Blóðmerar og ímynd Íslands Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 14:00 Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds. Sagan fljót að berast um heiminn Myndband frá svissnesku dýraverndunarsamtökunum Animal Welfare Foundation, sem sýnir blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn. Þar fylgir sögunni, að Ísland sé eitt af örfáum ríkjum heims sem enn leyfa þessa starfsemi. Myndbandið, sem hefur vakið upp mikinn óhug og jafnvel viðbjóð, hefur leitt til víðtækrar fjölmiðlaumfjöllunar á mörgum helstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, hafa virtir fjölmiðlar á borð við dagblaðið Süddeutsche Zeitung og sjónvarpsstöðina ARD fjallað ítarlega um málið. Niðurstaðan af þessu öllu saman er að ímynd Íslands og ekki síður ímynd íslenska hestsins, hrossaræktunar og hestaferða hefur beðið hnekki. Rétt er að geta þess að ímynd íslenska hestsins hefur lengi verið sterk og mikil umsvif eiga sér stað í „hestahagkerfinu“ á hverju ári. Þannig voru t.d. um 3300 hestar seldir úr landi á síðasta ári fyrir rúma 2,2 milljarða króna. Ætla má að blóðmerahald hafi neikvæð áhrif á „hestahagkerfið“ hér á landi. Getur valdið miklum skaða Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa þegar kemur að ferðaþjónustu. Nú þegar hefur blóðmeramálið valdið truflunum í eftirspurn. Símtölum og fyrirspurnum hefur rignt yfir ferðaþjónustufyrirtæki bæði hér heima og erlendis. Þau koma frá fólki sem er svo ofboðið að það finnur sig knúið til að leggja orð í belg og jafnvel fullvissa sig um að blóðmerahald sé ekki landlægt á Íslandi. Það liggur fyrir að sterk og góð ímynd landa og áfangastaða er eitt mikilvægasta tækið í verkfærakistunni, þegar kemur að því að selja bæði ferðir til Íslands og ekki síður íslenskar vörur á erlendum mörkuðum. Sagan segir okkur að mál á borð við þetta - nærtækt er þar að nefna hvalveiðar Íslendinga - geta valdið miklum skaða og stefnt viðskiptahagsmunum okkar erlendis í voða. Hangir saman á ímynd Íslands Það er mjög ólíklegt að þetta mál hverfi eins og fyrir töfra af sjónarsviðinu og við getum haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Mun líklegra er, að það blási upp og valdi verulegu tjóni, þegar upp er staðið. Í þessu samhengi skiptir engu máli hvað er rétt og hvað er rangt varðandi blóðtökuna og meðferð á hryssunum. Það skiptir engu máli hvað okkur finnst. Skaðinn er skeður. Skriðan er farin af stað. Við sem samfélag þurfum nú að velta því fyrir okkur hvað sé best fyrir okkur og hvaða hagsmuna við eigum að gæta í stóra samhenginu. Það má leiða að því líkum að flestir ferðamenn, sem hafa áhuga á að koma til Íslands, fordæmi blóðmerahald og það hvernig blóðið er notað. Það sama má segja um þá sem líklegir eru til að kaupa íslenska hesta. Það má líka reikna með þetta mál muni einnig hafa áhrif á sölu matvæla á erlendum mörkuðum. Allt hangir þetta saman á ímynd Íslands. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni? Útflutningsverðmæti á blóði úr fylfullum hryssum eru áætluð um tveir milljarðar króna á ári. Til samanburðar eru útflutningstekjur af 7700 ferðamönnum sem sækja Ísland heim um tveir milljarðar króna. Þó að umfjöllun um blóðmerahald fæli aðeins um 7700 ferðamenn frá því að koma til landsins þá eru þessir tveir milljarðar úflutningstekna tapaðir. Reynslan af áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustu sýnir að það er fyllilega raunhæfur fjöldi. Verði áhrifin enn meiri en það, sem er mjög líklegt, er blóðmerahald farið að valda beinum efnahagslegum skaða. Spurningin núna hlýtur því að vera sú hvar stóru hagsmunirnir liggi. Hvort að með áframhaldandi leyfisveitingum fyrir blóðmerahald, sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Til að gera langa sögu stutta: Er blóðmerahald og útflutningur á blóði úr fylfullum merum til svínaeldis góður „bisness“ fyrir Ísland í heildarsamhenginu? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Blóðmerahald Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds. Sagan fljót að berast um heiminn Myndband frá svissnesku dýraverndunarsamtökunum Animal Welfare Foundation, sem sýnir blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn. Þar fylgir sögunni, að Ísland sé eitt af örfáum ríkjum heims sem enn leyfa þessa starfsemi. Myndbandið, sem hefur vakið upp mikinn óhug og jafnvel viðbjóð, hefur leitt til víðtækrar fjölmiðlaumfjöllunar á mörgum helstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, hafa virtir fjölmiðlar á borð við dagblaðið Süddeutsche Zeitung og sjónvarpsstöðina ARD fjallað ítarlega um málið. Niðurstaðan af þessu öllu saman er að ímynd Íslands og ekki síður ímynd íslenska hestsins, hrossaræktunar og hestaferða hefur beðið hnekki. Rétt er að geta þess að ímynd íslenska hestsins hefur lengi verið sterk og mikil umsvif eiga sér stað í „hestahagkerfinu“ á hverju ári. Þannig voru t.d. um 3300 hestar seldir úr landi á síðasta ári fyrir rúma 2,2 milljarða króna. Ætla má að blóðmerahald hafi neikvæð áhrif á „hestahagkerfið“ hér á landi. Getur valdið miklum skaða Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa þegar kemur að ferðaþjónustu. Nú þegar hefur blóðmeramálið valdið truflunum í eftirspurn. Símtölum og fyrirspurnum hefur rignt yfir ferðaþjónustufyrirtæki bæði hér heima og erlendis. Þau koma frá fólki sem er svo ofboðið að það finnur sig knúið til að leggja orð í belg og jafnvel fullvissa sig um að blóðmerahald sé ekki landlægt á Íslandi. Það liggur fyrir að sterk og góð ímynd landa og áfangastaða er eitt mikilvægasta tækið í verkfærakistunni, þegar kemur að því að selja bæði ferðir til Íslands og ekki síður íslenskar vörur á erlendum mörkuðum. Sagan segir okkur að mál á borð við þetta - nærtækt er þar að nefna hvalveiðar Íslendinga - geta valdið miklum skaða og stefnt viðskiptahagsmunum okkar erlendis í voða. Hangir saman á ímynd Íslands Það er mjög ólíklegt að þetta mál hverfi eins og fyrir töfra af sjónarsviðinu og við getum haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Mun líklegra er, að það blási upp og valdi verulegu tjóni, þegar upp er staðið. Í þessu samhengi skiptir engu máli hvað er rétt og hvað er rangt varðandi blóðtökuna og meðferð á hryssunum. Það skiptir engu máli hvað okkur finnst. Skaðinn er skeður. Skriðan er farin af stað. Við sem samfélag þurfum nú að velta því fyrir okkur hvað sé best fyrir okkur og hvaða hagsmuna við eigum að gæta í stóra samhenginu. Það má leiða að því líkum að flestir ferðamenn, sem hafa áhuga á að koma til Íslands, fordæmi blóðmerahald og það hvernig blóðið er notað. Það sama má segja um þá sem líklegir eru til að kaupa íslenska hesta. Það má líka reikna með þetta mál muni einnig hafa áhrif á sölu matvæla á erlendum mörkuðum. Allt hangir þetta saman á ímynd Íslands. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni? Útflutningsverðmæti á blóði úr fylfullum hryssum eru áætluð um tveir milljarðar króna á ári. Til samanburðar eru útflutningstekjur af 7700 ferðamönnum sem sækja Ísland heim um tveir milljarðar króna. Þó að umfjöllun um blóðmerahald fæli aðeins um 7700 ferðamenn frá því að koma til landsins þá eru þessir tveir milljarðar úflutningstekna tapaðir. Reynslan af áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustu sýnir að það er fyllilega raunhæfur fjöldi. Verði áhrifin enn meiri en það, sem er mjög líklegt, er blóðmerahald farið að valda beinum efnahagslegum skaða. Spurningin núna hlýtur því að vera sú hvar stóru hagsmunirnir liggi. Hvort að með áframhaldandi leyfisveitingum fyrir blóðmerahald, sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Til að gera langa sögu stutta: Er blóðmerahald og útflutningur á blóði úr fylfullum merum til svínaeldis góður „bisness“ fyrir Ísland í heildarsamhenginu? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun