Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Sunna Valgerðardóttir skrifar 7. mars 2022 17:38 Í Kompás er rætt við fyrrverandi meðlimi kristinna sértrúarsafnaða þar sem þau lýsa grófu kynferðisofbeldi, barnæsku sem einkenndist af kvíða og skömm og tilfinningunni að vera álitin andsetin og útskúfuð. Vísir/Adelina Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. Flest höfum við heyrt lygilegar sögur af sértrúarsöfnuðum, enda hafa gjörðir þeirra og örlög oft ratað í heimspressuna og ekki síst poppkúlturinn um allan heim. Meðal þekktustu sértrúarsafnaða sögunnar eru Peoples Temple, sem endaði með fjöldamorðum um þúsund fylgjenda Jim Jones, og Heaven’s Gate, þar sem söfnuðurinn batt viljandi enda á líf sitt. Meðlimir sértrúarsafnaðarins Heaven's Gate trúðu því að með því að binda enda á líf sitt, klæðast nýjum Nike-skóm og breiða ofan á sig fjólublá klæði, myndu þau loks komast á heimaplánetuna sína. Safnaðarmeðlimirnir, 39 talsins, frömdu sjálfsvíg á heimili þeirra í San Diego í Kaliforniu árið 1997. Getty/Kim Kulish Þó að svona gróf dæmi séu sem betur fer fáheyrð og sannarlega ekki til hér á landi, er hér starfandi fjöldinn allur af skaðlegum söfnuðum sem ganga fram í nafni kærleika og frelsis og umburðarlyndis. Þekkir afleiðingarnar af eigin raun Petra Hólmgrímsdóttir er sálfræðingur og sérhæfir sig í meðferð fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum. Hún þekkir afleiðingarnar af eigin raun, en hún gekk í kristna sértrúarsöfnuðinn Frelsið einungis sextán ára gömul. „Þau sem hafa hætt í bókstafstrúarsöfnuðum eru líklegri til að vera minna ánægð með lífið sitt, þau sjá eftir fleiri hlutum, þau takast á við meiri depurðareinkenni, kvíða og áfallastreitueinkenni,” segir hún. Petra var í sértrúarsöfnuði frá 16 ára aldri, en starfar nú sem sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð fólks sem hefur hætt í slíkum söfnuðum. Vísir/Adelina Fækkar í söfnuðunum Félögum í Vottum Jehóva eru nú um sex hundruð og hefur þeim fækkað um hundrað síðasta áratug. Safnaðarmeðlimir í Smárakirkju, áður Krossinum, eru nú 400 en voru 550. Fjöldinn í Hvítasunnusöfnuðnum landsins hefur staðið í stað með rúmlega 2.000 manns. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem er utan trú- og lífsskoðunarfélaga tvöfaldast og telja nú um 30.000 manns. Andlegt og fjárhagslegt ofbeldi í sex ár Sigríður Lund Hermannsdóttir var með Petru í Frelsinu. Hún sagði skilið við söfnuðinn eftir sex ár af miklu andlegu og fjárhagslegu ofbeldi. „Við vorum bara skröltandi í blóði okkar í svo langan tíma eftir þetta. Maður var bara hrapandi, því allt sem maður hafði byggt líf sitt á var bara kippt undan þér. Allt sem þú treystir á var bara farið.” Rætt verður við fyrrverandi meðlimi kristinna sértrúarsafnaða á Íslandi í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 7. mars 2022. Þar lýsa þau meðal annars grófu kynferðisofbeldi, barnæsku sem einkenndist af kvíða og skömm og tilfinningunni að vera álitin andsetin og útskúfuð. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi, þriðjudagsmorguninn 8. mars 2022. Þetta er fyrri þáttur Kompáss af tveimur um trúarofbeldi. Sigríður kynntist fyrst starfi bókstafstrúarsöfnuða þegar hún var einungis sex ára gömul. Hún sagði skilið við sértrúarsöfnuðinn Frelsið þegar hún var 31 árs og þurfti þá að kynnast sjálfri sér í fyrsta sinn. Vísir/Arnar Kompás Trúmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Flest höfum við heyrt lygilegar sögur af sértrúarsöfnuðum, enda hafa gjörðir þeirra og örlög oft ratað í heimspressuna og ekki síst poppkúlturinn um allan heim. Meðal þekktustu sértrúarsafnaða sögunnar eru Peoples Temple, sem endaði með fjöldamorðum um þúsund fylgjenda Jim Jones, og Heaven’s Gate, þar sem söfnuðurinn batt viljandi enda á líf sitt. Meðlimir sértrúarsafnaðarins Heaven's Gate trúðu því að með því að binda enda á líf sitt, klæðast nýjum Nike-skóm og breiða ofan á sig fjólublá klæði, myndu þau loks komast á heimaplánetuna sína. Safnaðarmeðlimirnir, 39 talsins, frömdu sjálfsvíg á heimili þeirra í San Diego í Kaliforniu árið 1997. Getty/Kim Kulish Þó að svona gróf dæmi séu sem betur fer fáheyrð og sannarlega ekki til hér á landi, er hér starfandi fjöldinn allur af skaðlegum söfnuðum sem ganga fram í nafni kærleika og frelsis og umburðarlyndis. Þekkir afleiðingarnar af eigin raun Petra Hólmgrímsdóttir er sálfræðingur og sérhæfir sig í meðferð fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum. Hún þekkir afleiðingarnar af eigin raun, en hún gekk í kristna sértrúarsöfnuðinn Frelsið einungis sextán ára gömul. „Þau sem hafa hætt í bókstafstrúarsöfnuðum eru líklegri til að vera minna ánægð með lífið sitt, þau sjá eftir fleiri hlutum, þau takast á við meiri depurðareinkenni, kvíða og áfallastreitueinkenni,” segir hún. Petra var í sértrúarsöfnuði frá 16 ára aldri, en starfar nú sem sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð fólks sem hefur hætt í slíkum söfnuðum. Vísir/Adelina Fækkar í söfnuðunum Félögum í Vottum Jehóva eru nú um sex hundruð og hefur þeim fækkað um hundrað síðasta áratug. Safnaðarmeðlimir í Smárakirkju, áður Krossinum, eru nú 400 en voru 550. Fjöldinn í Hvítasunnusöfnuðnum landsins hefur staðið í stað með rúmlega 2.000 manns. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem er utan trú- og lífsskoðunarfélaga tvöfaldast og telja nú um 30.000 manns. Andlegt og fjárhagslegt ofbeldi í sex ár Sigríður Lund Hermannsdóttir var með Petru í Frelsinu. Hún sagði skilið við söfnuðinn eftir sex ár af miklu andlegu og fjárhagslegu ofbeldi. „Við vorum bara skröltandi í blóði okkar í svo langan tíma eftir þetta. Maður var bara hrapandi, því allt sem maður hafði byggt líf sitt á var bara kippt undan þér. Allt sem þú treystir á var bara farið.” Rætt verður við fyrrverandi meðlimi kristinna sértrúarsafnaða á Íslandi í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 7. mars 2022. Þar lýsa þau meðal annars grófu kynferðisofbeldi, barnæsku sem einkenndist af kvíða og skömm og tilfinningunni að vera álitin andsetin og útskúfuð. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi, þriðjudagsmorguninn 8. mars 2022. Þetta er fyrri þáttur Kompáss af tveimur um trúarofbeldi. Sigríður kynntist fyrst starfi bókstafstrúarsöfnuða þegar hún var einungis sex ára gömul. Hún sagði skilið við sértrúarsöfnuðinn Frelsið þegar hún var 31 árs og þurfti þá að kynnast sjálfri sér í fyrsta sinn. Vísir/Arnar
Kompás Trúmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira