Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn Ragnar Schram skrifar 7. mars 2022 14:01 Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. Einkum er ástandið átakanlegt meðal um 160.000 barna sem ekki eiga foreldra á lífi, eða geta ekki búið hjá þeim. Þetta eru t.d. börn á munaðarleysingjaheimilum og hjá fósturfjölskyldum. Mörg þeirra eru á leikskólaaldri og/eða fötluð. Börnin upplifa nú miklar hörmungar, ekki nóg með það að umhverfi þeirra sé sprengt í loft upp, heldur hafa sum þeirra engan fullorðinn til að halla sér að og fá huggun hjá. Lamað barnaverndarkerfi Staðreyndin er nefnilega sú að barnaverndarkerfið í Úkraínu hefur lamast í stríðinu. Opinberar stofnanir og heimili fyrir börn eru undirmönnuð og margir starfsmenn hafa látið sig hverfa til að bjarga sjálfum sér og sínum nánustu. Þannig hafa sum börnin verið yfirgefin tvisvar; fyrst þegar þau misstu foreldra sína og síðan þegar umönnunaraðilar þeirra yfirgáfu þau í stríðinu. Fyrir vikið eru þúsundir barna yfirgefnar á stofnunum og eiga sér litla von um að einhver komi og bjargi þeim. Þau heyra öskrin og sprengingarnar en vita ekki hvenær þau fá næst að borða eða hvort þau lifi daginn af. SOS reynir að hjálpa sem flestum börnum Vart þarf að taka fram hve djúp sár munu myndast á sál þessara barna, þ.e.a.s. ef þau lifa af. Okkar sálfræðingar og aðrir sérfræðingar gera sitt besta til að ná til og hjálpa sem flestum börnum, en staðan er vægast sagt erfið. Rétt er þó að nefna sérstaklega að börnin í SOS barnaþorpinu í Brovary, eru komin í öruggt skjól í Póllandi. Aðgerðir okkar í Úkraínu snúa nú að öðrum börnum, sem ekki eru eins lánsöm. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Réttindi barna Hjálparstarf Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. Einkum er ástandið átakanlegt meðal um 160.000 barna sem ekki eiga foreldra á lífi, eða geta ekki búið hjá þeim. Þetta eru t.d. börn á munaðarleysingjaheimilum og hjá fósturfjölskyldum. Mörg þeirra eru á leikskólaaldri og/eða fötluð. Börnin upplifa nú miklar hörmungar, ekki nóg með það að umhverfi þeirra sé sprengt í loft upp, heldur hafa sum þeirra engan fullorðinn til að halla sér að og fá huggun hjá. Lamað barnaverndarkerfi Staðreyndin er nefnilega sú að barnaverndarkerfið í Úkraínu hefur lamast í stríðinu. Opinberar stofnanir og heimili fyrir börn eru undirmönnuð og margir starfsmenn hafa látið sig hverfa til að bjarga sjálfum sér og sínum nánustu. Þannig hafa sum börnin verið yfirgefin tvisvar; fyrst þegar þau misstu foreldra sína og síðan þegar umönnunaraðilar þeirra yfirgáfu þau í stríðinu. Fyrir vikið eru þúsundir barna yfirgefnar á stofnunum og eiga sér litla von um að einhver komi og bjargi þeim. Þau heyra öskrin og sprengingarnar en vita ekki hvenær þau fá næst að borða eða hvort þau lifi daginn af. SOS reynir að hjálpa sem flestum börnum Vart þarf að taka fram hve djúp sár munu myndast á sál þessara barna, þ.e.a.s. ef þau lifa af. Okkar sálfræðingar og aðrir sérfræðingar gera sitt besta til að ná til og hjálpa sem flestum börnum, en staðan er vægast sagt erfið. Rétt er þó að nefna sérstaklega að börnin í SOS barnaþorpinu í Brovary, eru komin í öruggt skjól í Póllandi. Aðgerðir okkar í Úkraínu snúa nú að öðrum börnum, sem ekki eru eins lánsöm. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun