Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2022 14:50 Frá aðgerðum BjörgunarfélagsHornafjarðar í dag. Björgunarfélag Hornafjarðar Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. Þetta staðfestir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, í samtali við fréttastofu. „Þeir eru kaldir en það er í lagi með þá. Þeir verða fluttir niður af jöklinum í snjóbílum.“ Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. „Við erum búnir að ná til þeirra. Þeir eru komnir inn í snjóbíl og lagðir af stað til byggða,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, í samtali við Vísi. Hann áætlar að það muni taka um fjóra tíma að komast til byggða. Klippa: Björgun á Vatnajökli „Staðan er bara ágæt. Þeir eru mjög kaldir og hraktir en ágætlega á sig komnir,“ segir hann ennfremur. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í nótt og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn, nánar tiltekið í Hermannaskarð, sem er á milli Vatnajökuls og Öræfajökuls. „Það hefur í sjálfu sér ekkert amað neitt að þeim þarna uppi. Það er blautt og kalt, það er kolvitlaust veður,“ sagði Guðbrandur Örn Arnarsson, verkefnastjóri aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við Vísi fyrr í dag. Vegna veðursins gekk hægt að komast áleiðis til mannanna og snúa hefur þurft við björgunarsveitamönnum á tækjum sem ekki ráða við aðstæður. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Þetta staðfestir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, í samtali við fréttastofu. „Þeir eru kaldir en það er í lagi með þá. Þeir verða fluttir niður af jöklinum í snjóbílum.“ Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. „Við erum búnir að ná til þeirra. Þeir eru komnir inn í snjóbíl og lagðir af stað til byggða,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, í samtali við Vísi. Hann áætlar að það muni taka um fjóra tíma að komast til byggða. Klippa: Björgun á Vatnajökli „Staðan er bara ágæt. Þeir eru mjög kaldir og hraktir en ágætlega á sig komnir,“ segir hann ennfremur. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í nótt og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn, nánar tiltekið í Hermannaskarð, sem er á milli Vatnajökuls og Öræfajökuls. „Það hefur í sjálfu sér ekkert amað neitt að þeim þarna uppi. Það er blautt og kalt, það er kolvitlaust veður,“ sagði Guðbrandur Örn Arnarsson, verkefnastjóri aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við Vísi fyrr í dag. Vegna veðursins gekk hægt að komast áleiðis til mannanna og snúa hefur þurft við björgunarsveitamönnum á tækjum sem ekki ráða við aðstæður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira