Þrumuræða Kristins um rannsókn á blaðamönnum: „Gallsúrt íslenskt afbrigði af fasisma“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 15:50 Kristinn Hrafnsson tók síðastur til máls á mótmælafundinum á Austurvelli í dag. vísir/óttar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, tók til máls á mótmælafundi sem haldinn var á Austurvelli í dag. Þar var rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum mótmælt og var Kristni nokkuð heitt í hamsi. Þar fór hann um víðan völl og gagnrýndi harðlega ýmsa sem hafa komið að málinu, þá sérstaklega Sjálfstæðismenn. Líkti hann meðal annars Brynjari Níelssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, við tjóðraðan hund sem urraði og gelti að öllum. „Og ég ætla nú ekki einu sinni að nefna með nafni aðstoðarmann hans [dómsmálaráðherra] sem þótti ekki einu sinni nógu góður af flokknum til að starfa á þingi og hefur nú verið tjóðraður við staur í túnfæti dómsmálaráðuneytisins hvar hann urrar og geltir að gestum og gangandi eins og vitfirringur,“ sagði Kristinn. Fréttastofa var viðstödd mótmælafundinn og náði þar meðal annars allri þrumuræðu Kristins á mynd. Hana er hægt að horfa á í heild sinni hér að neðan: Sambærileg mótmæli voru haldin á Akureyri í dag en báðir mótmælafundirnir voru skipulagðir að frumkvæði ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins en með henni stóðu að fundinum ungliðahreyfingar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar. Frá mótmælunum á Akureyri í dag.Júlíus Freyr Theodórsson Mótmæltu vegna yfirheyrslna Mótmæli þessi voru haldin í kjölfar þess að fjórir blaðamenn voru boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Yfirheyrslurnar áttu að fara fram í dag en yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar var frestað í dag á meðan kæra frá honum um lögmæti aðgerða lögreglustjórans fer fyrir héraðsdóm. Sjá einnig: Yfirheyrslu Aðalsteins frestað Eins og segir í umfjöllun Vísis frá því fyrr í vikunni má í raun rekja málið aftur til nóvembermánaðar 2019 þegar Kveikur á RÚV fjallaði ítarlega um umsvif sjávarútvegsfélagsins Samherja í Namibíu - þar á meðal grun um mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Umfjöllunin kollvarpaði íslensku samfélagi um stund og hafði miklar afleiðingar í för með sér fyrir Samherja sjálfan, sérstaklega á erlendri grundu. Í maí síðastliðnum birtust svo fréttir um skilaboðasendingar milli meðlima „skæruliðadeildarinnar“ í Kjarnanum og Stundinni, sem ritaðar voru af Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans og Arnari Þór Ingólfssyni blaðamanni á Kjarnanum og Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Stundinni. Fjölmiðlar Reykjavík Akureyri Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þar fór hann um víðan völl og gagnrýndi harðlega ýmsa sem hafa komið að málinu, þá sérstaklega Sjálfstæðismenn. Líkti hann meðal annars Brynjari Níelssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, við tjóðraðan hund sem urraði og gelti að öllum. „Og ég ætla nú ekki einu sinni að nefna með nafni aðstoðarmann hans [dómsmálaráðherra] sem þótti ekki einu sinni nógu góður af flokknum til að starfa á þingi og hefur nú verið tjóðraður við staur í túnfæti dómsmálaráðuneytisins hvar hann urrar og geltir að gestum og gangandi eins og vitfirringur,“ sagði Kristinn. Fréttastofa var viðstödd mótmælafundinn og náði þar meðal annars allri þrumuræðu Kristins á mynd. Hana er hægt að horfa á í heild sinni hér að neðan: Sambærileg mótmæli voru haldin á Akureyri í dag en báðir mótmælafundirnir voru skipulagðir að frumkvæði ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins en með henni stóðu að fundinum ungliðahreyfingar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar. Frá mótmælunum á Akureyri í dag.Júlíus Freyr Theodórsson Mótmæltu vegna yfirheyrslna Mótmæli þessi voru haldin í kjölfar þess að fjórir blaðamenn voru boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Yfirheyrslurnar áttu að fara fram í dag en yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar var frestað í dag á meðan kæra frá honum um lögmæti aðgerða lögreglustjórans fer fyrir héraðsdóm. Sjá einnig: Yfirheyrslu Aðalsteins frestað Eins og segir í umfjöllun Vísis frá því fyrr í vikunni má í raun rekja málið aftur til nóvembermánaðar 2019 þegar Kveikur á RÚV fjallaði ítarlega um umsvif sjávarútvegsfélagsins Samherja í Namibíu - þar á meðal grun um mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Umfjöllunin kollvarpaði íslensku samfélagi um stund og hafði miklar afleiðingar í för með sér fyrir Samherja sjálfan, sérstaklega á erlendri grundu. Í maí síðastliðnum birtust svo fréttir um skilaboðasendingar milli meðlima „skæruliðadeildarinnar“ í Kjarnanum og Stundinni, sem ritaðar voru af Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans og Arnari Þór Ingólfssyni blaðamanni á Kjarnanum og Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Stundinni.
Fjölmiðlar Reykjavík Akureyri Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira