Eriksen: „Að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning“ Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 12:31 Christian Eriksen í leiknum gegn Newcastle í gær (Photo by Marc Atkins/Getty Images) Getty Images Christian Eriksen snéri aftur á völlinn í gær, 259 dögum eftir að danski landsliðsmaðurinn dó á fótboltavellinum í Parken í Kaupmannahöfn í landsleik Danmerkur og Finnlands á EM 2020. Erkison fór í hjartastopp og var meðvitundarlaus í rúmlega fimm mínútur áður en hann var endurlífgaður. Á þeim tíma þegar Eriksen var borinn af leikvellinum var talið ólíklegt að hann myndi nokkurn tíman stíga aftur fæti inn á fótboltavöllinn. „Að frátöldum úrslitum leiksins þá er ég einn hamingjusamur maður,“ sagði Eriksen í viðtali eftir 0-2 tap Brentford gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Að fara í gegnum það sem ég þurfti að upplifa og að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning.“ „Það voru allir hér á vellinum. Fjölskyldan mín, foreldrar mínir, börnin mín, tengdaforeldrar og nokkrir læknar sem hafa fylgt mér í gegnum allt ferlið. Það sem þau hafa þurft að fara í gegnum er mögulega erfiðara en það sem ég þurfti að fara í gegnum.“ Eriksen kom inn á völlinn í gær á 52. mínútu þegar honum var skipt inn á fyrir Mathias Jensen en kaldhæðnislega var það Jensen sem kom inn á fyrir Eriksen hjá danska landsliðinu þegar Eriksen varð að yfirgefa völlinn vegna hjartastopps í leiknum gegn Finnlandi á EM. Eftir atvikið á Parken var græddur bjargráður í Eriksen en reglur á Ítalíu meina íþróttafólki frá því að spila með slíkan búnað. Var því strax ljóst að Eriksen gæti ekki aftur spilað með Inter Milan, liðinu sem hann var samningsbundinn þegar atvikið átti sér stað. Stærsti sigur Eriksen er að lifa þessa óþægilegu lífsreynslu af. „Ég tapaði nokkrum mínútum,“ sagði Eriksen í viðtali sem birt var í leikja prógrammi Brentford fyrir leikinn í gær. „Ég var liggjandi á bakinu þegar ég vaknaði. Ég fann fyrir þrýstingi við brjóstkassann en ég átti í erfiðleikum með að anda. Ég heyrði bara í röddum læknanna sem voru að tala í kringum mig.“ „Ég man að ég hugsaði að þetta gæti ekki verið ég liggjandi þarna, ég er heilbrigður. Fyrstu hugsanir mínar voru að ég hefði bakbrotnað. Get ég hreyft lappirnar mínar? Get ég hreyft tærnar? Þetta voru fyrstu hugsanir mínar. Ég man eftir þessu öllu, nema þessar nokkrar mínútur sem ég var í himnaríki.“ „Þegar ég vaknaði upp eftir hjartahnoðið, var það eins og að vakna upp úr draumi. Það var ekki fyrr en í sjúkrabílnum sem ég áttaði mig á því að ég hefði dáið.“ Markmið Eriksen fyrir tímabilið eru einföld. „Fyrst og fremst að fá aftur tilfinninguna fyrir boltanum aftur og hjálpa Brentford að halda sér í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Christian Eriksen, leikmaður Brentford. Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Erkison fór í hjartastopp og var meðvitundarlaus í rúmlega fimm mínútur áður en hann var endurlífgaður. Á þeim tíma þegar Eriksen var borinn af leikvellinum var talið ólíklegt að hann myndi nokkurn tíman stíga aftur fæti inn á fótboltavöllinn. „Að frátöldum úrslitum leiksins þá er ég einn hamingjusamur maður,“ sagði Eriksen í viðtali eftir 0-2 tap Brentford gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Að fara í gegnum það sem ég þurfti að upplifa og að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning.“ „Það voru allir hér á vellinum. Fjölskyldan mín, foreldrar mínir, börnin mín, tengdaforeldrar og nokkrir læknar sem hafa fylgt mér í gegnum allt ferlið. Það sem þau hafa þurft að fara í gegnum er mögulega erfiðara en það sem ég þurfti að fara í gegnum.“ Eriksen kom inn á völlinn í gær á 52. mínútu þegar honum var skipt inn á fyrir Mathias Jensen en kaldhæðnislega var það Jensen sem kom inn á fyrir Eriksen hjá danska landsliðinu þegar Eriksen varð að yfirgefa völlinn vegna hjartastopps í leiknum gegn Finnlandi á EM. Eftir atvikið á Parken var græddur bjargráður í Eriksen en reglur á Ítalíu meina íþróttafólki frá því að spila með slíkan búnað. Var því strax ljóst að Eriksen gæti ekki aftur spilað með Inter Milan, liðinu sem hann var samningsbundinn þegar atvikið átti sér stað. Stærsti sigur Eriksen er að lifa þessa óþægilegu lífsreynslu af. „Ég tapaði nokkrum mínútum,“ sagði Eriksen í viðtali sem birt var í leikja prógrammi Brentford fyrir leikinn í gær. „Ég var liggjandi á bakinu þegar ég vaknaði. Ég fann fyrir þrýstingi við brjóstkassann en ég átti í erfiðleikum með að anda. Ég heyrði bara í röddum læknanna sem voru að tala í kringum mig.“ „Ég man að ég hugsaði að þetta gæti ekki verið ég liggjandi þarna, ég er heilbrigður. Fyrstu hugsanir mínar voru að ég hefði bakbrotnað. Get ég hreyft lappirnar mínar? Get ég hreyft tærnar? Þetta voru fyrstu hugsanir mínar. Ég man eftir þessu öllu, nema þessar nokkrar mínútur sem ég var í himnaríki.“ „Þegar ég vaknaði upp eftir hjartahnoðið, var það eins og að vakna upp úr draumi. Það var ekki fyrr en í sjúkrabílnum sem ég áttaði mig á því að ég hefði dáið.“ Markmið Eriksen fyrir tímabilið eru einföld. „Fyrst og fremst að fá aftur tilfinninguna fyrir boltanum aftur og hjálpa Brentford að halda sér í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Christian Eriksen, leikmaður Brentford.
Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira