Mögnuð tækni misnotuð: Byssur þrívíddarprentaðar á Íslandi Snorri Másson skrifar 14. febrúar 2022 19:57 Hingað til hefur íslenska lögreglan einkum lagt hald á þrívíddarprentaðar eftirlíkingar af byssum en virk, og lífshættuleg, þrívíddarvopn eru alveg nýr veruleiki. belekekin / Getty Images Skotvopnið sem notað var í árás í miðbæ Reykjavíkur um helgina var þrívíddarprentuð byssa. Slík lífshættuleg vopn er, eins og tæknin er orðin, hægt að prenta í ódýrum prenturum heima við — prenturum sem hægt er að kaupa í íslenskum raftækjaverslunum. Fréttastofa veit til þess að byssur hafi verið prentaðar innanlands en ekki liggur fyrir hvort vopnið sem notað var um helgina sé innlend framleiðsla. Þrívíddarprentari getur kostað eitthvað í kringum 100.000 krónur. Ef útveguð eru nauðsynleg hráefni og rétt uppskrift er vel hægt að búa til alla nauðsynlega hluti til að setja saman skotvopn. Með einbeittum vilja má misnota allt Hingað til hefur lögreglan einkum lagt hald á þrívíddarprentaðar eftirlíkingar af byssum en virk, og lífshættuleg, þrívíddarvopn eru alveg nýr veruleiki. Fyrir utan skotárásina um helgina voru tvö mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem skotvopn voru haldlögð; annað þeirra virkt en hitt eftirlíking. Þrívíddarprentun er í gífurlegri framþróun - en það hefur greinilega sínar skuggahliðar. Því hafa eigendur stærsta íslenska fyrirtækisins í greinni kynnst, sem hafa verið beðnir um aðstoð við að búa til byssu. „Við náttúrulega höfnum þeim beiðnum um leið og það er bara litið illu auga á að prenta byssur. Það er ekki það sem við viljum í okkar hobbý,“ segir Þórdís Björg Björgvinsdóttir, meðeigandi 3D Verk. Þórdís Björg Björgvinsdóttir flytur inn þrívíddarprentara og segir þá sem framleiða byssur með tækninni litna illu auga.Stöð 2/Egill Á netinu má finna uppskriftir að öllu mögulegu í þrívíddarprentara; og þar á meðal urmul uppskrifta að byssum - og það við mjög einfalda leit. „Ef það er einbeittur brotavilji til staðar er hægt að misnota allt, því miður. Þetta er eiginlega mögnuð tækni og ég held að misnotkunin sé alltaf til staðar í öllu. En ég held að fæstir séu að nota hana þannig; og ég held að margir séu bara einmitt að hafa gaman og gera nytsamlega hluti,“ segir Þórdís Björg. Að setja saman byssu tekur nokkurn tíma og er samsett verkefni: „Sá einstaklingur sem væri að prenta vopn með þrívíddarprentara, hann væri búinn að hugsa það í langan tíma og afla sér mikillar þekkingar. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem er prentað í einhverju stundarbrjálæði,“ segir Þórdís Björg. Þræðir til þrívíddarprentunar eru úr margvíslegu efni.Stöð 2/Egill Tollurinn nær ekki utan um innflutning Mikill hluti þeirra efna sem notuð eru til þrívíddarprentunar á vopnum getur verið fluttur inn í allt öðrum tilgangi. Það er því alls ekki svo að innflutningurinn sæti allur verulegu eftirliti. Baldur Höskuldsson aðstoðaryfirtollvörður kveðst hafa áhyggjur af þessari þróun. Hann segir ekki hægt að fylgjast með innflutningi á öllu svona efni. „Í sjálfu sér er tækjabúnaðurinn og hráefnið sem notað er í svona ekki leyfisskyldur svoleiðis að við erum ekki með sérstaka getu til að hafa eftirlit með því. Eins og staðan er í dag segir Baldur að tollurinn hafi ekki mannskap í að auka eftirlit í þessu tilliti, en að embættið reyni að gera sitt besta. „Það er mjög erfitt að eiga við þetta þar sem innflutningurinn á svona hlutum væri líklega ólöglegur og þá falinn. Þannig að það er ekki um neitt að ræða nema aukið eftirlit,“ segir Baldur. Skotárás í Grafarholti Reykjavík Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02 Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Fréttastofa veit til þess að byssur hafi verið prentaðar innanlands en ekki liggur fyrir hvort vopnið sem notað var um helgina sé innlend framleiðsla. Þrívíddarprentari getur kostað eitthvað í kringum 100.000 krónur. Ef útveguð eru nauðsynleg hráefni og rétt uppskrift er vel hægt að búa til alla nauðsynlega hluti til að setja saman skotvopn. Með einbeittum vilja má misnota allt Hingað til hefur lögreglan einkum lagt hald á þrívíddarprentaðar eftirlíkingar af byssum en virk, og lífshættuleg, þrívíddarvopn eru alveg nýr veruleiki. Fyrir utan skotárásina um helgina voru tvö mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem skotvopn voru haldlögð; annað þeirra virkt en hitt eftirlíking. Þrívíddarprentun er í gífurlegri framþróun - en það hefur greinilega sínar skuggahliðar. Því hafa eigendur stærsta íslenska fyrirtækisins í greinni kynnst, sem hafa verið beðnir um aðstoð við að búa til byssu. „Við náttúrulega höfnum þeim beiðnum um leið og það er bara litið illu auga á að prenta byssur. Það er ekki það sem við viljum í okkar hobbý,“ segir Þórdís Björg Björgvinsdóttir, meðeigandi 3D Verk. Þórdís Björg Björgvinsdóttir flytur inn þrívíddarprentara og segir þá sem framleiða byssur með tækninni litna illu auga.Stöð 2/Egill Á netinu má finna uppskriftir að öllu mögulegu í þrívíddarprentara; og þar á meðal urmul uppskrifta að byssum - og það við mjög einfalda leit. „Ef það er einbeittur brotavilji til staðar er hægt að misnota allt, því miður. Þetta er eiginlega mögnuð tækni og ég held að misnotkunin sé alltaf til staðar í öllu. En ég held að fæstir séu að nota hana þannig; og ég held að margir séu bara einmitt að hafa gaman og gera nytsamlega hluti,“ segir Þórdís Björg. Að setja saman byssu tekur nokkurn tíma og er samsett verkefni: „Sá einstaklingur sem væri að prenta vopn með þrívíddarprentara, hann væri búinn að hugsa það í langan tíma og afla sér mikillar þekkingar. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem er prentað í einhverju stundarbrjálæði,“ segir Þórdís Björg. Þræðir til þrívíddarprentunar eru úr margvíslegu efni.Stöð 2/Egill Tollurinn nær ekki utan um innflutning Mikill hluti þeirra efna sem notuð eru til þrívíddarprentunar á vopnum getur verið fluttur inn í allt öðrum tilgangi. Það er því alls ekki svo að innflutningurinn sæti allur verulegu eftirliti. Baldur Höskuldsson aðstoðaryfirtollvörður kveðst hafa áhyggjur af þessari þróun. Hann segir ekki hægt að fylgjast með innflutningi á öllu svona efni. „Í sjálfu sér er tækjabúnaðurinn og hráefnið sem notað er í svona ekki leyfisskyldur svoleiðis að við erum ekki með sérstaka getu til að hafa eftirlit með því. Eins og staðan er í dag segir Baldur að tollurinn hafi ekki mannskap í að auka eftirlit í þessu tilliti, en að embættið reyni að gera sitt besta. „Það er mjög erfitt að eiga við þetta þar sem innflutningurinn á svona hlutum væri líklega ólöglegur og þá falinn. Þannig að það er ekki um neitt að ræða nema aukið eftirlit,“ segir Baldur.
Skotárás í Grafarholti Reykjavík Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02 Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02
Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10