Úrbætur á LSH fyrir krabbameinssjúka og tilboð Krabbameinsfélagsins Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 7. mars 2022 17:00 Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2021 var samþykkt að veita 450 milljón króna fjárstuðning til Landspítalans með því skilyrði að sú upphæð færi til byggingar nýrrar dagdeildar fyrir blóð- og krabbameinslækningar í svokallaðri K-byggingu spítalans við Hringbraut. Í nýju tölublaði Læknablaðsins lýsir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins vonbrigðum sínum með viðbrögð stjórnvalda við tilboðinu. Krabbameinsfélagið hefur átt í viðræðum við LSH um úrbætur á þjónustu við krabbameinssjúka og mun Landspítalinn hafa þróað hugmyndina um að nýta K-bygginguna sem hefur staðið ókláruð í þrjá áratugi. Með breytingum á fyrirliggjandi húsnæði væri hægt að koma dagdeild, þar sem lyfjameðferð fer fram, á einni hæð og göngudeild, þar sem viðtöl fara fram, á annarri hæð. Yfirlæknar blóðlækninga og lyflækninga krabbameina á LSH taka undir með framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og segja aðstöðuna algerlega óviðundandi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Meðal þess vanda sem aðstöðuleysið skapar er að nota þarf dýrari lyf og ekki sé rými til að ráða fleira starfsfólk. Upphæðin sem Krabbameinsfélagið er reiðubúið að leggja fram er um þriðjungur þeirrar upphæðar sem áætlað er að nauðsynlegar breytingar á K-byggingunni kosti. Ég tók málið upp í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar, á Alþingi í dag og spurði hvers vegna ekki hefði borist skýrt svar við tilboði Krabbameinsfélagsins. Ráðherra viðurkenndi að vandinn væri brýnn og sagði að fundað hafi verið um málið. Á honum mátti einnig skilja að þunglamalegt stjórnkerfi réði ekki við að taka skjóta ákvörðun um málið. Fyrir liggur að krabbameinstilfellum mun fjölga um 30% á næstu 15 árum og ekki síður að núverandi aðstaða á dagdeildinni þar sem lyfjagjöfin fer fram er algerlega óviðunandi. Hugmyndin um að klára K-bygginguna nýtur víðtæks stuðnings enda löngu kominn tími á framtíðaraðstöðu fyrir dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga við LSH. Hvar er fyrirstaðan? Þeirri spurningu þarf að svara. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2021 var samþykkt að veita 450 milljón króna fjárstuðning til Landspítalans með því skilyrði að sú upphæð færi til byggingar nýrrar dagdeildar fyrir blóð- og krabbameinslækningar í svokallaðri K-byggingu spítalans við Hringbraut. Í nýju tölublaði Læknablaðsins lýsir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins vonbrigðum sínum með viðbrögð stjórnvalda við tilboðinu. Krabbameinsfélagið hefur átt í viðræðum við LSH um úrbætur á þjónustu við krabbameinssjúka og mun Landspítalinn hafa þróað hugmyndina um að nýta K-bygginguna sem hefur staðið ókláruð í þrjá áratugi. Með breytingum á fyrirliggjandi húsnæði væri hægt að koma dagdeild, þar sem lyfjameðferð fer fram, á einni hæð og göngudeild, þar sem viðtöl fara fram, á annarri hæð. Yfirlæknar blóðlækninga og lyflækninga krabbameina á LSH taka undir með framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og segja aðstöðuna algerlega óviðundandi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Meðal þess vanda sem aðstöðuleysið skapar er að nota þarf dýrari lyf og ekki sé rými til að ráða fleira starfsfólk. Upphæðin sem Krabbameinsfélagið er reiðubúið að leggja fram er um þriðjungur þeirrar upphæðar sem áætlað er að nauðsynlegar breytingar á K-byggingunni kosti. Ég tók málið upp í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar, á Alþingi í dag og spurði hvers vegna ekki hefði borist skýrt svar við tilboði Krabbameinsfélagsins. Ráðherra viðurkenndi að vandinn væri brýnn og sagði að fundað hafi verið um málið. Á honum mátti einnig skilja að þunglamalegt stjórnkerfi réði ekki við að taka skjóta ákvörðun um málið. Fyrir liggur að krabbameinstilfellum mun fjölga um 30% á næstu 15 árum og ekki síður að núverandi aðstaða á dagdeildinni þar sem lyfjagjöfin fer fram er algerlega óviðunandi. Hugmyndin um að klára K-bygginguna nýtur víðtæks stuðnings enda löngu kominn tími á framtíðaraðstöðu fyrir dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga við LSH. Hvar er fyrirstaðan? Þeirri spurningu þarf að svara. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun