Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ýkja neysluvísitöluna Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 20:01 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir Hagstofuna standa í vegi breytinga á hlut þróuns húsnæðisverðs í neysluvísitölunni. Stöð 2/Egill Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ofmetinn í vísitölu neysluverðs og hann ýki því ástandið. Hagstofan ein hafi lagst gegn breytingum á vísitölunni. Forsætisráðherra sem einnig fer með málefni Hagstofunnar segir málið ekki hafa verið tekið upp í ríkisstjórn. Vísitala neysluverðs er mælieining sem er mikill örlagavaldur í daglegu lífi Íslendinga. Hún er sett saman af ýmsum breytingum á verðlagi og undanfarið hafa verðhækkanir á hrávöru frá útköndum og húsnæði innanlands haft mest áhrif á hana. Undanfarin misseri hefur verið mikil umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sem leitt hefur til mikilla verðhækkana sem aftur hefur kynt undir verðbólgunni sem nú er að nálgast sex prósent. Þetta hefur eitt til vaxtahækkana sem hafa þurrkað upp vaxtalækkanir undanfarinna tveggja ára. Umræðan um að taka þróun húsnæðisverðs út úr vísitölunni er ekki ný af nálinni en nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gefið þeirri umræðu vængi. Sýnt hafi verið fram á að húsnæðisliðurinn væri rangt reiknaður inn í vísitöluna. „Það þýðir að hún ýkir það. Þannig að þegar mikið gengur á hér á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðisverð rýkur upp hækkar vísitala á öllu landinu og þar með eins og áður var verðtryggð lán heimila,“ segir Sigurður Ingi. Hér væri miðað við mánaðarlegar hækkanir á húsnæðisverði en í Kanada og Svíþjóð til dæmis væri horft til langtíma meðaltala. Forsætisráðherra segir að það hafi verið niðurstaða að vandlega athuguðu máli í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga að taka húsnæðisliðinn ekki út úr neysluvísitölunni.Stöð 2/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þetta hafa verið tekið til ítarlegrar skoðunar á síðasta kjörtímabili. Ríkisstjórnin hafi staðið fyrir því í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að fá einn helsta sérfræðing í heiminum í þessum efnum til að skoða vísitöluna hér á landi. „Niðurstaða þeirrar rýni var að taka húsnæðisliðinn ekki út úr vísitölunni. það má hins vegar deila um hvernig hann er reiknaður og hvaða aðferðarfræði er nýtt við það. En niðurstaðan varð í ágætu samráði við aðila vinnumarkaðarins, að það væri ekki rétt skref að taka þennan lið út úr vísitölunni,“ segir Katrín. Síðan hafi þetta mál ekki verið rætt í ríkisstjórn. Innviðaráðherra segir að þótt ákveðið hafi verið við gerð lífskjarasamninga að taka húnsæðisliðinn út úr vísitölunni hafi menn ákveðið að gera það ekki. Þegar menn héldu að húsnæðisliðurinn færi að hafa neikvæð áhrif á vísitöluna. Það hafi hins vegar reynst skammvinnur vermir fyrir neytendur og varað í nokkra mánuði. Hagstofustjóri kannast hins vegar ekki við það í samtali við Vísi að Hagstofan stæði í vegi fyrir breytingum á vísitölunni eins og innviðaráðherra hafi fullyrt. Stjórnvöld hefðu ákveðið að verðtryggja lán og hafi lagavaldið í þeim efnum. „Ég er fyrst og fremst sem stjórnmálamaður að setja þetta á borðið og segja; er þetta ekki eitt af því sem við eigum að skoða, segir innviðaráðherra. Er andstaðan núna eingöngu finnst þér hjá Hagstofunni og dugar hún ein og sér til? „Það virðist vera já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Vísitala neysluverðs er mælieining sem er mikill örlagavaldur í daglegu lífi Íslendinga. Hún er sett saman af ýmsum breytingum á verðlagi og undanfarið hafa verðhækkanir á hrávöru frá útköndum og húsnæði innanlands haft mest áhrif á hana. Undanfarin misseri hefur verið mikil umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sem leitt hefur til mikilla verðhækkana sem aftur hefur kynt undir verðbólgunni sem nú er að nálgast sex prósent. Þetta hefur eitt til vaxtahækkana sem hafa þurrkað upp vaxtalækkanir undanfarinna tveggja ára. Umræðan um að taka þróun húsnæðisverðs út úr vísitölunni er ekki ný af nálinni en nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gefið þeirri umræðu vængi. Sýnt hafi verið fram á að húsnæðisliðurinn væri rangt reiknaður inn í vísitöluna. „Það þýðir að hún ýkir það. Þannig að þegar mikið gengur á hér á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðisverð rýkur upp hækkar vísitala á öllu landinu og þar með eins og áður var verðtryggð lán heimila,“ segir Sigurður Ingi. Hér væri miðað við mánaðarlegar hækkanir á húsnæðisverði en í Kanada og Svíþjóð til dæmis væri horft til langtíma meðaltala. Forsætisráðherra segir að það hafi verið niðurstaða að vandlega athuguðu máli í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga að taka húsnæðisliðinn ekki út úr neysluvísitölunni.Stöð 2/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þetta hafa verið tekið til ítarlegrar skoðunar á síðasta kjörtímabili. Ríkisstjórnin hafi staðið fyrir því í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að fá einn helsta sérfræðing í heiminum í þessum efnum til að skoða vísitöluna hér á landi. „Niðurstaða þeirrar rýni var að taka húsnæðisliðinn ekki út úr vísitölunni. það má hins vegar deila um hvernig hann er reiknaður og hvaða aðferðarfræði er nýtt við það. En niðurstaðan varð í ágætu samráði við aðila vinnumarkaðarins, að það væri ekki rétt skref að taka þennan lið út úr vísitölunni,“ segir Katrín. Síðan hafi þetta mál ekki verið rætt í ríkisstjórn. Innviðaráðherra segir að þótt ákveðið hafi verið við gerð lífskjarasamninga að taka húnsæðisliðinn út úr vísitölunni hafi menn ákveðið að gera það ekki. Þegar menn héldu að húsnæðisliðurinn færi að hafa neikvæð áhrif á vísitöluna. Það hafi hins vegar reynst skammvinnur vermir fyrir neytendur og varað í nokkra mánuði. Hagstofustjóri kannast hins vegar ekki við það í samtali við Vísi að Hagstofan stæði í vegi fyrir breytingum á vísitölunni eins og innviðaráðherra hafi fullyrt. Stjórnvöld hefðu ákveðið að verðtryggja lán og hafi lagavaldið í þeim efnum. „Ég er fyrst og fremst sem stjórnmálamaður að setja þetta á borðið og segja; er þetta ekki eitt af því sem við eigum að skoða, segir innviðaráðherra. Er andstaðan núna eingöngu finnst þér hjá Hagstofunni og dugar hún ein og sér til? „Það virðist vera já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent