Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Jakob Bjarnar og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. febrúar 2022 15:28 Eyþór og Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri þegar hún tók við lyklavöldum lögreglunnar fyrir norðan. Eyþór vill ekki gera mikið úr því að úrskurður héraðsdóms hafi reynst þeim áfall en hann verður kærður til Landsréttar. Lögregluembættið norðurlandi eystra Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Eyþór Þorbergsson varasaksóknari fyrir norðan segist ekki taka niðurstöðunni persónulega; ef hann þyldi ekki gagnrýni á störf sín væri hann í blómaskreytingum. Nokkuð sem ýmsir blaðamenn ættu að athuga. Ætla að kæra úrskurðinn til Landsréttar Vísir greindi frá því nú fyrir skömmu að úrskurður lægi fyrir í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns Stundarinnar gegn lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn hafði verið boðaður til skýrslutöku og hafði stöðu sakbornings. Því vildi Aðalsteinn ekki una og vildi fá metið fyrir dómi hvort það stæðist. Aðalbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari úrskurðaði í málinu sem svo að lögreglunni væri þetta óheimilt. Eyþór segir að sá úrskurður verði kærður til Landsréttar. Eyþór segir í samtali við Vísi að niðurstaðan komi sér ekki á óvart, ekki endilega. „Maður býst alltaf við öllu. Þetta eru ekki raunvísindi.“ Hann segir að þau hjá embættinu hafi þrjá daga til að ákveða hvort úrskurðurinn verði kærður til Landsréttar en niðurstaðan liggi fyrir, það verður gert. Ofurviðkvæmir blaðamenn Spurður um hvort úrskurður Arnbjargar Sigurðardóttur héraðsdómara megi ekki heita áfall segir Eyþór svo ekki vera. „Nei, þetta er mér ekkert meira hjartans mál en önnur mál. Enda væri ég ekki í þessu starfi ef ég væri svakalega hörundsár. Ef þú þolir ekki gagnrýni um sjálfan sig, og það má segja það um blaðamenn líka, eiga menn bara að vera í blómaskreytingum.“ Já, finnst þér þeir helst til viðkvæmir, þessir blaðamenn? „Já, sumir ættu að vera í blómaskreytingum.“ Málið hefur vakið mikla athygli og nú verður þess beðið hvað Landsréttur hefur um það að segja. „Við teljum okkur vera að sinna starfi okkar eins vel og við eigum að gera en þetta þýðir þá það að allir sem eru skráðir með Facebook-síðuna sína sem fjölmiðil eru með frjálsar hendur. Ég óttast að fleiri fari að skrá Facebook-síðu sína hjá fjölmiðlanefnd.“ Og þetta breytist þá allt í eitt allsherjar villta vestur? „Neinei, en þetta er athyglisvert mál þannig séð: Hvað má og hvað má ekki? Og hvaða aðferðir þú mátt nota. Þetta snýst bara um það.“ Er engu nær um markmið lögreglunnar Í úrskurðinum kemur fram að í framlögðum gögnum sé ekkert sem gefi tilefni til að ætla að myndbönd af kynferðislegum toga hafi farið í dreifingu, ekki frekar en nokkrar aðrar persónulegar upplýsingar Páls Steingrímssonar skipstjóra. Blaðamennirnir hafi aðeins unnið fréttir upp úr þeim hluti gagnanna sem hafi átt erindi við almenning. Aðalsteinn Kjartansson var nýbúinn að fá úrskurðinn í hendurnar þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann segir að niðurstaðan sé í samræmi við hans væntingar. „Að þetta væri ekki í lagi og að það stæðist enga skoðun að fara svona fram gagnvart blaðamönnum. Dómarinn bendir sérstaklega á það að þarna er lögreglan að fara fram með íþyngjandi aðgerðir í máli sem enginn hefur kært og engar vísbendingar eru um að neinn glæpur hafi verið framinn. Það er náttúrulega ótrúlega skrítinn veruleiki að finna sig í að lögreglan skuli fara fram með þessum hætti.“ Það er ofboðslega erfitt að átta sig á hvað er á seyði. Ég sagði það um leið og ég fékk þær fréttir að það ætti að yfirheyra mig sem sakborning í þessu máli að þetta væri mjög undarleg vegferð sem lögreglan hafi ákveðið að fara í. Þetta stendur bara ennþá, ég er engu nær um hvert markmið lögreglunnar var í raun og veru. Ég furða mig ennþá alveg jafn mikið á þessum ótrúlega skrýtnu aðgerðum. Vonar að Bjarni skoði sinn gang Aðspurður hvort hann telji að þetta mál muni hafa einhverja þýðingu fyrir stöðu blaðamennsku svarar Aðalsteinn því til að það fari eftir viðbrögðum lögreglunnar og ráðamanna. „Ég held að það fari dálítið eftir viðbrögðum lögreglunnar núna og ráðamanna.“ Við sáum ráðherra stíga fram í umræðunni og gera lítið úr þeim lagaákvæðum sem gilda um störf blaðamanna,“ segir Aðalsteinn. Í dómsorði er einmitt vikið að þessum þætti málsins: Úr úrskurði Arnbjargar Sigurðardóttur héraðsdómara.skjáskot Aðalsteinn telur menn þarna komna út á hálan ís: „Og í raun gera lítið úr blaðamönnunum og ýja að því að þeir litu svo stórt á sig að það megi ekki rannsaka þá fyrir glæpi. Nú liggur fyrir að það er ekkert sem stenst skoðun í þessu og ég held að áhrif þessa máls á frelsi fjölmiðla og rétt almennings til upplýsinga ráðist dálítið af viðbrögðum þessara sömu aðila núna í kjölfarið,“ segir Aðalsteinn. Rætt var við Aðalstein um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, nú síðdegis. Dómsmál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Eyþór Þorbergsson varasaksóknari fyrir norðan segist ekki taka niðurstöðunni persónulega; ef hann þyldi ekki gagnrýni á störf sín væri hann í blómaskreytingum. Nokkuð sem ýmsir blaðamenn ættu að athuga. Ætla að kæra úrskurðinn til Landsréttar Vísir greindi frá því nú fyrir skömmu að úrskurður lægi fyrir í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns Stundarinnar gegn lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn hafði verið boðaður til skýrslutöku og hafði stöðu sakbornings. Því vildi Aðalsteinn ekki una og vildi fá metið fyrir dómi hvort það stæðist. Aðalbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari úrskurðaði í málinu sem svo að lögreglunni væri þetta óheimilt. Eyþór segir að sá úrskurður verði kærður til Landsréttar. Eyþór segir í samtali við Vísi að niðurstaðan komi sér ekki á óvart, ekki endilega. „Maður býst alltaf við öllu. Þetta eru ekki raunvísindi.“ Hann segir að þau hjá embættinu hafi þrjá daga til að ákveða hvort úrskurðurinn verði kærður til Landsréttar en niðurstaðan liggi fyrir, það verður gert. Ofurviðkvæmir blaðamenn Spurður um hvort úrskurður Arnbjargar Sigurðardóttur héraðsdómara megi ekki heita áfall segir Eyþór svo ekki vera. „Nei, þetta er mér ekkert meira hjartans mál en önnur mál. Enda væri ég ekki í þessu starfi ef ég væri svakalega hörundsár. Ef þú þolir ekki gagnrýni um sjálfan sig, og það má segja það um blaðamenn líka, eiga menn bara að vera í blómaskreytingum.“ Já, finnst þér þeir helst til viðkvæmir, þessir blaðamenn? „Já, sumir ættu að vera í blómaskreytingum.“ Málið hefur vakið mikla athygli og nú verður þess beðið hvað Landsréttur hefur um það að segja. „Við teljum okkur vera að sinna starfi okkar eins vel og við eigum að gera en þetta þýðir þá það að allir sem eru skráðir með Facebook-síðuna sína sem fjölmiðil eru með frjálsar hendur. Ég óttast að fleiri fari að skrá Facebook-síðu sína hjá fjölmiðlanefnd.“ Og þetta breytist þá allt í eitt allsherjar villta vestur? „Neinei, en þetta er athyglisvert mál þannig séð: Hvað má og hvað má ekki? Og hvaða aðferðir þú mátt nota. Þetta snýst bara um það.“ Er engu nær um markmið lögreglunnar Í úrskurðinum kemur fram að í framlögðum gögnum sé ekkert sem gefi tilefni til að ætla að myndbönd af kynferðislegum toga hafi farið í dreifingu, ekki frekar en nokkrar aðrar persónulegar upplýsingar Páls Steingrímssonar skipstjóra. Blaðamennirnir hafi aðeins unnið fréttir upp úr þeim hluti gagnanna sem hafi átt erindi við almenning. Aðalsteinn Kjartansson var nýbúinn að fá úrskurðinn í hendurnar þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann segir að niðurstaðan sé í samræmi við hans væntingar. „Að þetta væri ekki í lagi og að það stæðist enga skoðun að fara svona fram gagnvart blaðamönnum. Dómarinn bendir sérstaklega á það að þarna er lögreglan að fara fram með íþyngjandi aðgerðir í máli sem enginn hefur kært og engar vísbendingar eru um að neinn glæpur hafi verið framinn. Það er náttúrulega ótrúlega skrítinn veruleiki að finna sig í að lögreglan skuli fara fram með þessum hætti.“ Það er ofboðslega erfitt að átta sig á hvað er á seyði. Ég sagði það um leið og ég fékk þær fréttir að það ætti að yfirheyra mig sem sakborning í þessu máli að þetta væri mjög undarleg vegferð sem lögreglan hafi ákveðið að fara í. Þetta stendur bara ennþá, ég er engu nær um hvert markmið lögreglunnar var í raun og veru. Ég furða mig ennþá alveg jafn mikið á þessum ótrúlega skrýtnu aðgerðum. Vonar að Bjarni skoði sinn gang Aðspurður hvort hann telji að þetta mál muni hafa einhverja þýðingu fyrir stöðu blaðamennsku svarar Aðalsteinn því til að það fari eftir viðbrögðum lögreglunnar og ráðamanna. „Ég held að það fari dálítið eftir viðbrögðum lögreglunnar núna og ráðamanna.“ Við sáum ráðherra stíga fram í umræðunni og gera lítið úr þeim lagaákvæðum sem gilda um störf blaðamanna,“ segir Aðalsteinn. Í dómsorði er einmitt vikið að þessum þætti málsins: Úr úrskurði Arnbjargar Sigurðardóttur héraðsdómara.skjáskot Aðalsteinn telur menn þarna komna út á hálan ís: „Og í raun gera lítið úr blaðamönnunum og ýja að því að þeir litu svo stórt á sig að það megi ekki rannsaka þá fyrir glæpi. Nú liggur fyrir að það er ekkert sem stenst skoðun í þessu og ég held að áhrif þessa máls á frelsi fjölmiðla og rétt almennings til upplýsinga ráðist dálítið af viðbrögðum þessara sömu aðila núna í kjölfarið,“ segir Aðalsteinn. Rætt var við Aðalstein um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, nú síðdegis.
Dómsmál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30