Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Sunna Valgerðardóttir skrifar 7. mars 2022 17:38 Í Kompás er rætt við fyrrverandi meðlimi kristinna sértrúarsafnaða þar sem þau lýsa grófu kynferðisofbeldi, barnæsku sem einkenndist af kvíða og skömm og tilfinningunni að vera álitin andsetin og útskúfuð. Vísir/Adelina Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. Flest höfum við heyrt lygilegar sögur af sértrúarsöfnuðum, enda hafa gjörðir þeirra og örlög oft ratað í heimspressuna og ekki síst poppkúlturinn um allan heim. Meðal þekktustu sértrúarsafnaða sögunnar eru Peoples Temple, sem endaði með fjöldamorðum um þúsund fylgjenda Jim Jones, og Heaven’s Gate, þar sem söfnuðurinn batt viljandi enda á líf sitt. Meðlimir sértrúarsafnaðarins Heaven's Gate trúðu því að með því að binda enda á líf sitt, klæðast nýjum Nike-skóm og breiða ofan á sig fjólublá klæði, myndu þau loks komast á heimaplánetuna sína. Safnaðarmeðlimirnir, 39 talsins, frömdu sjálfsvíg á heimili þeirra í San Diego í Kaliforniu árið 1997. Getty/Kim Kulish Þó að svona gróf dæmi séu sem betur fer fáheyrð og sannarlega ekki til hér á landi, er hér starfandi fjöldinn allur af skaðlegum söfnuðum sem ganga fram í nafni kærleika og frelsis og umburðarlyndis. Þekkir afleiðingarnar af eigin raun Petra Hólmgrímsdóttir er sálfræðingur og sérhæfir sig í meðferð fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum. Hún þekkir afleiðingarnar af eigin raun, en hún gekk í kristna sértrúarsöfnuðinn Frelsið einungis sextán ára gömul. „Þau sem hafa hætt í bókstafstrúarsöfnuðum eru líklegri til að vera minna ánægð með lífið sitt, þau sjá eftir fleiri hlutum, þau takast á við meiri depurðareinkenni, kvíða og áfallastreitueinkenni,” segir hún. Petra var í sértrúarsöfnuði frá 16 ára aldri, en starfar nú sem sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð fólks sem hefur hætt í slíkum söfnuðum. Vísir/Adelina Fækkar í söfnuðunum Félögum í Vottum Jehóva eru nú um sex hundruð og hefur þeim fækkað um hundrað síðasta áratug. Safnaðarmeðlimir í Smárakirkju, áður Krossinum, eru nú 400 en voru 550. Fjöldinn í Hvítasunnusöfnuðnum landsins hefur staðið í stað með rúmlega 2.000 manns. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem er utan trú- og lífsskoðunarfélaga tvöfaldast og telja nú um 30.000 manns. Andlegt og fjárhagslegt ofbeldi í sex ár Sigríður Lund Hermannsdóttir var með Petru í Frelsinu. Hún sagði skilið við söfnuðinn eftir sex ár af miklu andlegu og fjárhagslegu ofbeldi. „Við vorum bara skröltandi í blóði okkar í svo langan tíma eftir þetta. Maður var bara hrapandi, því allt sem maður hafði byggt líf sitt á var bara kippt undan þér. Allt sem þú treystir á var bara farið.” Rætt verður við fyrrverandi meðlimi kristinna sértrúarsafnaða á Íslandi í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 7. mars 2022. Þar lýsa þau meðal annars grófu kynferðisofbeldi, barnæsku sem einkenndist af kvíða og skömm og tilfinningunni að vera álitin andsetin og útskúfuð. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi, þriðjudagsmorguninn 8. mars 2022. Þetta er fyrri þáttur Kompáss af tveimur um trúarofbeldi. Sigríður kynntist fyrst starfi bókstafstrúarsöfnuða þegar hún var einungis sex ára gömul. Hún sagði skilið við sértrúarsöfnuðinn Frelsið þegar hún var 31 árs og þurfti þá að kynnast sjálfri sér í fyrsta sinn. Vísir/Arnar Kompás Trúmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Flest höfum við heyrt lygilegar sögur af sértrúarsöfnuðum, enda hafa gjörðir þeirra og örlög oft ratað í heimspressuna og ekki síst poppkúlturinn um allan heim. Meðal þekktustu sértrúarsafnaða sögunnar eru Peoples Temple, sem endaði með fjöldamorðum um þúsund fylgjenda Jim Jones, og Heaven’s Gate, þar sem söfnuðurinn batt viljandi enda á líf sitt. Meðlimir sértrúarsafnaðarins Heaven's Gate trúðu því að með því að binda enda á líf sitt, klæðast nýjum Nike-skóm og breiða ofan á sig fjólublá klæði, myndu þau loks komast á heimaplánetuna sína. Safnaðarmeðlimirnir, 39 talsins, frömdu sjálfsvíg á heimili þeirra í San Diego í Kaliforniu árið 1997. Getty/Kim Kulish Þó að svona gróf dæmi séu sem betur fer fáheyrð og sannarlega ekki til hér á landi, er hér starfandi fjöldinn allur af skaðlegum söfnuðum sem ganga fram í nafni kærleika og frelsis og umburðarlyndis. Þekkir afleiðingarnar af eigin raun Petra Hólmgrímsdóttir er sálfræðingur og sérhæfir sig í meðferð fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum. Hún þekkir afleiðingarnar af eigin raun, en hún gekk í kristna sértrúarsöfnuðinn Frelsið einungis sextán ára gömul. „Þau sem hafa hætt í bókstafstrúarsöfnuðum eru líklegri til að vera minna ánægð með lífið sitt, þau sjá eftir fleiri hlutum, þau takast á við meiri depurðareinkenni, kvíða og áfallastreitueinkenni,” segir hún. Petra var í sértrúarsöfnuði frá 16 ára aldri, en starfar nú sem sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð fólks sem hefur hætt í slíkum söfnuðum. Vísir/Adelina Fækkar í söfnuðunum Félögum í Vottum Jehóva eru nú um sex hundruð og hefur þeim fækkað um hundrað síðasta áratug. Safnaðarmeðlimir í Smárakirkju, áður Krossinum, eru nú 400 en voru 550. Fjöldinn í Hvítasunnusöfnuðnum landsins hefur staðið í stað með rúmlega 2.000 manns. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem er utan trú- og lífsskoðunarfélaga tvöfaldast og telja nú um 30.000 manns. Andlegt og fjárhagslegt ofbeldi í sex ár Sigríður Lund Hermannsdóttir var með Petru í Frelsinu. Hún sagði skilið við söfnuðinn eftir sex ár af miklu andlegu og fjárhagslegu ofbeldi. „Við vorum bara skröltandi í blóði okkar í svo langan tíma eftir þetta. Maður var bara hrapandi, því allt sem maður hafði byggt líf sitt á var bara kippt undan þér. Allt sem þú treystir á var bara farið.” Rætt verður við fyrrverandi meðlimi kristinna sértrúarsafnaða á Íslandi í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 7. mars 2022. Þar lýsa þau meðal annars grófu kynferðisofbeldi, barnæsku sem einkenndist af kvíða og skömm og tilfinningunni að vera álitin andsetin og útskúfuð. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi, þriðjudagsmorguninn 8. mars 2022. Þetta er fyrri þáttur Kompáss af tveimur um trúarofbeldi. Sigríður kynntist fyrst starfi bókstafstrúarsöfnuða þegar hún var einungis sex ára gömul. Hún sagði skilið við sértrúarsöfnuðinn Frelsið þegar hún var 31 árs og þurfti þá að kynnast sjálfri sér í fyrsta sinn. Vísir/Arnar
Kompás Trúmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira