Mótmælum ofsóknum á fjölmiðlafólki Ragna Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2022 10:01 Í dag klukkan 14 boða ungliðahreyfingarnar Ungir jafnaðarmenn, Ungir Sósíalistar, Ung Vinstri græn, Uppreisn – ungliðahreyfing Viðreisnar og Ungir Píratar til mótmæla á Austurvelli í Reykjavík og á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan 14:00. Við gerum það vegna aðfarar að einni af grunnstoðum frjáls lýðræðissamfélags: frjálsri blaða- og fréttamennsku. Aðförin felst í því að fjórir blaðamenn hafa verið kallaðir til yfirheyslu lögreglu og hafa nú réttarstöðu sakborninga fyrir, að því er virðist, það eitt að hafa skrifað fréttir eiga sem erindi við almenning. Þær fréttir fjalla um skæruliðadeild Samherja og fyrirætlanir hennar meðal annars um að hafa áhrif á kosningar innan stjórnmálaflokka og áætlanir um að ná sér niður á uppljóstrara - uppljóstrara sem ekki hlýddi. Óháð því hvernig þessi gögn voru fengin þá eiga fréttirnar sem upp úr þeim voru skrifaðar erindi við almenning. Og það er alveg ljóst í hegningarlögum að refsing vegna brots á friðhelgi einkalífs á ekki við ef háttsemin sem um ræðir er réttlætanleg með vísan til almannahagsmuna. Lögreglurannsókn hefur hins vegar fælingarmátt gagnvart frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku. Er þetta það frelsi sem sumum stjórnmálamönnum er svo tíðrætt um? Frelsi til að níðast á þeim sem segja sannleikann? Frelsi til að fæla þau frá sem vilja segja sannleikann? Við á Íslandi búum við einsleitt fjölmiðlaumhverfi, þar sem rannsóknarblaðamennska þrífst illa og hagsmunaöfl eiga fjölmiðla. Nú hriktir í stoðum þess frjálsa samfélags sem við viljum búa í - og því mótmælum við. Við mótmælum til að standa vörð um frelsið, lýðræðið og sannleikann - sem sumir virðast ekki vilja að við vitum. Ég hvet öll sem vilja standa vörð um frjálst samfélag til að mæta í dag kl. 14. Höfundur er forseti Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Fjölmiðlar Lögreglumál Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Viðreisn Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag klukkan 14 boða ungliðahreyfingarnar Ungir jafnaðarmenn, Ungir Sósíalistar, Ung Vinstri græn, Uppreisn – ungliðahreyfing Viðreisnar og Ungir Píratar til mótmæla á Austurvelli í Reykjavík og á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan 14:00. Við gerum það vegna aðfarar að einni af grunnstoðum frjáls lýðræðissamfélags: frjálsri blaða- og fréttamennsku. Aðförin felst í því að fjórir blaðamenn hafa verið kallaðir til yfirheyslu lögreglu og hafa nú réttarstöðu sakborninga fyrir, að því er virðist, það eitt að hafa skrifað fréttir eiga sem erindi við almenning. Þær fréttir fjalla um skæruliðadeild Samherja og fyrirætlanir hennar meðal annars um að hafa áhrif á kosningar innan stjórnmálaflokka og áætlanir um að ná sér niður á uppljóstrara - uppljóstrara sem ekki hlýddi. Óháð því hvernig þessi gögn voru fengin þá eiga fréttirnar sem upp úr þeim voru skrifaðar erindi við almenning. Og það er alveg ljóst í hegningarlögum að refsing vegna brots á friðhelgi einkalífs á ekki við ef háttsemin sem um ræðir er réttlætanleg með vísan til almannahagsmuna. Lögreglurannsókn hefur hins vegar fælingarmátt gagnvart frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku. Er þetta það frelsi sem sumum stjórnmálamönnum er svo tíðrætt um? Frelsi til að níðast á þeim sem segja sannleikann? Frelsi til að fæla þau frá sem vilja segja sannleikann? Við á Íslandi búum við einsleitt fjölmiðlaumhverfi, þar sem rannsóknarblaðamennska þrífst illa og hagsmunaöfl eiga fjölmiðla. Nú hriktir í stoðum þess frjálsa samfélags sem við viljum búa í - og því mótmælum við. Við mótmælum til að standa vörð um frelsið, lýðræðið og sannleikann - sem sumir virðast ekki vilja að við vitum. Ég hvet öll sem vilja standa vörð um frjálst samfélag til að mæta í dag kl. 14. Höfundur er forseti Ungra jafnaðarmanna.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun