Fjölskyldur landsins í „hlekkjum afborgana“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 14:30 Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags, segir að eitt af stóru baráttumálunum fyrir komandi kjarasamninga verði krafan um mannúðlega húsnæðisstefnu. Sameyki Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags, segir að það sé meðvituð ákvörðun stjórnvalda að stýra ekki húsnæðismarkaðnum og láta frumskógarlögmálið ráða för. Eitt af stóru baráttumálunum fyrir komandi kjarasamninga er krafan um mannúðlega húsnæðisstefnu. Liður í slíkri stefnu er hugmyndin um að lífeyrissjóðirnir ráðist í byggingaframkvæmdir með það fyrir augum að leigja út. Þórarinn ræddi við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðu og þróun húsnæðismála leiðir í ljós að hlutfall leigjanda á Íslandi er 17% sem þykir nokkuð lágt hlutfall, einkum í samanburði við meðaltal leigjenda í Evrópusambandsríkjum sem er 30%. Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull kallaði eftir aðkomu lífeyrissjóðanna í pistli sem hann skrifaði í Stundina. Í staðinn fyrir að vera hluti af vandanum - með því að lána til húsnæðiskaupa og ýta undir hækkun íbúðaverðs, gætu þeir ráðist í byggingarframkvæmdir til útleigu. Þórarinn Eyfjörð formaður stéttarfélagsins Sameykis tekur undir með Jökli. Húsnæðiskerfið mannanna verk „Húsnæðiskerfið er bara mannanna verk og það er hægt að byggja ramma utan um kerfið sem er mannúðlegt, hjálpar fjölskyldum landsins og hjálpar þar af leiðandi hjálpar samfélaginu öllu til að vaxa og dafna á öllum sviðum. Þegar þú setur fjölskyldur landsins í spennitreyju og hlekki afborgana af lánum sem fólk ræður ekki við þá hefur það áhrif og afleiðingar á allt fjölskyldulífið og þá erum við að skila bæði börnunum okkar, vinnuaflinu og allri okkar tilveru til framtíðar í einhvers konar hlekkjum og það er ómöguleg stefna.“ Líkir leigumarkaðnum við þrælahald Þórarinn kallar ástandið eins og það er í dag „afborganavíti“. Stjórnvöld og allir sem eiga í hlut verði að finna lausnir. Liður í því er að gera leigumarkaðinn aðlaðandi fyrir lífeyrissjóðina. „Þeir geta komið inn á markaðinn til að byggja upp og síðan myndum við koma rekstrarfyrirkomulaginu í tryggan, öruggan rekstur því lífeyrissjóðirnir geta gert hóflega ávöxtunarkröfu, það er að segja ekki þetta markaðsálag og ekki þessa brjálæðislegu gróðahyggju heldur bara sem stabíla ávöxtunarleið til lengri tíma þar sem lífeyrissjóðirnir geta verið öruggir með ávöxtunina sína og leigjendur geta verið öruggir með sitt húsnæði, sitt leiguverð og þróun á leiguverði. Þannig geta þeir komist út úr þessu frumskógarlögmáli og þessu í rauninni þrælahaldi á fjölskyldum sem eru á leigumarkaðnum og ráða ekkert við leiguverðið,“ sagði Þórarinn. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur greint frá því ófremdarástandi sem ríkir á húsnæðismarkaði en tilfinnanlegur skortur er á íbúðum og húsnæðisverð fer ört hækkandi. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30 Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04 Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Eitt af stóru baráttumálunum fyrir komandi kjarasamninga er krafan um mannúðlega húsnæðisstefnu. Liður í slíkri stefnu er hugmyndin um að lífeyrissjóðirnir ráðist í byggingaframkvæmdir með það fyrir augum að leigja út. Þórarinn ræddi við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðu og þróun húsnæðismála leiðir í ljós að hlutfall leigjanda á Íslandi er 17% sem þykir nokkuð lágt hlutfall, einkum í samanburði við meðaltal leigjenda í Evrópusambandsríkjum sem er 30%. Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull kallaði eftir aðkomu lífeyrissjóðanna í pistli sem hann skrifaði í Stundina. Í staðinn fyrir að vera hluti af vandanum - með því að lána til húsnæðiskaupa og ýta undir hækkun íbúðaverðs, gætu þeir ráðist í byggingarframkvæmdir til útleigu. Þórarinn Eyfjörð formaður stéttarfélagsins Sameykis tekur undir með Jökli. Húsnæðiskerfið mannanna verk „Húsnæðiskerfið er bara mannanna verk og það er hægt að byggja ramma utan um kerfið sem er mannúðlegt, hjálpar fjölskyldum landsins og hjálpar þar af leiðandi hjálpar samfélaginu öllu til að vaxa og dafna á öllum sviðum. Þegar þú setur fjölskyldur landsins í spennitreyju og hlekki afborgana af lánum sem fólk ræður ekki við þá hefur það áhrif og afleiðingar á allt fjölskyldulífið og þá erum við að skila bæði börnunum okkar, vinnuaflinu og allri okkar tilveru til framtíðar í einhvers konar hlekkjum og það er ómöguleg stefna.“ Líkir leigumarkaðnum við þrælahald Þórarinn kallar ástandið eins og það er í dag „afborganavíti“. Stjórnvöld og allir sem eiga í hlut verði að finna lausnir. Liður í því er að gera leigumarkaðinn aðlaðandi fyrir lífeyrissjóðina. „Þeir geta komið inn á markaðinn til að byggja upp og síðan myndum við koma rekstrarfyrirkomulaginu í tryggan, öruggan rekstur því lífeyrissjóðirnir geta gert hóflega ávöxtunarkröfu, það er að segja ekki þetta markaðsálag og ekki þessa brjálæðislegu gróðahyggju heldur bara sem stabíla ávöxtunarleið til lengri tíma þar sem lífeyrissjóðirnir geta verið öruggir með ávöxtunina sína og leigjendur geta verið öruggir með sitt húsnæði, sitt leiguverð og þróun á leiguverði. Þannig geta þeir komist út úr þessu frumskógarlögmáli og þessu í rauninni þrælahaldi á fjölskyldum sem eru á leigumarkaðnum og ráða ekkert við leiguverðið,“ sagði Þórarinn. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur greint frá því ófremdarástandi sem ríkir á húsnæðismarkaði en tilfinnanlegur skortur er á íbúðum og húsnæðisverð fer ört hækkandi.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30 Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04 Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30
Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04
Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07