Jón Arnór hraunaði yfir félagana í eldræðu: „Lítið út eins og fokking börn“ Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2022 12:00 Liðsfélagar Jóns Arnórs steinþögðu allir sem einn á meðan að hann hellti úr skálum reiði sinnar. Skjáskot/Stöð 2 Jón Arnór Stefánsson hraunaði gjörsamlega yfir orðlausa liðsfélaga sína í mikilli eldræðu sem hann flutti í búningsklefanum eftir að hafa tapað með Val gegn sínu gamla liði KR á síðustu leiktíð. Þættirnir Jón Arnór gefa einstaka sýn inn í síðustu leiktíðina á löngum og farsælum ferli þessa sigursæla körfuboltamanns. Hápunktur fyrsta þáttar var þrumuræða Jóns sem sjá má hér að neðan en hann úthúðaði liðsfélögum sínum eftir 80-71 tap gegn KR á Hlíðarenda fyrir rúmu ári síðan, og greinilegt að Jóni sárnaði sérstaklega að hafa tapað gegn sínu gamla liði. Klippa: Jón Arnór - Þrumuræða eftir tap gegn KR „Þá ertu að svara mér. Til hvers?“ Hann beindi orðum sínum sérstaklega að vini sínum Kristófer Acox í upphafi: „Við erum með „game plan“, sérstaklega varðandi skotmanninn þeirra, en hann fékk að gera það sem hann gerir. Ég veit ekki hvað við höfum átt þessar samræður oft, ég og þú Kristó, og fleiri… hvað er svona flókið við að fara bara á vinstri höndina á honum. Þetta er það sem hann gerir. Ég segi það við þig í annað skiptið sem hann skýtur í andlitið á þér, og þá ertu að svara mér. Til hvers? Farðu bara á fokking vinstri höndina á honum,“ sagði Jón. Okkar stóru menn eins og djöfulsins heybrækur Hann skipti svo yfir í ensku til þess að Miguel Cardoso og Sinisa Bilic gætu skilið skammirnar, foxillur yfir því að Tyler Sabin fengi að leika lausum hala í liði KR en hann var langstigahæstur með 33 stig í leiknum: Þættirnir um Jón Arnór eru sýndir á Stöð 2 Sport á miðviikudögum og á Stöð 2 á fimmtudögum. „Við leyfðum honum að komast í sinn gír og þess vegna setti hann niður skot allan fokking leikinn. Vegna þess að við gerum heimskuleg, helvítis mistök. Einfalda hluti. Við erum aumir frá byrjun leiksins. Bilic, og allir, þið lítið út eins og fokking börn þarna. Þeir spiluðu af öllu sínu hjarta, eru ekki einu sinni með stóran mann, en okkar stóru menn eru eins og djöfulsins heybrækur [e. fucking pussies],“ sagði Jón, í lauslegri þýðingu blaðamanns. „Leikáætlunin var skelfileg en við getum ekki einu sinni farið þarna og sýnt að minnsta kosti eitthvað. Einhverjar tilfinningar, eitthvað stolt, ekkert!“ sagði Jón. „Hverjum er ekki drullusama um ÍR?“ Hann kvaðst ekki hafa ætlað sér að æsa sig svona en missti svo gjörsamlega stjórn á sér og lét orð falla sem þóttu hreinlega of gróf fyrir sjónvarp. „Það eru engar afsakanir fyrir þessari skitu. Við erum ekki í standi, við erum fokking hægir og feitir, og lítum út eins og algjörir byrjendur þarna. Allt frá fokking sókninni og í fokking þjálfarateymið. Allir! Setjum þessa leikáætlun og þessa framkvæmd á henni í ruslið,“ sagði Jón, og við tök grafarþögn en liðsfélagar hans steinþögðu raunar allan tímann: „Gerið fokking betur, frá og með næstu fokking æfingu. Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera klárir í. Ekki gegn fokking ÍR [Valur vann ÍR í leiknum fyrir viðureignina við KR]. Hverjum er ekki drullusama um ÍR? Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera tilbúnir fyrir allt tímabilið.“ Leikstjóri þáttanna um Jón Arnór er Garðar Örn Arnarson og kvikmyndatökumaður Sigurður Már Davíðsson. Þeir fengu leyfi til að fylgja Jóni náið eftir alla síðustu leiktíð og það myndefni er meðal þess sem notað er í sex þátta seríu sem hóf göngu sína í síðustu viku. Þáttur númer tvö er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 22.05, og á Stöð 2 á morgun kl. 20. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Körfubolti Valur KR Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Fleiri fréttir Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sjá meira
Þættirnir Jón Arnór gefa einstaka sýn inn í síðustu leiktíðina á löngum og farsælum ferli þessa sigursæla körfuboltamanns. Hápunktur fyrsta þáttar var þrumuræða Jóns sem sjá má hér að neðan en hann úthúðaði liðsfélögum sínum eftir 80-71 tap gegn KR á Hlíðarenda fyrir rúmu ári síðan, og greinilegt að Jóni sárnaði sérstaklega að hafa tapað gegn sínu gamla liði. Klippa: Jón Arnór - Þrumuræða eftir tap gegn KR „Þá ertu að svara mér. Til hvers?“ Hann beindi orðum sínum sérstaklega að vini sínum Kristófer Acox í upphafi: „Við erum með „game plan“, sérstaklega varðandi skotmanninn þeirra, en hann fékk að gera það sem hann gerir. Ég veit ekki hvað við höfum átt þessar samræður oft, ég og þú Kristó, og fleiri… hvað er svona flókið við að fara bara á vinstri höndina á honum. Þetta er það sem hann gerir. Ég segi það við þig í annað skiptið sem hann skýtur í andlitið á þér, og þá ertu að svara mér. Til hvers? Farðu bara á fokking vinstri höndina á honum,“ sagði Jón. Okkar stóru menn eins og djöfulsins heybrækur Hann skipti svo yfir í ensku til þess að Miguel Cardoso og Sinisa Bilic gætu skilið skammirnar, foxillur yfir því að Tyler Sabin fengi að leika lausum hala í liði KR en hann var langstigahæstur með 33 stig í leiknum: Þættirnir um Jón Arnór eru sýndir á Stöð 2 Sport á miðviikudögum og á Stöð 2 á fimmtudögum. „Við leyfðum honum að komast í sinn gír og þess vegna setti hann niður skot allan fokking leikinn. Vegna þess að við gerum heimskuleg, helvítis mistök. Einfalda hluti. Við erum aumir frá byrjun leiksins. Bilic, og allir, þið lítið út eins og fokking börn þarna. Þeir spiluðu af öllu sínu hjarta, eru ekki einu sinni með stóran mann, en okkar stóru menn eru eins og djöfulsins heybrækur [e. fucking pussies],“ sagði Jón, í lauslegri þýðingu blaðamanns. „Leikáætlunin var skelfileg en við getum ekki einu sinni farið þarna og sýnt að minnsta kosti eitthvað. Einhverjar tilfinningar, eitthvað stolt, ekkert!“ sagði Jón. „Hverjum er ekki drullusama um ÍR?“ Hann kvaðst ekki hafa ætlað sér að æsa sig svona en missti svo gjörsamlega stjórn á sér og lét orð falla sem þóttu hreinlega of gróf fyrir sjónvarp. „Það eru engar afsakanir fyrir þessari skitu. Við erum ekki í standi, við erum fokking hægir og feitir, og lítum út eins og algjörir byrjendur þarna. Allt frá fokking sókninni og í fokking þjálfarateymið. Allir! Setjum þessa leikáætlun og þessa framkvæmd á henni í ruslið,“ sagði Jón, og við tök grafarþögn en liðsfélagar hans steinþögðu raunar allan tímann: „Gerið fokking betur, frá og með næstu fokking æfingu. Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera klárir í. Ekki gegn fokking ÍR [Valur vann ÍR í leiknum fyrir viðureignina við KR]. Hverjum er ekki drullusama um ÍR? Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera tilbúnir fyrir allt tímabilið.“ Leikstjóri þáttanna um Jón Arnór er Garðar Örn Arnarson og kvikmyndatökumaður Sigurður Már Davíðsson. Þeir fengu leyfi til að fylgja Jóni náið eftir alla síðustu leiktíð og það myndefni er meðal þess sem notað er í sex þátta seríu sem hóf göngu sína í síðustu viku. Þáttur númer tvö er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 22.05, og á Stöð 2 á morgun kl. 20. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Körfubolti Valur KR Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Fleiri fréttir Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti