfir Atlantshafið og efla lýðræðisríki og -stofnanir. Þetta gerum við til að bæta líf bæði bandarískra ríkisborgara og íslenskra. Þetta gerum við í sameiningu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur talað skýrt: Bandaríkin munu ekki semja um Evrópu án aðkomu Evrópubúa. Við munum ekki semja um Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna. Hin raunverulega ógn Undanfarna tvo áratugi hafa Rússar ráðist inn í tvö nágrannalönd, haft afskipti af kosningum annarra landa, notað efnavopn til að myrða á erlendri grund, beitt gasflutningum sem pólitísku vopni og brotið gegn alþjóðlegum vopnaeftirlitssamningum. Árið 2014, eftir að milljónir Úkraínumanna mótmæltu með ákalli um lýðræðislega framtíð, sköpuðu Rússar neyðarástand. Þeir réðust inn á yfirráðasvæði Úkraínu á Krímskaga og yfirtóku það. Þeir hófu stríð í Austur-Úkraínu með rússnesku starfsliði og vopnuðum sveitum sem þeir stjórna, þjálfa, sjá fyrir búnaði og fjármagna. Þetta stríð hefur kostað fleiri en 14.000 Úkraínumenn lífið. Herseta Rússa í Georgíu og Úkraínu stendur enn yfir og þeir hafa svikið loforð sín um að draga herlið sitt til baka frá Moldavíu. Enn á ný valda aðgerðir Rússa hættuástandi, ekki aðeins í Úkraínu heldur í Evrópu allri. Ekki síst vegna herliðsins sem þeir hafa sent að landamærum Úkraínu og telur fleiri en 100.000 hermenn. Pútín Rússlandsforseti kennir Úkraínu ranglega um tilefnislausa hernaðaruppbyggingu Rússa. Þó hefur hernaðaruppbygging Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins alltaf verið eingöngu varnarlegs eðlis. Ólíkt Rússlandi hefur Úkraína staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Minsk-samningunum, sem ætlað var að tryggja vopnahlé í Donbas. Það sem Pútín óttast raunverulega er að framganga lýðræðislegra gilda og mannréttinda haldi áfram að grafa undan völdum hans. Viðbrögð Rússa við þessum ótta koma fram í miskunnarlausum tilraunum til að grafa undan lýðræði í Úkraínu með upplýsingafölsun og hernaðarógnum. Í stuttu máli eru aðgerðir Rússa hættulegar og ýta undir óstöðugleika. Stuðningur við Úkraínu Bandaríkin og bandamenn þeirra og samstarfsaðilar eru staðráðin í að styðja fullveldi Úkraínu og landamærahelgi. Við munum aðstoða Úkraínu í viðleitni hennar við að verjast frekari yfirgangi Rússa. Að auki munum við halda áfram að styðja Úkraínu til að stuðla að lýðræðisumbótum, vinna gegn spillingu og endurheimta og tryggja alþjóðlega viðurkennd landamæri landsins. Evrópskir og bandarískir öryggishagsmunir eru í húfi Eins og kom fram í máli Blinken utanríkisráðherra í Berlín þann 20. janúar er mikið í húfi. Við erum vissulega að tala um framtíð Úkraínu en einnig um þær grundvallarreglur sem hafa stuðlað að öruggari og stöðugri heimi um áratuga skeið. Við eigum ríkra hagsmuna að gæta vegna stöðunnar í Úkraínu vegna þess að við virðum þessar grundvallarreglur sem eru undirstaða alþjóðafriðar og -öryggis: að landamærum og landhelgi ríkis skuli ekki breyta með valdi og að það sé réttur hvers ríkis að taka eigin ákvarðanir og ráða eigin framtíð. Allir meðlimir alþjóðasamfélagsins ættu að mæta afleiðingum gjörða sinna brjóti þeir gegn þeim formlegu skyldum sem þeir taka sér á herðar. Yrði Rússum leyft að brjóta þessar grundvallarreglur án refsingar