Kærkomið frelsi Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 24. febrúar 2022 11:02 Afnám allra sóttvarnartakmarkana eru kærkomin kaflaskil. Loks getum við byrjað að lifa og njóta þess að vera til án takmarkana, því ber að fagna ákaft. En í öllum frestuðu veislunum sem nú fara að hellast yfir okkur, allar í einu, megum við ekki gleyma að draga lærdóm af þeim takmörkunum sem voru á okkur sett. Þau hafa, þrátt fyrir nauðsyn sína, kennt okkur hversu dýrmætt frelsið er okkur öllum; að geta hitt hvort annað, faðmað, haft gaman og búið til minningar saman. Þetta megum við sem lifðum þennan tíma, aldrei aftur taka sem sjálfsögðum hlut. Ég vona líka virkilega að þessi lærdómur skili sér í aukinni virðingu fyrir frelsinu ásamt skilningi á því að jafnvel hin minnsta frelsisskerðing kemur niður á lífsgæðum okkar. Því er ávallt rík ástæða til að halda uppi þeirri ófrávíkjanlegri kröfu á stjórnvöld að gífurlegir almannahagsmunir (eins og heimsfaraldur) verði að búa að baki öllum frelsisskerðingum á líf okkar, stórum sem smáum. Ég ásamt fleira ungu fólki bjóðum okkur þess vegna fram til stjórnarsetu í Heimdalli. Félagi ungmenna sem hefur barist fyrir frelsinu sleitulaust í 95 ár. Það er okkar von að við hljótum stuðning til þess að blása lífi og krafti í starf þessa sögulega og mikilvæga félags, til að halda mikilvægi frelsisins kröftuglega á lofti og veita stjórnvöldum ærið aðhald. Nú þegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda renna sitt skeið er mikilvægt að þau þurfi enn að svara því hvenær aðrar hömlur þess á okkar líf verða afnumdar. Hvenær fáum við að versla eðlilega með löglegar neysluvörur líkt og áfengi? Hvenær fá aðrir en handhafar leyfa, sem ganga í erfðir að skutla fólki fyrir greiðslu? Hvenær fáum við að versla okkur verkjalyf utan takmarkaðra opnunartíma apóteka? Hvenær munum við byrja að taka á neysluvanda sem heilbrigðismáli en ekki lögreglumáli? Fyrir sumum eru þessi mál ómerkileg en fyrir öðrum eru þetta skerðingar á lífsgæðum og réttindum. Því skal aldrei tekið af léttúð. Stjórnvöld verða að geta rökstutt þessar áframhaldandi hömlur á líf okkur, en það gerist ekki nema að einhver krefji þau um það. Það höfum við í Heimdalli alltaf gert og munum áfram gera af krafti, fái ég til þess umboð að leiða félagið. Kosið verður í dag milli 16 og 20 og milli 16 og 19 á föstudaginn. Öll á aldrinum 15-35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið, hægt að skrá sig hér: https://xd.is/minar-sidur/ Höfundur leiðir lista Birtu og Kára til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Afnám allra sóttvarnartakmarkana eru kærkomin kaflaskil. Loks getum við byrjað að lifa og njóta þess að vera til án takmarkana, því ber að fagna ákaft. En í öllum frestuðu veislunum sem nú fara að hellast yfir okkur, allar í einu, megum við ekki gleyma að draga lærdóm af þeim takmörkunum sem voru á okkur sett. Þau hafa, þrátt fyrir nauðsyn sína, kennt okkur hversu dýrmætt frelsið er okkur öllum; að geta hitt hvort annað, faðmað, haft gaman og búið til minningar saman. Þetta megum við sem lifðum þennan tíma, aldrei aftur taka sem sjálfsögðum hlut. Ég vona líka virkilega að þessi lærdómur skili sér í aukinni virðingu fyrir frelsinu ásamt skilningi á því að jafnvel hin minnsta frelsisskerðing kemur niður á lífsgæðum okkar. Því er ávallt rík ástæða til að halda uppi þeirri ófrávíkjanlegri kröfu á stjórnvöld að gífurlegir almannahagsmunir (eins og heimsfaraldur) verði að búa að baki öllum frelsisskerðingum á líf okkar, stórum sem smáum. Ég ásamt fleira ungu fólki bjóðum okkur þess vegna fram til stjórnarsetu í Heimdalli. Félagi ungmenna sem hefur barist fyrir frelsinu sleitulaust í 95 ár. Það er okkar von að við hljótum stuðning til þess að blása lífi og krafti í starf þessa sögulega og mikilvæga félags, til að halda mikilvægi frelsisins kröftuglega á lofti og veita stjórnvöldum ærið aðhald. Nú þegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda renna sitt skeið er mikilvægt að þau þurfi enn að svara því hvenær aðrar hömlur þess á okkar líf verða afnumdar. Hvenær fáum við að versla eðlilega með löglegar neysluvörur líkt og áfengi? Hvenær fá aðrir en handhafar leyfa, sem ganga í erfðir að skutla fólki fyrir greiðslu? Hvenær fáum við að versla okkur verkjalyf utan takmarkaðra opnunartíma apóteka? Hvenær munum við byrja að taka á neysluvanda sem heilbrigðismáli en ekki lögreglumáli? Fyrir sumum eru þessi mál ómerkileg en fyrir öðrum eru þetta skerðingar á lífsgæðum og réttindum. Því skal aldrei tekið af léttúð. Stjórnvöld verða að geta rökstutt þessar áframhaldandi hömlur á líf okkur, en það gerist ekki nema að einhver krefji þau um það. Það höfum við í Heimdalli alltaf gert og munum áfram gera af krafti, fái ég til þess umboð að leiða félagið. Kosið verður í dag milli 16 og 20 og milli 16 og 19 á föstudaginn. Öll á aldrinum 15-35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið, hægt að skrá sig hér: https://xd.is/minar-sidur/ Höfundur leiðir lista Birtu og Kára til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar