Samgöngu- og þróunarásar höfuðborgarsvæðisins Þorsteinn R. Hermannsson skrifar 2. mars 2022 09:00 Það hefur stundum verið sagt að samgöngur og skipulag séu eins og systur. Með undirritun samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019 má því segja að samband systranna hafði orðið nánara og sterkara en áður. Fjárfestingar Betri samgangna ohf. í Borgarlínu, göngu- og hjólastígum og stofnvegum eru ekki bara metnaðarfull samgönguverkefni. Á sama tíma eru þær lykilþáttur í þróun byggðar, umhverfis og lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu og munu fjölga valkostum þegar kemur að samgöngum. Mikill vöxtur Síðustu ár hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði fjölgað um 90 manns á viku. Með því samgönguskipulagi og ferðavenjum sem við þekkjum í dag má jafnhliða búast við að bílaflotinn á gatnakerfinu stækki um 50 bíla á viku. Svo kemur næsta vika. Viðfangsefnið er því ekki aðeins staðan eins og hún er í dag. Í kröftugum vexti er viðfangsefnið að skipuleggja hvernig íbúar komast á milli staða með skilvirkum og hagkvæmum hætti og á sama tíma hvar staðsetja á nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði. Svæðisskipulag 2040 samvinna sveitarfélaganna Við mótun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 varð ljóst að nær ómögulegt verður að brjóta byggingarland og byggja upp samgöngukerfi fyrir næstu kynslóðir íbúa með sama hætti og á síðustu öld. Sveitarfélögin sameinuðust því um að breyta um kúrs í skipulagi byggðar og samgangna. Í svæðisskipulagi til ársins 2040 eru skýr markmið um aukna sjálfbærni, meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands og grunnkerfa samgangna sem m.a. á að ná með áherslu á uppbyggingu innan núverandi þéttbýlis. Að stytta vegalengdir fólks í daglega lífinu. Samgöngu- og þróunarásar með hágæða almenningssamgöngum, Borgarlínu, og hjólastígum sem tengja sveitarfélögin og helstu uppbyggingasvæði þeirra saman eru hryggjarstykkið í svæðisskipulaginu. Þar eru betri almenningssamgöngur og betri innviðir fyrir hjólandi og gangandi í forgangi og stuðlað að því að sem flestir geti farið ferða sinna með hagkvæmum og vistvænum hætti. Á sama tíma er meginþunga vaxtar og uppbyggingar beint á miðkjarna og samgöngu- og þróunarása innan núverandi byggðar. Hlutfall íbúðabyggðar á þessum áherslusvæðum á samkvæmt svæðisskipulaginu að vaxa úr 30% árið 2012 í 66% árið 2040. Borgarskipulag tekur mið af samgöngum Í nýlegri þróunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið kemur fram að á milli 60-70% af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem byggja á næstu fimm árin eru innan áhrifasvæðis fyrirhugaðra hágæða almenningssamgangna. Sveitafélögin eru í samræmi við stefnu svæðisskipulagsins að vinna að hagkvæmum vexti með meiri þéttleika og blöndun byggðar við þessa vistvænu samgönguása en annars staðar. Þá sést vel í metnaðarfullum uppbyggingaráformum helstu fasteignafélaga landsins að þau eru í góðum takti við þessa þróun og eru að skipuleggja eftirsóknarverð uppbyggingarsvæði. Við fyrstu lotu framkvæmda Borgarlínu eru mörg spennandi þróunarsvæði sem byggjast munu upp á næstu árum t.d. Ártúnshöfði, Elliðaárvogur, Skeifan, Suðurlandsbraut, Kársnes og Hamraborg að ógleymdri miðborginni og Landspítalasvæðinu. Þá eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík að vinna spennandi áætlanir um þróun sinna háskólasvæða með Borgarlínuna sem hryggjarstykki til framtíðar. Erlend borgarsvæði sem eru að vaxa, líkt og höfuðborgarsvæðið eru undantekningalítið að stefna áfram í sambærilega átt, að byggja upp þéttara borgarsamfélag á ásum með skilvirkum, hagkvæmum og vistvænum samgöngum. Með samgöngu- og þróunarásum höfuðborgarsvæðisins er leitast við að lágmarka sóun, að mæta flóknum áskorunum nútímans og framtíðarinnar og búa til fleiri valkosti í byggð og samgöngum fyrir vaxandi íbúafjölda. Höfundur er forstöðumaður samgangna hjá Betri samgöngum ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur stundum verið sagt að samgöngur og skipulag séu eins og systur. Með undirritun samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019 má því segja að samband systranna hafði orðið nánara og sterkara en áður. Fjárfestingar Betri samgangna ohf. í Borgarlínu, göngu- og hjólastígum og stofnvegum eru ekki bara metnaðarfull samgönguverkefni. Á sama tíma eru þær lykilþáttur í þróun byggðar, umhverfis og lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu og munu fjölga valkostum þegar kemur að samgöngum. Mikill vöxtur Síðustu ár hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði fjölgað um 90 manns á viku. Með því samgönguskipulagi og ferðavenjum sem við þekkjum í dag má jafnhliða búast við að bílaflotinn á gatnakerfinu stækki um 50 bíla á viku. Svo kemur næsta vika. Viðfangsefnið er því ekki aðeins staðan eins og hún er í dag. Í kröftugum vexti er viðfangsefnið að skipuleggja hvernig íbúar komast á milli staða með skilvirkum og hagkvæmum hætti og á sama tíma hvar staðsetja á nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði. Svæðisskipulag 2040 samvinna sveitarfélaganna Við mótun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 varð ljóst að nær ómögulegt verður að brjóta byggingarland og byggja upp samgöngukerfi fyrir næstu kynslóðir íbúa með sama hætti og á síðustu öld. Sveitarfélögin sameinuðust því um að breyta um kúrs í skipulagi byggðar og samgangna. Í svæðisskipulagi til ársins 2040 eru skýr markmið um aukna sjálfbærni, meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands og grunnkerfa samgangna sem m.a. á að ná með áherslu á uppbyggingu innan núverandi þéttbýlis. Að stytta vegalengdir fólks í daglega lífinu. Samgöngu- og þróunarásar með hágæða almenningssamgöngum, Borgarlínu, og hjólastígum sem tengja sveitarfélögin og helstu uppbyggingasvæði þeirra saman eru hryggjarstykkið í svæðisskipulaginu. Þar eru betri almenningssamgöngur og betri innviðir fyrir hjólandi og gangandi í forgangi og stuðlað að því að sem flestir geti farið ferða sinna með hagkvæmum og vistvænum hætti. Á sama tíma er meginþunga vaxtar og uppbyggingar beint á miðkjarna og samgöngu- og þróunarása innan núverandi byggðar. Hlutfall íbúðabyggðar á þessum áherslusvæðum á samkvæmt svæðisskipulaginu að vaxa úr 30% árið 2012 í 66% árið 2040. Borgarskipulag tekur mið af samgöngum Í nýlegri þróunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið kemur fram að á milli 60-70% af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem byggja á næstu fimm árin eru innan áhrifasvæðis fyrirhugaðra hágæða almenningssamgangna. Sveitafélögin eru í samræmi við stefnu svæðisskipulagsins að vinna að hagkvæmum vexti með meiri þéttleika og blöndun byggðar við þessa vistvænu samgönguása en annars staðar. Þá sést vel í metnaðarfullum uppbyggingaráformum helstu fasteignafélaga landsins að þau eru í góðum takti við þessa þróun og eru að skipuleggja eftirsóknarverð uppbyggingarsvæði. Við fyrstu lotu framkvæmda Borgarlínu eru mörg spennandi þróunarsvæði sem byggjast munu upp á næstu árum t.d. Ártúnshöfði, Elliðaárvogur, Skeifan, Suðurlandsbraut, Kársnes og Hamraborg að ógleymdri miðborginni og Landspítalasvæðinu. Þá eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík að vinna spennandi áætlanir um þróun sinna háskólasvæða með Borgarlínuna sem hryggjarstykki til framtíðar. Erlend borgarsvæði sem eru að vaxa, líkt og höfuðborgarsvæðið eru undantekningalítið að stefna áfram í sambærilega átt, að byggja upp þéttara borgarsamfélag á ásum með skilvirkum, hagkvæmum og vistvænum samgöngum. Með samgöngu- og þróunarásum höfuðborgarsvæðisins er leitast við að lágmarka sóun, að mæta flóknum áskorunum nútímans og framtíðarinnar og búa til fleiri valkosti í byggð og samgöngum fyrir vaxandi íbúafjölda. Höfundur er forstöðumaður samgangna hjá Betri samgöngum ohf.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun