Opið bréf til borgarstjóra Eyrún Helga Aradóttir skrifar 1. mars 2022 12:30 Stjórnir foreldrafélaga Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla mælast sameiginlega til þess að borgaryfirvöld bregðist hratt við húsnæðisvanda skólanna með því að byggja við hvern þeirra fyrir sig og vernda þannig skólagerð þeirra, skólahverfin og hverfamenningu. Á síðustu árum hafa stjórnendur skólanna unnið í samstarfi við borgina við að móta framtíðarstefnu um húsnæðismál skólanna. Á þeim tíma hefur nemendum skólanna fjölgað hratt og yfirflæðið verið leyst með færanlegum kennslustofum, sem er skammtímalausn. Ljóst er af þéttingu byggðar að nemendum mun áfram fjölga í skólahverfunum. Húsnæðið ber ekki fjölda nemenda í dag, dugar ekki til að kennsla í list- og verkgreinum sé í samræmi við viðmiðunarstundaskrá og kemur niður á aðstöðu nemenda. Innviðir skólanna eru löngu sprungnir og lengi mætti telja hvernig aðstaða nemenda, kennara og annarra starfsmanna hefur verið útþynnt á undanförnum árum. Íþróttaaðstaða fyrir nemendur er ófullnægjandi, aðgangur að öðrum íþróttahúsum ótraustur og ferðatími barnanna kemur niður á námstíma þeirra. Frístund fyrir yngstu börnin er í lélegu húsnæði á erfiðum stað fyrir mörg börn. Borgarráð samþykkti fimmtudaginn 4. nóvember 2021 að vísa þremur sviðsmyndum um „framtíðarskipan skóla í Laugarnes- og Langholtshverfi“ til skóla- og frístundasviðs sem á aftur að leiða umsagnarferli í skólasamfélaginu. Ein sviðmyndanna verður að lokum gerð að tillögu til borgarstjóra og borgarráðs. Skólarnir haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla. Færa 5-6.bekk úr Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla og því byggt við hann. Byggður verði nýr safn-unglingaskóli í Laugardal en þá yrðu núverandi skólarnir þrír fyrir nemendur í 1-7. bekk Við fögnum því að fá loksins að taka samtalið um uppbyggingu skólanna okkar og viljum í því samhengi koma eftirfarandi skoðun okkar á framfæri: Í skýrslunni vantar upplýsingar um kostnaðaráætlun sviðsmyndanna og tímaáætlun fyrir uppbyggingu skólanna. Við viljum vernda og viðhalda skólagerð skólanna okkar sem eiga sér langa og árangursríka sögu. Stofnun safnskóla á unglingastigi myndi leið til þess að skólagerð þriggja skóla yrði brotin upp og stofna þyrfti nýjan unglingaskóla frá grunni. Breytingin yrði einnig líkleg til að valda uppbroti á rótgrónum skólahverfum. Við greiningu á slíkri sviðsmynd þarf að taka sérstakt tillit til samsetningar byggðar í skólahverfunum. Staðsetning safnskólans í sviðsmynd 3 er ekki kynnt en í Laugardalnum eru fáir byggingareitir á lausu. Upplýsingar um þessa sviðsmynd eru talsvert frá því að teljast fullnægjandi. Við viljum sjá framtíðarlausnir sem allra fyrst fyrir skólana okkar sem byggðir eru á sambærilegum grunni og aðrir skólar í borginni byggja á. Uppskipting Laugarnesskóla og tilfærsla 5-6.bekkjar í Laugarlækjarskóla fellur ekki innan þess ramma og myndi færa þá enn fjær því skipulagi sem tíðkast í öðrum skólum borgarinnar. Þrátt fyrir að þessi uppskipting kunni að reynast hlutalausn fyrir hverfið til skamms tíma teljum við langtímaávinninginn afar óljósan og vörum við að ráðast í þá vegferð. Gæta þarf þess að skólarnir hafi allir nægt rými í sínu nærumhverfi til að geta tekist á við frekari fjölgun í skólahverfunum og mögulega breyttar þarfir um húsnæði til framtíðar. Við höfnum því að skólalóðum verði breytt með óafturkræfum hætti án þess að slíkt verði gert sem hluti af heildstæðri lausn hvers skóla og skólanna í heild. Við krefjumst þess að unnið verði hratt að þróun húsnæðismála skólanna okkar enda hefur aðstaða barnanna okkar til náms, frístundar og íþrótta verið þynnt út svo um munar á undanförnum árum og er orðin algjörlega óviðunandi. Við viljum sjá árangur af þessu samtali og við viljum langtímalausnir fyrir börnin í skólahverfunum. Höfundur er formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. Bréfið er sent fyrir hönd stjórnar Foreldrafélags Langholtsskóla, stjórnar Foreldrafélags Laugalækjarskóla og stjórnar Foreldrafélags Laugarnesskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Stjórnir foreldrafélaga Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla mælast sameiginlega til þess að borgaryfirvöld bregðist hratt við húsnæðisvanda skólanna með því að byggja við hvern þeirra fyrir sig og vernda þannig skólagerð þeirra, skólahverfin og hverfamenningu. Á síðustu árum hafa stjórnendur skólanna unnið í samstarfi við borgina við að móta framtíðarstefnu um húsnæðismál skólanna. Á þeim tíma hefur nemendum skólanna fjölgað hratt og yfirflæðið verið leyst með færanlegum kennslustofum, sem er skammtímalausn. Ljóst er af þéttingu byggðar að nemendum mun áfram fjölga í skólahverfunum. Húsnæðið ber ekki fjölda nemenda í dag, dugar ekki til að kennsla í list- og verkgreinum sé í samræmi við viðmiðunarstundaskrá og kemur niður á aðstöðu nemenda. Innviðir skólanna eru löngu sprungnir og lengi mætti telja hvernig aðstaða nemenda, kennara og annarra starfsmanna hefur verið útþynnt á undanförnum árum. Íþróttaaðstaða fyrir nemendur er ófullnægjandi, aðgangur að öðrum íþróttahúsum ótraustur og ferðatími barnanna kemur niður á námstíma þeirra. Frístund fyrir yngstu börnin er í lélegu húsnæði á erfiðum stað fyrir mörg börn. Borgarráð samþykkti fimmtudaginn 4. nóvember 2021 að vísa þremur sviðsmyndum um „framtíðarskipan skóla í Laugarnes- og Langholtshverfi“ til skóla- og frístundasviðs sem á aftur að leiða umsagnarferli í skólasamfélaginu. Ein sviðmyndanna verður að lokum gerð að tillögu til borgarstjóra og borgarráðs. Skólarnir haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla. Færa 5-6.bekk úr Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla og því byggt við hann. Byggður verði nýr safn-unglingaskóli í Laugardal en þá yrðu núverandi skólarnir þrír fyrir nemendur í 1-7. bekk Við fögnum því að fá loksins að taka samtalið um uppbyggingu skólanna okkar og viljum í því samhengi koma eftirfarandi skoðun okkar á framfæri: Í skýrslunni vantar upplýsingar um kostnaðaráætlun sviðsmyndanna og tímaáætlun fyrir uppbyggingu skólanna. Við viljum vernda og viðhalda skólagerð skólanna okkar sem eiga sér langa og árangursríka sögu. Stofnun safnskóla á unglingastigi myndi leið til þess að skólagerð þriggja skóla yrði brotin upp og stofna þyrfti nýjan unglingaskóla frá grunni. Breytingin yrði einnig líkleg til að valda uppbroti á rótgrónum skólahverfum. Við greiningu á slíkri sviðsmynd þarf að taka sérstakt tillit til samsetningar byggðar í skólahverfunum. Staðsetning safnskólans í sviðsmynd 3 er ekki kynnt en í Laugardalnum eru fáir byggingareitir á lausu. Upplýsingar um þessa sviðsmynd eru talsvert frá því að teljast fullnægjandi. Við viljum sjá framtíðarlausnir sem allra fyrst fyrir skólana okkar sem byggðir eru á sambærilegum grunni og aðrir skólar í borginni byggja á. Uppskipting Laugarnesskóla og tilfærsla 5-6.bekkjar í Laugarlækjarskóla fellur ekki innan þess ramma og myndi færa þá enn fjær því skipulagi sem tíðkast í öðrum skólum borgarinnar. Þrátt fyrir að þessi uppskipting kunni að reynast hlutalausn fyrir hverfið til skamms tíma teljum við langtímaávinninginn afar óljósan og vörum við að ráðast í þá vegferð. Gæta þarf þess að skólarnir hafi allir nægt rými í sínu nærumhverfi til að geta tekist á við frekari fjölgun í skólahverfunum og mögulega breyttar þarfir um húsnæði til framtíðar. Við höfnum því að skólalóðum verði breytt með óafturkræfum hætti án þess að slíkt verði gert sem hluti af heildstæðri lausn hvers skóla og skólanna í heild. Við krefjumst þess að unnið verði hratt að þróun húsnæðismála skólanna okkar enda hefur aðstaða barnanna okkar til náms, frístundar og íþrótta verið þynnt út svo um munar á undanförnum árum og er orðin algjörlega óviðunandi. Við viljum sjá árangur af þessu samtali og við viljum langtímalausnir fyrir börnin í skólahverfunum. Höfundur er formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. Bréfið er sent fyrir hönd stjórnar Foreldrafélags Langholtsskóla, stjórnar Foreldrafélags Laugalækjarskóla og stjórnar Foreldrafélags Laugarnesskóla.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar