Vopnleysið kvatt? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 16. febrúar 2022 17:00 Reglulega hefur verið rætt um auknar heimildir almennra lögreglumanna til þess að bera vopn síðustu ár, en umræðan hefur jafnan mætt andstöðu almennings. Nú á dögunum hefur umræðan verið tekin upp að nýju vegna atvika sem, eins og ber að skilja, veldur lögreglumönnum áhyggjum um hvort þeir geti tryggt öryggi sitt og almennings. Með þessum áhyggjum eru óskir um auknar heimildir réttlættar. Hins vegar er rík ástæða til að staldra við og ræða áhyggjur af öryggi fatlaðs fólks, ef aukinn vopnaburð lögreglunnar er nýr veruleiki í íslensku samfélagi. Í ágúst 2019 var tvítugur piltur með Downs-heilkenni, Eric Torell, skotinn til bana af lögreglumanni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hann var úti með leikfangabyssu þegar lögreglan kom að honum. Hann var beðinn um að leggja byssuna niður, en þess í stað beindi hann henni að lögreglunni sem skaut að honum 25 sinnum í kjölfarið. Skotin hæfðu Torell þrívegis með þeim afleiðingum að hann lést. Foreldrar hans sögðu son sinn hafa elskað allt sem varðaði lögregluna og því líklegt að hann hafi, vegna þroskahömlunar, sinnar misskilið aðstæður og litið á þetta sem leik. Eric Torell var með talsverða þroskahömlun og tjáði sig ekki með hefðbundnum hætti að sögn foreldra hans. Lögreglan í Svíþjóð bar fyrir sig að hafa ekki hlotið næga þjálfun í aðstæðum og var málið látið niður falla í réttarkerfinu. Fatlað fólk er afar jaðarsettur hópur í samfélaginu. Auknar líkur eru á að fatlaður einstaklingur hafi orðið fyrir hvers kyns ofbeldi vegna stöðu sinnar, sem leiðir af sér oft langa og strembna áfallasögu. Fatlað fólk er til dæmis líklegra til þess að vera háð aðstoð annarra við athafnir daglegs lífs, til þess að sjá um eigin fjármál, til þess að vera vistað á stofnunum og hafa lítil yfirráð yfir eigin lífi. Það hefur þar að auki lítið aðgengi að réttarkerfinu. Þá er fatlað fólk líklegra til að búa við fátækt og félagslega einangrun, til að þróa með sér fíknivanda og býðst fötluðu fólki fá úrræði til þess að vinna úr sínum málum. Er það bæði vegna þess að meðferðin tekur ekki mið af þörfum þeirra (s.s. vegna þroskahömlunar eða einhverfu) en ekki síður vegna fötlunarfordóma sem ofnir eru inn í menningu okkar. Talið er að talsverður hópur þeirra sem glíma við vímuefnavanda, situr í fangelsum og glímir við heimilisleysi sé með þroskahömlun og/eða einhverfu. Rannsóknir frá Noregi benda til þess og samtöl Landssamtakanna Þroskahjálpar við sérfræðinga, lögregluna og fangaverði staðfesta þennan grun. Sárlega vantar rannsóknir um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu, og m.a. þegar kemur að afbrotum, fíkn og samskiptum við lögregluna en alþjóðlegar rannsóknir sýna aukinni hættu fatlaðs fólks á að verða fyrir ofbeldi af hálfu lögreglunnar. Slíkt ofbeldi getur t.d. falið í sér mikla hörku við handtöku, að fjarlægja hjálpartæki og niðurlægja fatlaða einstaklingsins, skilningsleysi á þörfum einstaklingsins, að ekki sé tekinn nægur tími til þess að ganga úr skugga um að viðkomandi skilji hvað fram fer og fái tækifæri til að gera sig skiljanlegan. Oft er erfitt fyrir lögregluna að koma auga á fötlun viðkomandi, t.d. ef um þroskahömlun eða einhverfu er að ræða. Lögreglumenn hljóta ekki fullnægjandi þjálfun þegar kemur að samskiptum og viðbrögðum þegar aðili er fatlaður, þá getur tímaskortur og áfallastreita meðal lögreglumanna einnig spilað inn í. Þetta eru stóru atriðin sem rædd eru erlendis og ekkert sem bendir til þess að það sama eigi ekki við á Íslandi. Ekkert af þessu afsakar þó ófullnægjandi og ómannúðlega meðhöndlun lögreglunnar á málum fatlaðs fólks. Það er ekki bara krafa um siðleg vinnubrögð, heldur beinlínis skyldur sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig að fylgja, þ.e. samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Krafa er gerð um viðeigandi aðlögun, sem þýðir að fatlað fólk á lögum samkvæmt rétt á því að komið sé til móts við þarfir þeirra en án þess er ekki hægt að tryggja að fólk hljóti sama rétt, og sitji við sama borð, og aðrir. Manneskja með þroskahömlun getur ekki mætt í munnlega skýrslutöku, eins og ófatlaður einstaklingur myndi geta gert. Það á öllum að vera ljóst. Það er sérstök skylda stjórnvalda að koma til móts við þessar þarfir. Landssamtökin Þroskahjálp hafa unnið með lögreglunni á ólíkum sviðum, bæði í lögreglufræðum Háskólans á Akureyri, fundum með lögreglustjórum, rannsóknarlögreglumönnum, samstarf um gerð fræðsluefnis með Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, haldið fræðslufundi með fangelsisyfirvöldum og fleiri aðilum. Þetta samstarf hefur verið farsælt og mikill vilji meðal stjórnenda og almennra lögreglumanna til þess að gera betur, læra og miðla sinni þekkingu. Fyrir það er samtökin afar þakklát. Hins vegar hljóta samtök sem vinna að réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks að setja spurningarmerki við aukinn vopnaburð almennra lögreglumanna vegna þeirrar tölfræði sem sýnir að fatlað fólk er í aukinni hættu á að verða fyrir ofbeldi við samskipti við lögregluna. Höfundur er starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reglulega hefur verið rætt um auknar heimildir almennra lögreglumanna til þess að bera vopn síðustu ár, en umræðan hefur jafnan mætt andstöðu almennings. Nú á dögunum hefur umræðan verið tekin upp að nýju vegna atvika sem, eins og ber að skilja, veldur lögreglumönnum áhyggjum um hvort þeir geti tryggt öryggi sitt og almennings. Með þessum áhyggjum eru óskir um auknar heimildir réttlættar. Hins vegar er rík ástæða til að staldra við og ræða áhyggjur af öryggi fatlaðs fólks, ef aukinn vopnaburð lögreglunnar er nýr veruleiki í íslensku samfélagi. Í ágúst 2019 var tvítugur piltur með Downs-heilkenni, Eric Torell, skotinn til bana af lögreglumanni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hann var úti með leikfangabyssu þegar lögreglan kom að honum. Hann var beðinn um að leggja byssuna niður, en þess í stað beindi hann henni að lögreglunni sem skaut að honum 25 sinnum í kjölfarið. Skotin hæfðu Torell þrívegis með þeim afleiðingum að hann lést. Foreldrar hans sögðu son sinn hafa elskað allt sem varðaði lögregluna og því líklegt að hann hafi, vegna þroskahömlunar, sinnar misskilið aðstæður og litið á þetta sem leik. Eric Torell var með talsverða þroskahömlun og tjáði sig ekki með hefðbundnum hætti að sögn foreldra hans. Lögreglan í Svíþjóð bar fyrir sig að hafa ekki hlotið næga þjálfun í aðstæðum og var málið látið niður falla í réttarkerfinu. Fatlað fólk er afar jaðarsettur hópur í samfélaginu. Auknar líkur eru á að fatlaður einstaklingur hafi orðið fyrir hvers kyns ofbeldi vegna stöðu sinnar, sem leiðir af sér oft langa og strembna áfallasögu. Fatlað fólk er til dæmis líklegra til þess að vera háð aðstoð annarra við athafnir daglegs lífs, til þess að sjá um eigin fjármál, til þess að vera vistað á stofnunum og hafa lítil yfirráð yfir eigin lífi. Það hefur þar að auki lítið aðgengi að réttarkerfinu. Þá er fatlað fólk líklegra til að búa við fátækt og félagslega einangrun, til að þróa með sér fíknivanda og býðst fötluðu fólki fá úrræði til þess að vinna úr sínum málum. Er það bæði vegna þess að meðferðin tekur ekki mið af þörfum þeirra (s.s. vegna þroskahömlunar eða einhverfu) en ekki síður vegna fötlunarfordóma sem ofnir eru inn í menningu okkar. Talið er að talsverður hópur þeirra sem glíma við vímuefnavanda, situr í fangelsum og glímir við heimilisleysi sé með þroskahömlun og/eða einhverfu. Rannsóknir frá Noregi benda til þess og samtöl Landssamtakanna Þroskahjálpar við sérfræðinga, lögregluna og fangaverði staðfesta þennan grun. Sárlega vantar rannsóknir um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu, og m.a. þegar kemur að afbrotum, fíkn og samskiptum við lögregluna en alþjóðlegar rannsóknir sýna aukinni hættu fatlaðs fólks á að verða fyrir ofbeldi af hálfu lögreglunnar. Slíkt ofbeldi getur t.d. falið í sér mikla hörku við handtöku, að fjarlægja hjálpartæki og niðurlægja fatlaða einstaklingsins, skilningsleysi á þörfum einstaklingsins, að ekki sé tekinn nægur tími til þess að ganga úr skugga um að viðkomandi skilji hvað fram fer og fái tækifæri til að gera sig skiljanlegan. Oft er erfitt fyrir lögregluna að koma auga á fötlun viðkomandi, t.d. ef um þroskahömlun eða einhverfu er að ræða. Lögreglumenn hljóta ekki fullnægjandi þjálfun þegar kemur að samskiptum og viðbrögðum þegar aðili er fatlaður, þá getur tímaskortur og áfallastreita meðal lögreglumanna einnig spilað inn í. Þetta eru stóru atriðin sem rædd eru erlendis og ekkert sem bendir til þess að það sama eigi ekki við á Íslandi. Ekkert af þessu afsakar þó ófullnægjandi og ómannúðlega meðhöndlun lögreglunnar á málum fatlaðs fólks. Það er ekki bara krafa um siðleg vinnubrögð, heldur beinlínis skyldur sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig að fylgja, þ.e. samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Krafa er gerð um viðeigandi aðlögun, sem þýðir að fatlað fólk á lögum samkvæmt rétt á því að komið sé til móts við þarfir þeirra en án þess er ekki hægt að tryggja að fólk hljóti sama rétt, og sitji við sama borð, og aðrir. Manneskja með þroskahömlun getur ekki mætt í munnlega skýrslutöku, eins og ófatlaður einstaklingur myndi geta gert. Það á öllum að vera ljóst. Það er sérstök skylda stjórnvalda að koma til móts við þessar þarfir. Landssamtökin Þroskahjálp hafa unnið með lögreglunni á ólíkum sviðum, bæði í lögreglufræðum Háskólans á Akureyri, fundum með lögreglustjórum, rannsóknarlögreglumönnum, samstarf um gerð fræðsluefnis með Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, haldið fræðslufundi með fangelsisyfirvöldum og fleiri aðilum. Þetta samstarf hefur verið farsælt og mikill vilji meðal stjórnenda og almennra lögreglumanna til þess að gera betur, læra og miðla sinni þekkingu. Fyrir það er samtökin afar þakklát. Hins vegar hljóta samtök sem vinna að réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks að setja spurningarmerki við aukinn vopnaburð almennra lögreglumanna vegna þeirrar tölfræði sem sýnir að fatlað fólk er í aukinni hættu á að verða fyrir ofbeldi við samskipti við lögregluna. Höfundur er starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun