Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 10:59 Hilmar Leifsson, bróðir Tryggva Rúnars Leifssonar, og fleiri aðstandendur Tryggva í Hæstarétti árið 2018 þegar sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru sýknaðir. Vísir/Daníel Þór Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. Málið er angi af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi Rúnar var árið 1980 sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi, brennu, nauðgun og þjófnaðarbrot. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 13 ár. Tryggvi Rúnar lést 1. maí 2009. Hinn 24. febrúar 2017 féllst endurupptökunefnd á endurupptöku máls Tryggva og fleiri sakborninga. Var hann með dómi Hæstaréttar árið 2018 sýknaður af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Erfingjar Tryggva Rúnars höfðuðu líkt og aðrir sakborningar og erfingjar þeirra miskabótamál á hendur ríkinu á þeim grundvelli að Tryggvi Rúnar hefði hlotið óréttláta málsmeðferð, frelsissviptingu og harðræði í gæsluvarðhaldi. Sömuleiðis bóta vegna atvinnumissis og annars fjárhagslegs tjóns vegna málsins. Íslenska ríkið var sýknað í bótamáli dánarbús Tryggva á þeim grundvelli að skilyrði væru ekki uppfyllt á þann veg að krafa um miskabætur gæti erfst og runnið til dánarbúsins. Þá taldi Landsréttur að dánarbúið hefði ekki lagt fram nein gögn til stuðnings kröfu sinni um skaðabætur vegna atvinnumissis og annars fjártjóns. Þeirri kröfu var því vísað frá héraðsdómi sökum vanreifunar. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður dánarbús Tryggva Rúnars, var harðorður í garð íslenska ríkisins þegar niðurstaðan var ljós í Landsrétti í desember. Við sama tilefni voru dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar, annars sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, dæmdar 350 milljónir krónur í bætur. „Málið fellur á því að ríkið er sýknað því Tryggvi lést áður en málið var höfðað,“ sagði Páll Rúnar í samtali við fréttastofu. „Hins vegar er fallist á bótarétt Kristján því hann lést eftir að málið var höfðað.“ Hann sagðist eiga von á því að íslenska ríkið gerði upp við dánarbú Tryggva Rúnars líkt og hinna, ella yrði málinu áfrýjað til Hæstaréttar sem nú er orðin raunin. Hæstiréttur féllst á að dómurinn kynni að hafa fordæmisgildi og var áfrýjunarbeiðnin því samþykkt. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Málið er angi af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi Rúnar var árið 1980 sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi, brennu, nauðgun og þjófnaðarbrot. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 13 ár. Tryggvi Rúnar lést 1. maí 2009. Hinn 24. febrúar 2017 féllst endurupptökunefnd á endurupptöku máls Tryggva og fleiri sakborninga. Var hann með dómi Hæstaréttar árið 2018 sýknaður af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Erfingjar Tryggva Rúnars höfðuðu líkt og aðrir sakborningar og erfingjar þeirra miskabótamál á hendur ríkinu á þeim grundvelli að Tryggvi Rúnar hefði hlotið óréttláta málsmeðferð, frelsissviptingu og harðræði í gæsluvarðhaldi. Sömuleiðis bóta vegna atvinnumissis og annars fjárhagslegs tjóns vegna málsins. Íslenska ríkið var sýknað í bótamáli dánarbús Tryggva á þeim grundvelli að skilyrði væru ekki uppfyllt á þann veg að krafa um miskabætur gæti erfst og runnið til dánarbúsins. Þá taldi Landsréttur að dánarbúið hefði ekki lagt fram nein gögn til stuðnings kröfu sinni um skaðabætur vegna atvinnumissis og annars fjártjóns. Þeirri kröfu var því vísað frá héraðsdómi sökum vanreifunar. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður dánarbús Tryggva Rúnars, var harðorður í garð íslenska ríkisins þegar niðurstaðan var ljós í Landsrétti í desember. Við sama tilefni voru dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar, annars sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, dæmdar 350 milljónir krónur í bætur. „Málið fellur á því að ríkið er sýknað því Tryggvi lést áður en málið var höfðað,“ sagði Páll Rúnar í samtali við fréttastofu. „Hins vegar er fallist á bótarétt Kristján því hann lést eftir að málið var höfðað.“ Hann sagðist eiga von á því að íslenska ríkið gerði upp við dánarbú Tryggva Rúnars líkt og hinna, ella yrði málinu áfrýjað til Hæstaréttar sem nú er orðin raunin. Hæstiréttur féllst á að dómurinn kynni að hafa fordæmisgildi og var áfrýjunarbeiðnin því samþykkt.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira