Komu til landsins í rauðri viðvörun og fara í appelsínugulri Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 21:01 Rachel Acosta og Chris Rodriguez frá Texas í Bandaríkjunum. Stöð 2 Hús voru rýmd á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og rafmagnslaust varð á hluta landsins í óveðri sem gekk yfir landið í dag. Ferðamenn sem sátu fastir vegna lokunar Reykjanesbrautar hafa notið Íslandsdvalarinnar, þrátt fyrir veðravíti síðustu daga. Hættustigi Veðurstofunnar var lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og Tálknafirði í dag. Á annan tug íbúðarhúsa voru rýmd, og sæta sumir íbúanna því rýmingu í annað sinn á rúmum tveimur vikum. Appelsínugular og gular stormviðvaranir voru jafnframt í gildi yfir daginn í langflestum landshlutum. Veðrið olli víða rafmagnsleysi; til að mynda á Snæfellsnesi og víðar á Vesturlandi, auk þess sem eldingu sló niður í Sogslínu 2 og olli spennuhöggi á höfuðborgarsvæðinu síðdegis. Þá sinntu björgunarsveitir hátt í hundrað verkefnum af ýmsu tagi um land allt en hér sjást björgunarsveitarmenn til að mynda losa fastan bíl á Mosfellsheiði. Þá olli óveðrið nokkuð víðtækum samgöngutruflunum. Opnað var aftur fyrir umferð um Reykjanesbraut síðdegis en í millitíðinni sat fjöldi ferðamanna fastur á umferðarmiðstöð BSÍ. Rachel og Chris frá Texas mættu til landsins á þriðjudag, beint í rauða viðvörun. „Við rétt sáum sólina í fyrsta skipti í gær,“ sagði Chris í samtali við fréttastofu. Rachel bætir við: „Við erum frá Texas og þar getu verið býsna mikill veðurhamur en ég held að þetta slái því sennilega við. Við höfum ekki heimili hér til að leita skjóls og við erum upp á náð almenningssamgangna komin.“ Og mæðgum frá Iowa þótti nóg um er þær biðu eftir rútu í dag. „Við þurftum að standa í rigningunni og rokinu og halda okkur í ruslatunnu svo við fykjum ekki burt.“ Í Iowa, eins og á Íslandi, sé ætíð allra veðra von. „Við erum vanar þessu,“ segja mæðgurnar Cathy og Yashaira Padilla. Bandaríkin Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Hættustigi Veðurstofunnar var lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og Tálknafirði í dag. Á annan tug íbúðarhúsa voru rýmd, og sæta sumir íbúanna því rýmingu í annað sinn á rúmum tveimur vikum. Appelsínugular og gular stormviðvaranir voru jafnframt í gildi yfir daginn í langflestum landshlutum. Veðrið olli víða rafmagnsleysi; til að mynda á Snæfellsnesi og víðar á Vesturlandi, auk þess sem eldingu sló niður í Sogslínu 2 og olli spennuhöggi á höfuðborgarsvæðinu síðdegis. Þá sinntu björgunarsveitir hátt í hundrað verkefnum af ýmsu tagi um land allt en hér sjást björgunarsveitarmenn til að mynda losa fastan bíl á Mosfellsheiði. Þá olli óveðrið nokkuð víðtækum samgöngutruflunum. Opnað var aftur fyrir umferð um Reykjanesbraut síðdegis en í millitíðinni sat fjöldi ferðamanna fastur á umferðarmiðstöð BSÍ. Rachel og Chris frá Texas mættu til landsins á þriðjudag, beint í rauða viðvörun. „Við rétt sáum sólina í fyrsta skipti í gær,“ sagði Chris í samtali við fréttastofu. Rachel bætir við: „Við erum frá Texas og þar getu verið býsna mikill veðurhamur en ég held að þetta slái því sennilega við. Við höfum ekki heimili hér til að leita skjóls og við erum upp á náð almenningssamgangna komin.“ Og mæðgum frá Iowa þótti nóg um er þær biðu eftir rútu í dag. „Við þurftum að standa í rigningunni og rokinu og halda okkur í ruslatunnu svo við fykjum ekki burt.“ Í Iowa, eins og á Íslandi, sé ætíð allra veðra von. „Við erum vanar þessu,“ segja mæðgurnar Cathy og Yashaira Padilla.
Bandaríkin Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira