Jarðtenging óskast Hildur Björnsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 15:01 Í fannfergi undanfarinna daga hefur mikið mætt á starfsfólki borgarinnar vegna snjómoksturs. Mikið rask hefur orðið á hversdagslegu lífi fólks í borginni og aðstæður fyrir gangandi reynst nær ómögulegar – þvert á fyrirheit um gönguvæna borg. Starfsfólk hefur hins vegar staðið sig með miklum sóma undir miklu álagi, en í einhverjum tilvikum setið undir gagnrýni fyrir afraksturinn. Það er þó ekki við starfsfólk að sakast þegar borgaryfirvöld bjóða þeim óviðunandi starfsaðstæður. Í þessu samhengi vakti athygli yfirlýsing frá starfsfólki vetrarþjónustu sem kvartar undan skilningsleysi borgarstjóra á þeirra starfi. Keypt hafi verið tæki og tól sem hæfa illa til verksins, og starfsfólki því gert ómögulegt að sinna starfi sínu með fullnægjandi hætti. Skrúfjárn og hamar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borgaryfirvöld falla í þann pytt að fljúga með himinskautum þegar jarðtengingar er þörf. Þú réttir ekki skrúfjárn, þeim sem þurfa hamar. Listinn er raunar nokkuð langur. Rekstrarhæfi Sorpu var stefnt í hættu vegna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar sem stenst ekki gæðakröfur. Fordæmalaust lóðaklúður varð til þess að Malbikunarstöðin Höfði var eyðilögð sem söluvara. Sögu Braggans við Nauthólsvík ættu svo flestir að þekkja. Raunir snjómokstursfólks í Reykjavík eru því miður ekki einsdæmi, heldur stef í langþreyttri laglínu. Borgarstjóri skreytir sig með stórum hugmyndum, en gætir ekki að útfærslunni. Þess vegna er grunnþjónusta í borginni í molum. Uppbygging gas- og jarðgerðarstöðvar var göfugt markmið en starfsemin þjónar illa tilgangi sínum í verksmiðju sem stenst ekki nútíma gæðakröfur. Þá má sannarlega nýta verðmætt byggingaland á Höfða undir annað en þungaiðnað, en útfærslan þarf að styðjast við lágmarksfyrirhyggju, og þess þarf að gæta að verðmæti fari ekki í súginn. Sama gildir um veitingarekstur og skemmtanahald í borginni. Það er ekki hlutverk borgarinnar að sjá einstaka rekstraraðilum fyrir niðurgreiddu húsnæði. Aðkoma borgarinnar á að vera almenns eðlis - ryðja þarf hindrunum úr vegi og reka borgina þannig að álögur á rekstraraðila verði sem lægstar. Hæfi til verksins Borgarstjóri hefur verið við völd með örstuttum hléum í tuttugu ár. Borgin er nú á því stigi í stóru sem smáu að vera rekin á sjálfsstýringu að því er virðist af gömlum vana. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um 20% á kjörtímabilinu. Skuldir hafa hækkað um þriðjung. Útgjaldaaukningin hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu. Það sýna ítrekaðar mælingar. Snjómoksturinn er birtingarmynd þess. Hér skortir jarðtengingu. Göturnar verða ekki ruddar með tækjum sem ekki hæfa til verksins, ekki frekar en grunnþjónustan kemur til með að batna með borgarstjóra sem ekki er hæfur til verksins. Við þurfum breytingar – við þurfum Reykjavík sem virkar. Höfundur er borgarfulltrúi og vill leiða lista Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fannfergi undanfarinna daga hefur mikið mætt á starfsfólki borgarinnar vegna snjómoksturs. Mikið rask hefur orðið á hversdagslegu lífi fólks í borginni og aðstæður fyrir gangandi reynst nær ómögulegar – þvert á fyrirheit um gönguvæna borg. Starfsfólk hefur hins vegar staðið sig með miklum sóma undir miklu álagi, en í einhverjum tilvikum setið undir gagnrýni fyrir afraksturinn. Það er þó ekki við starfsfólk að sakast þegar borgaryfirvöld bjóða þeim óviðunandi starfsaðstæður. Í þessu samhengi vakti athygli yfirlýsing frá starfsfólki vetrarþjónustu sem kvartar undan skilningsleysi borgarstjóra á þeirra starfi. Keypt hafi verið tæki og tól sem hæfa illa til verksins, og starfsfólki því gert ómögulegt að sinna starfi sínu með fullnægjandi hætti. Skrúfjárn og hamar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borgaryfirvöld falla í þann pytt að fljúga með himinskautum þegar jarðtengingar er þörf. Þú réttir ekki skrúfjárn, þeim sem þurfa hamar. Listinn er raunar nokkuð langur. Rekstrarhæfi Sorpu var stefnt í hættu vegna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar sem stenst ekki gæðakröfur. Fordæmalaust lóðaklúður varð til þess að Malbikunarstöðin Höfði var eyðilögð sem söluvara. Sögu Braggans við Nauthólsvík ættu svo flestir að þekkja. Raunir snjómokstursfólks í Reykjavík eru því miður ekki einsdæmi, heldur stef í langþreyttri laglínu. Borgarstjóri skreytir sig með stórum hugmyndum, en gætir ekki að útfærslunni. Þess vegna er grunnþjónusta í borginni í molum. Uppbygging gas- og jarðgerðarstöðvar var göfugt markmið en starfsemin þjónar illa tilgangi sínum í verksmiðju sem stenst ekki nútíma gæðakröfur. Þá má sannarlega nýta verðmætt byggingaland á Höfða undir annað en þungaiðnað, en útfærslan þarf að styðjast við lágmarksfyrirhyggju, og þess þarf að gæta að verðmæti fari ekki í súginn. Sama gildir um veitingarekstur og skemmtanahald í borginni. Það er ekki hlutverk borgarinnar að sjá einstaka rekstraraðilum fyrir niðurgreiddu húsnæði. Aðkoma borgarinnar á að vera almenns eðlis - ryðja þarf hindrunum úr vegi og reka borgina þannig að álögur á rekstraraðila verði sem lægstar. Hæfi til verksins Borgarstjóri hefur verið við völd með örstuttum hléum í tuttugu ár. Borgin er nú á því stigi í stóru sem smáu að vera rekin á sjálfsstýringu að því er virðist af gömlum vana. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um 20% á kjörtímabilinu. Skuldir hafa hækkað um þriðjung. Útgjaldaaukningin hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu. Það sýna ítrekaðar mælingar. Snjómoksturinn er birtingarmynd þess. Hér skortir jarðtengingu. Göturnar verða ekki ruddar með tækjum sem ekki hæfa til verksins, ekki frekar en grunnþjónustan kemur til með að batna með borgarstjóra sem ekki er hæfur til verksins. Við þurfum breytingar – við þurfum Reykjavík sem virkar. Höfundur er borgarfulltrúi og vill leiða lista Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar í vor.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun