„Sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. febrúar 2022 12:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Egill Aðalsteinsson Forsætisráðherra fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og segir að íslensk stjórnvöld muni þegar í stað leggja aukið fé í mannúðaraðstoð. Þá megi búast við aukinni umferð og liðsflutningum af hálfu Atlantshafsbandalagsins um varnarsvæðið á næstu dögum og vikum. „Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessa innrás og að sjálfsögðu höfum við áhyggjur. Ekki bara af almennum borgurum, við höfum áhyggjur af því að þessi stríðsátök magnist upp og valdi ómældum hörmungum og það er sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Íslands hefur öll fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og kalla eftir því að gengið verði eins langt og hægt er í refsiaðgerðum á hendur þeim. Þjóðaröryggisráðs saman á áður boðaðan fund í morgun til þess að fara yfir næstu skref, þar sem afstöðu Íslendinga var meðal annars komið á framfæri við sendiherra Íslands í Moskvu í Rússlandi. „Það liggur algjörlega ljóst fyrir að Ísland mun taka þátt í þeim efnahagslegu refsiaðgerðum sem eru fyrirhugaðar og þær voru þegar hafnar af hálfu Evrópusambandsins og samstarfsríkja, sem eru meðal annars Ísland og Noregur. Þar mun koma til harðari þvingunaraðgerða eins og það liggur fyrir og það verður aukinn viðbúnaður af hálfu Atlantshafsbandalagsins vegna þessarar stöðu,” segir Katrín. Þá muni íslensk stjórnvöld þegar í stað leggja aukið fé í mannúðaraðstoð. Enn fremur megi búast við aukinni umferð um varnarsvæðið vegna stöðunnar. „Það sem við eigum von á er að það gætu orðið liðsflutningar af hálfu Atlantshafsbandalagsins sem gæti birst í aukinni umferð við varnarsvæðið við Keflavíkurflugvöll.” Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
„Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessa innrás og að sjálfsögðu höfum við áhyggjur. Ekki bara af almennum borgurum, við höfum áhyggjur af því að þessi stríðsátök magnist upp og valdi ómældum hörmungum og það er sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Íslands hefur öll fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og kalla eftir því að gengið verði eins langt og hægt er í refsiaðgerðum á hendur þeim. Þjóðaröryggisráðs saman á áður boðaðan fund í morgun til þess að fara yfir næstu skref, þar sem afstöðu Íslendinga var meðal annars komið á framfæri við sendiherra Íslands í Moskvu í Rússlandi. „Það liggur algjörlega ljóst fyrir að Ísland mun taka þátt í þeim efnahagslegu refsiaðgerðum sem eru fyrirhugaðar og þær voru þegar hafnar af hálfu Evrópusambandsins og samstarfsríkja, sem eru meðal annars Ísland og Noregur. Þar mun koma til harðari þvingunaraðgerða eins og það liggur fyrir og það verður aukinn viðbúnaður af hálfu Atlantshafsbandalagsins vegna þessarar stöðu,” segir Katrín. Þá muni íslensk stjórnvöld þegar í stað leggja aukið fé í mannúðaraðstoð. Enn fremur megi búast við aukinni umferð um varnarsvæðið vegna stöðunnar. „Það sem við eigum von á er að það gætu orðið liðsflutningar af hálfu Atlantshafsbandalagsins sem gæti birst í aukinni umferð við varnarsvæðið við Keflavíkurflugvöll.”
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira