Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 22:10 Kennarinn starfaði við Dalvíkurskóla. Dalvíkurskóli Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms en Kennarasambands Íslands greinir frá. Í tilkynningu KÍ segir að aðdraganda málsins megi rekja til þess að kennari hafi verið með íþróttatíma utan húss. Þangað hafi komið nemandi sem ekki átti erindi í tímann. Nemandinn hafi ítrekað neitað að yfirgefa svæðið og þá hafi kennarinn sest niður á hækjur sér, tekið um úlnið stúlkunnar og beðið hana um að færa sig. Stúlkan hafi þá svarað með orðunum: „ekki fokking snerta mig“ og slegið kennarann. Kennarinn svaraði í sömu mynt og gaf nemandanum kinnhest. Hann kvaðst hafa upplifað ógn af nemandanum og gerði ráð fyrir fleiri höggum enda hafi hún talið nemandann vera í „ham.“ Atferli kennarans var kært til lögreglu og var kennarinn sendur í leyfi á meðan rannsókn málsins stóð. Málið var síðar fellt niður. Kennarinn hlaut mikinn stuðning samkennara sinna og 20 kennarar og starfsfólk við Dalvíkurskóla skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þau bentu á erfiðleika í skólastarfi og skeytingarleysi stjórnenda skólans. Bæjaryfirvöld töldu atferlið gróft Kennaranum var veittur andmælaréttur en bæjaryfirvöld töldu brot kennarans gróft. Henni var fyrirvaralaust sagt upp skömmu síðar. Héraðsdómur taldi, samkvæmt yfirlýsingu KÍ, að ekki væri hægt að líta einangrað á kinnhestinn. Atvikið hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Bæjaryfirvöld hafi því rekið kennarann með ólögmætum hætti. „Þá fer dómurinn í inngangi yfir að ófremdarástand hafi verið í rekstri og stjórnun Dalvíkurskóla enda komi fram í málinu að kennarar upplifðu valda- og öryggisleysi í störfum sínum og að skólayfirvöld og skólastjóri skapi ekki öruggt umhverfi og skilji þá eftir varnarlausa fyrir hvers kyns ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu KÍ. Kennaranum voru því dæmdar sex milljónir vegna fjártjóns og aðrar tvær í miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Þá ber Dalvíkurbyggð að greiða 1,2 milljón í málskostnað. Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Dómsmál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms en Kennarasambands Íslands greinir frá. Í tilkynningu KÍ segir að aðdraganda málsins megi rekja til þess að kennari hafi verið með íþróttatíma utan húss. Þangað hafi komið nemandi sem ekki átti erindi í tímann. Nemandinn hafi ítrekað neitað að yfirgefa svæðið og þá hafi kennarinn sest niður á hækjur sér, tekið um úlnið stúlkunnar og beðið hana um að færa sig. Stúlkan hafi þá svarað með orðunum: „ekki fokking snerta mig“ og slegið kennarann. Kennarinn svaraði í sömu mynt og gaf nemandanum kinnhest. Hann kvaðst hafa upplifað ógn af nemandanum og gerði ráð fyrir fleiri höggum enda hafi hún talið nemandann vera í „ham.“ Atferli kennarans var kært til lögreglu og var kennarinn sendur í leyfi á meðan rannsókn málsins stóð. Málið var síðar fellt niður. Kennarinn hlaut mikinn stuðning samkennara sinna og 20 kennarar og starfsfólk við Dalvíkurskóla skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þau bentu á erfiðleika í skólastarfi og skeytingarleysi stjórnenda skólans. Bæjaryfirvöld töldu atferlið gróft Kennaranum var veittur andmælaréttur en bæjaryfirvöld töldu brot kennarans gróft. Henni var fyrirvaralaust sagt upp skömmu síðar. Héraðsdómur taldi, samkvæmt yfirlýsingu KÍ, að ekki væri hægt að líta einangrað á kinnhestinn. Atvikið hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Bæjaryfirvöld hafi því rekið kennarann með ólögmætum hætti. „Þá fer dómurinn í inngangi yfir að ófremdarástand hafi verið í rekstri og stjórnun Dalvíkurskóla enda komi fram í málinu að kennarar upplifðu valda- og öryggisleysi í störfum sínum og að skólayfirvöld og skólastjóri skapi ekki öruggt umhverfi og skilji þá eftir varnarlausa fyrir hvers kyns ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu KÍ. Kennaranum voru því dæmdar sex milljónir vegna fjártjóns og aðrar tvær í miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Þá ber Dalvíkurbyggð að greiða 1,2 milljón í málskostnað.
Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Dómsmál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira