Í kvikmyndinni Chicago sem kom út árið 2002 fór Renee Zellweger með hlutverkið sem Pamela fer með í sviðsuppsetningunni.
„Að leika Roxie Hart er að uppfylla draum,“
segir Pamela. Hún bætir því við að það sé erfitt að syngja, dansa og hugsa á sama tíma svo hún geti ekki farið að ofhugsa hlutina á sviðinu. Hún segir það vera frelsi og gleði í því að vita að þetta snúist allt um vinnuna. Pamelu finnst hlutverkið vera ljúfur flótti fyrir sig þar sem hún geti gleymt sér í því.
Nýverið komu þættirnir Pam & Tommy út sem eru byggðir á sambandi hennar og Tommy Lee á ákveðnum tímapunkti í lífinu. Þættirnir hafa vakið lukku en ekki hjá Pamelu sjálfri sem hafði engan áhuga á því að tengjast þáttunum og hefur samkvæmt heimildum ekki áhuga á því að horfa á þá.