myndi það senda heimsbyggðinni þau skilaboð að reglurnar séu óþarfar. Aðgerða er þörf Bandaríkin vilja halda áfram að byggja upp alþjóðlegt bandalag samstarfsaðila sem sjá þessa ógn í réttu ljósi, innan Evrópu og víðar. Vinir okkar á Íslandi eru ómissandi hvað þetta varðar. Tenging okkar og samvinna yfir Atlantshafið eru bestu ráðin sem við höfum til að vinna gegn yfirgangi Rússa. Við erum staðráðin í að fara samningaleiðina og höfum talað skýrt fyrir því að diplómatískar aðferðir séu eina varanlega lausnin fyrir alla aðila. Þó skal tekið fram að ef Rússar kjósa hina leiðina og hefja frekari innrás í Úkraínu erum við reiðubúin til að svara slíkum yfirgangi með alvarlegum afleiðingum fyrir Rússa í samstarfi við samstarfsaðila okkar og bandamenn eins og fram hefur komið hjá G7, ESB og Atlantshafsbandalaginu. Þetta væru umtalsverðar refsiaðgerðir – fjárhagslegar aðgerðir, efnahagslegar aðgerðir og aðrar aðgerðir sem við höfum ekki beitt áður. Einnig myndum við efla varnir Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins eftir þörfum, en það er einmitt það sem Pútín segist ekki vilja. Ógn Rússlands gagnvart Úkraínu ógnar lýðræðislegum gildum um allan heim. Bandaríkjamenn og Íslendingar verða að standa með Úkraínu til að tryggja frelsi og stöðugleika í Evrópu. Það tryggir hagsmuni allra sem búa í lýðræðisríkjum, hvort sem það er í Bandaríkjunum, á Íslandi eða í öðrum löndum. Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Heimurinn fylgist með tilefnislausum yfirgangi Rússa gagnvart Úkraínu. Aðgerðir Rússa ógna ekki aðeins Úkraínu heldur Evrópu allri og alþjóðafriði sem byggist á ákveðnum reglum. Markmið okkar eru einföld. Við stöndum með bandamönnum okkar og samstarfsaðilum til að styðja við evrópska samheldni, styrkja tengsl okkar yfir Atlantshafið og efla lýðræðisríki og -stofnanir. Þetta gerum við til að bæta líf bæði bandarískra ríkisborgara og íslenskra. Þetta gerum við í sameiningu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur talað skýrt: Bandaríkin munu ekki semja um Evrópu án aðkomu Evrópubúa. Við munum ekki semja um Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna. Hin raunverulega ógn Undanfarna tvo áratugi hafa Rússar ráðist inn í tvö nágrannalönd, haft afskipti af kosningum annarra landa, notað efnavopn til að myrða á erlendri grund, beitt gasflutningum sem pólitísku vopni og brotið gegn alþjóðlegum vopnaeftirlitssamningum. Árið 2014, eftir að milljónir Úkraínumanna mótmæltu með ákalli um lýðræðislega framtíð, sköpuðu Rússar neyðarástand. Þeir réðust inn á yfirráðasvæði Úkraínu á Krímskaga og yfirtóku það. Þeir hófu stríð í Austur-Úkraínu með rússnesku starfsliði og vopnuðum sveitum sem þeir stjórna, þjálfa, sjá fyrir búnaði og fjármagna. Þetta stríð hefur kostað fleiri en 14.000 Úkraínumenn lífið. Herseta Rússa í Georgíu og Úkraínu stendur enn yfir og þeir hafa svikið loforð sín um að draga herlið sitt til baka frá Moldavíu. Enn á ný valda aðgerðir Rússa hættuástandi, ekki aðeins í Úkraínu heldur í Evrópu allri. Ekki síst vegna herliðsins sem þeir hafa sent að landamærum Úkraínu og telur fleiri en 100.000 hermenn. Pútín Rússlandsforseti kennir Úkraínu ranglega um tilefnislausa hernaðaruppbyggingu Rússa. Þó hefur hernaðaruppbygging Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins alltaf verið eingöngu varnarlegs eðlis. Ólíkt Rússlandi hefur Úkraína staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Minsk-samningunum, sem ætlað var að tryggja vopnahlé í Donbas. Það sem Pútín óttast raunverulega er að framganga lýðræðislegra gilda og mannréttinda haldi áfram að grafa undan völdum hans. Viðbrögð Rússa við þessum ótta koma fram í miskunnarlausum tilraunum til að grafa undan lýðræði í Úkraínu með upplýsingafölsun og hernaðarógnum. Í stuttu máli eru aðgerðir Rússa hættulegar og ýta undir óstöðugleika. Stuðningur við Úkraínu Bandaríkin og bandamenn þeirra og samstarfsaðilar eru staðráðin í að styðja fullveldi Úkraínu og landamærahelgi. Við munum aðstoða Úkraínu í viðleitni hennar við að verjast frekari yfirgangi Rússa. Að auki munum við halda áfram að styðja Úkraínu til að stuðla að lýðræðisumbótum, vinna gegn spillingu og endurheimta og tryggja alþjóðlega viðurkennd landamæri landsins. Evrópskir og bandarískir öryggishagsmunir eru í húfi Eins og kom fram í máli Blinken utanríkisráðherra í Berlín þann 20. janúar er mikið í húfi. Við erum vissulega að tala um framtíð Úkraínu en einnig um þær grundvallarreglur sem hafa stuðlað að öruggari og stöðugri heimi um áratuga skeið. Við eigum ríkra hagsmuna að gæta vegna stöðunnar í Úkraínu vegna þess að við virðum þessar grundvallarreglur sem eru undirstaða alþjóðafriðar og -öryggis: að landamærum og landhelgi ríkis skuli ekki breyta með valdi og að það sé réttur hvers ríkis að taka eigin ákvarðanir og ráða eigin framtíð. Allir meðlimir alþjóðasamfélagsins ættu að mæta afleiðingum gjörða sinna brjóti þeir gegn þeim formlegu skyldum sem þeir taka sér á herðar. Yrði Rússum leyft að brjóta þessar grundvallarreglur án refsingar myndi það senda heimsbyggðinni þau skilaboð að reglurnar séu óþarfar. Aðgerða er þörf Bandaríkin vilja halda áfram að byggja upp alþjóðlegt bandalag samstarfsaðila sem sjá þessa ógn í réttu ljósi, innan Evrópu og víðar. Vinir okkar á Íslandi eru ómissandi hvað þetta varðar. Tenging okkar og samvinna yfir Atlantshafið eru bestu ráðin sem við höfum til að vinna gegn yfirgangi Rússa. Við erum staðráðin í að fara samningaleiðina og höfum talað skýrt fyrir því að diplómatískar aðferðir séu eina varanlega lausnin fyrir alla aðila. Þó skal tekið fram að ef Rússar kjósa hina leiðina og hefja frekari innrás í Úkraínu erum við reiðubúin til að svara slíkum yfirgangi með alvarlegum afleiðingum fyrir Rússa í samstarfi við samstarfsaðila okkar og bandamenn eins og fram hefur komið hjá G7, ESB og Atlantshafsbandalaginu. Þetta væru umtalsverðar refsiaðgerðir – fjárhagslegar aðgerðir, efnahagslegar aðgerðir og aðrar aðgerðir sem við höfum ekki beitt áður. Einnig myndum við efla varnir Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins eftir þörfum, en það er einmitt það sem Pútín segist ekki vilja. Ógn Rússlands gagnvart Úkraínu ógnar lýðræðislegum gildum um allan heim. Bandaríkjamenn og Íslendingar verða að standa með Úkraínu til að tryggja frelsi og stöðugleika í Evrópu. Það tryggir hagsmuni allra sem búa í lýðræðisríkjum, hvort sem það er í Bandaríkjunum, á Íslandi eða í öðrum löndum. Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun