Samgöngu- og þróunarásar höfuðborgarsvæðisins Þorsteinn R. Hermannsson skrifar 2. mars 2022 09:00 Það hefur stundum verið sagt að samgöngur og skipulag séu eins og systur. Með undirritun samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019 má því segja að samband systranna hafði orðið nánara og sterkara en áður. Fjárfestingar Betri samgangna ohf. í Borgarlínu, göngu- og hjólastígum og stofnvegum eru ekki bara metnaðarfull samgönguverkefni. Á sama tíma eru þær lykilþáttur í þróun byggðar, umhverfis og lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu og munu fjölga valkostum þegar kemur að samgöngum. Mikill vöxtur Síðustu ár hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði fjölgað um 90 manns á viku. Með því samgönguskipulagi og ferðavenjum sem við þekkjum í dag má jafnhliða búast við að bílaflotinn á gatnakerfinu stækki um 50 bíla á viku. Svo kemur næsta vika. Viðfangsefnið er því ekki aðeins staðan eins og hún er í dag. Í kröftugum vexti er viðfangsefnið að skipuleggja hvernig íbúar komast á milli staða með skilvirkum og hagkvæmum hætti og á sama tíma hvar staðsetja á nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði. Svæðisskipulag 2040 samvinna sveitarfélaganna Við mótun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 varð ljóst að nær ómögulegt verður að brjóta byggingarland og byggja upp samgöngukerfi fyrir næstu kynslóðir íbúa með sama hætti og á síðustu öld. Sveitarfélögin sameinuðust því um að breyta um kúrs í skipulagi byggðar og samgangna. Í svæðisskipulagi til ársins 2040 eru skýr markmið um aukna sjálfbærni, meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands og grunnkerfa samgangna sem m.a. á að ná með áherslu á uppbyggingu innan núverandi þéttbýlis. Að stytta vegalengdir fólks í daglega lífinu. Samgöngu- og þróunarásar með hágæða almenningssamgöngum, Borgarlínu, og hjólastígum sem tengja sveitarfélögin og helstu uppbyggingasvæði þeirra saman eru hryggjarstykkið í svæðisskipulaginu. Þar eru betri almenningssamgöngur og betri innviðir fyrir hjólandi og gangandi í forgangi og stuðlað að því að sem flestir geti farið ferða sinna með hagkvæmum og vistvænum hætti. Á sama tíma er meginþunga vaxtar og uppbyggingar beint á miðkjarna og samgöngu- og þróunarása innan núverandi byggðar. Hlutfall íbúðabyggðar á þessum áherslusvæðum á samkvæmt svæðisskipulaginu að vaxa úr 30% árið 2012 í 66% árið 2040. Borgarskipulag tekur mið af samgöngum Í nýlegri þróunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið kemur fram að á milli 60-70% af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem byggja á næstu fimm árin eru innan áhrifasvæðis fyrirhugaðra hágæða almenningssamgangna. Sveitafélögin eru í samræmi við stefnu svæðisskipulagsins að vinna að hagkvæmum vexti með meiri þéttleika og blöndun byggðar við þessa vistvænu samgönguása en annars staðar. Þá sést vel í metnaðarfullum uppbyggingaráformum helstu fasteignafélaga landsins að þau eru í góðum takti við þessa þróun og eru að skipuleggja eftirsóknarverð uppbyggingarsvæði. Við fyrstu lotu framkvæmda Borgarlínu eru mörg spennandi þróunarsvæði sem byggjast munu upp á næstu árum t.d. Ártúnshöfði, Elliðaárvogur, Skeifan, Suðurlandsbraut, Kársnes og Hamraborg að ógleymdri miðborginni og Landspítalasvæðinu. Þá eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík að vinna spennandi áætlanir um þróun sinna háskólasvæða með Borgarlínuna sem hryggjarstykki til framtíðar. Erlend borgarsvæði sem eru að vaxa, líkt og höfuðborgarsvæðið eru undantekningalítið að stefna áfram í sambærilega átt, að byggja upp þéttara borgarsamfélag á ásum með skilvirkum, hagkvæmum og vistvænum samgöngum. Með samgöngu- og þróunarásum höfuðborgarsvæðisins er leitast við að lágmarka sóun, að mæta flóknum áskorunum nútímans og framtíðarinnar og búa til fleiri valkosti í byggð og samgöngum fyrir vaxandi íbúafjölda. Höfundur er forstöðumaður samgangna hjá Betri samgöngum ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Sjá meira
Það hefur stundum verið sagt að samgöngur og skipulag séu eins og systur. Með undirritun samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019 má því segja að samband systranna hafði orðið nánara og sterkara en áður. Fjárfestingar Betri samgangna ohf. í Borgarlínu, göngu- og hjólastígum og stofnvegum eru ekki bara metnaðarfull samgönguverkefni. Á sama tíma eru þær lykilþáttur í þróun byggðar, umhverfis og lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu og munu fjölga valkostum þegar kemur að samgöngum. Mikill vöxtur Síðustu ár hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði fjölgað um 90 manns á viku. Með því samgönguskipulagi og ferðavenjum sem við þekkjum í dag má jafnhliða búast við að bílaflotinn á gatnakerfinu stækki um 50 bíla á viku. Svo kemur næsta vika. Viðfangsefnið er því ekki aðeins staðan eins og hún er í dag. Í kröftugum vexti er viðfangsefnið að skipuleggja hvernig íbúar komast á milli staða með skilvirkum og hagkvæmum hætti og á sama tíma hvar staðsetja á nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði. Svæðisskipulag 2040 samvinna sveitarfélaganna Við mótun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 varð ljóst að nær ómögulegt verður að brjóta byggingarland og byggja upp samgöngukerfi fyrir næstu kynslóðir íbúa með sama hætti og á síðustu öld. Sveitarfélögin sameinuðust því um að breyta um kúrs í skipulagi byggðar og samgangna. Í svæðisskipulagi til ársins 2040 eru skýr markmið um aukna sjálfbærni, meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands og grunnkerfa samgangna sem m.a. á að ná með áherslu á uppbyggingu innan núverandi þéttbýlis. Að stytta vegalengdir fólks í daglega lífinu. Samgöngu- og þróunarásar með hágæða almenningssamgöngum, Borgarlínu, og hjólastígum sem tengja sveitarfélögin og helstu uppbyggingasvæði þeirra saman eru hryggjarstykkið í svæðisskipulaginu. Þar eru betri almenningssamgöngur og betri innviðir fyrir hjólandi og gangandi í forgangi og stuðlað að því að sem flestir geti farið ferða sinna með hagkvæmum og vistvænum hætti. Á sama tíma er meginþunga vaxtar og uppbyggingar beint á miðkjarna og samgöngu- og þróunarása innan núverandi byggðar. Hlutfall íbúðabyggðar á þessum áherslusvæðum á samkvæmt svæðisskipulaginu að vaxa úr 30% árið 2012 í 66% árið 2040. Borgarskipulag tekur mið af samgöngum Í nýlegri þróunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið kemur fram að á milli 60-70% af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem byggja á næstu fimm árin eru innan áhrifasvæðis fyrirhugaðra hágæða almenningssamgangna. Sveitafélögin eru í samræmi við stefnu svæðisskipulagsins að vinna að hagkvæmum vexti með meiri þéttleika og blöndun byggðar við þessa vistvænu samgönguása en annars staðar. Þá sést vel í metnaðarfullum uppbyggingaráformum helstu fasteignafélaga landsins að þau eru í góðum takti við þessa þróun og eru að skipuleggja eftirsóknarverð uppbyggingarsvæði. Við fyrstu lotu framkvæmda Borgarlínu eru mörg spennandi þróunarsvæði sem byggjast munu upp á næstu árum t.d. Ártúnshöfði, Elliðaárvogur, Skeifan, Suðurlandsbraut, Kársnes og Hamraborg að ógleymdri miðborginni og Landspítalasvæðinu. Þá eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík að vinna spennandi áætlanir um þróun sinna háskólasvæða með Borgarlínuna sem hryggjarstykki til framtíðar. Erlend borgarsvæði sem eru að vaxa, líkt og höfuðborgarsvæðið eru undantekningalítið að stefna áfram í sambærilega átt, að byggja upp þéttara borgarsamfélag á ásum með skilvirkum, hagkvæmum og vistvænum samgöngum. Með samgöngu- og þróunarásum höfuðborgarsvæðisins er leitast við að lágmarka sóun, að mæta flóknum áskorunum nútímans og framtíðarinnar og búa til fleiri valkosti í byggð og samgöngum fyrir vaxandi íbúafjölda. Höfundur er forstöðumaður samgangna hjá Betri samgöngum ohf.
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar